Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 20
í landinu, þar á meðal stóru safni ýmissa málsgreina, sem „sá mikli námsmaður og fróðleikselskari" sem hann kallar, Olafur Gunnlaugsson, sat og tíndi saman vestur í Svefneyjum í 40 ár frá 1720—’óO. Hvers kyns þetta safn er, lýsir Olafur sjálfur bezt í skilgreiningu er með því fylgir: „Nokkuð safn orðskviða og málsgreina, sem heil mál eða meiningar hafa um nytsamlega hluti, lifnaðarreglur og siðalærdóma, snillilega til orða tekið, úr ýmsum bókum, svo sem eru fyrst heilög ritning, þar næst norrænar og íslenzkar sögur og rit fornaldarmanna, í þriðja máta önnur skrif, sem á íslenzka eður danska tungu gjörð eru eða útlögð, — item er margt af eigin reynzlu og eptirtekt dikt- að". Það er ekki að efa að í þessu Olafssafni hefur verið margt, sem hefur hrifið séra Guð- mund og gert honum erfitt að velja og hafna, og því hefur hann tekið þann kostinn að taka fremur meira en minna í orðskviðasafn sitt; I lok formála þessarar miklu bókar talar séra Guðmundur svo hlýlega til lesenda sinna og segir: Yrði nokkrum af samtíningi þessum meinlaus og uppbyggileg dægra- stytting, tel ég mér það ómak launað, er ég hef fyrir hans samansafni og niðurröðun. Að minnsta kosti vænti ég þess af greind- um og góðfúsum lesara, að hann víti mig ei, þó ég hafi fyrir mig tekið að safna þessum málsgreinum og spakmælum í regluligt registr, þar mörg af þeim mega álítast sem prýði vors móðurmáls og þjóðar vorrar lifn- aðar vísdómur í mörgum tilfellum. — Og þar vort lofsverða bókmenntafélag álítr safn þetta þess vert að það komi almenningi í hendur, svo yfirlæzt það hér með félagi til þóknanlegrar brúkunar og meðferðar. Þótt gaman sé að lesa þessa 130 ára gömlu bók Guðmundar Jónssonar á Staðarstað, get- ur hún varla talist hentug fyrir þá sem vilja vita hvað af þessum 12000 málsgreinum eru raunverulega málshættir, því að þess er hvergi getið. Til að seðja þá forvitni, ber að skoða málsháttasafn Finns Jónssonar frá 1930, þar sem málsháttunum er skipulega niðurraðað eftir aðalorðum spakmælanna. Þarna eru þau öll, sem við svo oft bregðum fyrir okk- ur í daglegu lífi og þekkjum frá barnæsku og tala sum hvert á móti öðru, eins og „hver er sinnar gæfu smiður" og aftur á móti „eng- inn ræður auðnu sinni sjálfur". Og mikið hafa forfeður okkar velt fyrir sér siðfræði- hugtökum gegnum aldirnar, og ekki sízt hugsað um hið illa. Málsháttadálkurinn sem fjallar um það, er nærri helmingi lengri en sá sem hefur yfirskriftina „góður". Reynist það sannmæli að „fleira er illt en að stela og ljúga". Þarna rekumst við líka á gamalkunnugt heilræði „hvað ungur maður sér gamall temur". Margir fyrrverandi barnaskólanem- endur muna sjálfsagt eftir gríðarmiklu spjaldi frá Rauða Krossinum, sem hékk í barnaskólastofunum í gamla daga og hangir kannski enn. Það var mikið uppeldisplagg, skreytt myndum af hraustum unglingum, sem voru að þvo sér, bursta tennur eða lágu sofandi við opinn glugga og hífandi rok í gluggatjöldunum. Yfirskriftin á þessu skemmtilega blaði var einmitt „hvað ungur nemur sér gamall temur" og merking þess var mörgum jafn óskiljanleg og sumar ljóð- línurnar í Heims um ból. Þarna stendur einnig að „ekki þurfi að gefa bakarabarni brauð", þessi vísdómur um að bæta ekki á„ þar sem gnægð er fyrir og til er í svo fjölbreyttum myndum á ýmsum tungumálum, — „að bera ljós til sólar, timb- ur til Noregs, vatn til hafs" — sem við reynd- ar höfum í talshættinum „að bera í bakka- fullan lækinn", — og í Englandi tala menn um „að bera kol til Newcastle". Forngrikkir höfðu máltækið „að flytja uglur til Aþenu" í þessari sömu merkingu. Uglan er vizkunn- ar fugl og Grikkir litu á Aþenu sem vizk- unnar borg. Það virðist aðeins vera á Norð- urlöndum sem brauð er notað í þessari tákn- Framhald á bls. 36. Húsfreyjan 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.