Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 11
samþykkt. Og svo streyma inn beiðnir um að fá ráðunautinn þannig, að nú liggja fyrir óskir, sem myndi taka 2-—3 ár að uppfylla, og það þrátt fyrir það, að kraf- izt er nokkurrar greiðslu frá samböndun- um. Sýnir þetta hina ríku þörf fyrir ráðu- nautastörf á þessu sviði og það jafnframt, að þessari þörf verður aldrei fullnægt með einum ráðunaut. Það er heldur ekk- ert undarlegt, þegar þess er gætt, að kven- félögin eru nokkuð á þriðja hundrað, og sum það fjölmenn, að þau þyrftu fleiri en eitt námskeið. Samtímis þessu berast fyrirspurnir um útvegun á saumakennara fyrir einstök fé- lög hér og hvar á landinu. A þingum kvenfélagasambands Is- lands hafa hvað eftir annað verið sam- þykktar ályktanir um það, að samband- ið reyni að hafa minnst 4 ráðunauta í þjónusm sinni og mætti vel hugsa sér, að þessir ráðunautar störfuðu á ýmsum svið- um heimilishalds, þ. á m. að garðyrkju. Má í þessu sambandi nefna glæsilega ný- breytni í starfinu, er Samband sunn- lenzkra kvenna hafði í sumar starfandi ráðunaut í garðyrkju, sem fór á bæina og leiðbeindi í þeirri grein. Þessi maður var algerlega á vegum héraðssambandsins, sem fékk dálítinn styrk hjá K. I. eftir samþykkt formannafundar. Jafnframt því, sem rætt hefur verið um aukna starfsemi ríkisráðunauta, hve- nær sem tök væru á, hefur verið rætt um möguleikana á því, að héraðssamböndin gætu fengið héraðsráðunauta í heimilis- haldi með sömu kjörum og búnaðarfélög- in hafa sína ráðunauta, þ. e., að helming- ur launa og annars kostnaðar sé greitt úr ríkissjóði, en hinn helmingurinn af við- komandi sambandi eða samböndum, þar sem fleiri en eitt samband hefði sama ráðunautinn. Virðist þetta vera eini mögu- leikinn til þess að fullnægja námsskeiða- þörf þeirra sambanda, sem eru fjölmenn og lifandi í starfi sínu. Af þessum sökum er það, að nefnd, sem kosin var á síðasta formannafundi til þess að vinna að framgangi þessa máls, hef- ur snúið sér til landbúnaðarráðherra, með ósk um, að ætluð verði á f járlögum nokk- ur fjárhæð til þess að launa héraðsráðu- nauta kvenfélaganna á móti tillagi í við- komandi héraðssambandi. Landbúnaðjarráðherra, Ingólfur Jóns- son, tók erindi nefndarmanna mjög ljúf- mannlega, og mun hann vafalaust leggja málið fyrir Alþingi, en þar auðvitað reyn- ir á, hvern framgang það fær. Konur, hvarvetna á landinu, sem vita hvílík geysiþörf er fyrir leiðbeiningar á öllum sviðum heimilishalds og garð- yrkju, gætu stutt að góðum framgangi málsins með því að ræða það við fulltrúa sína á Alþingi, hvenær sem tækifæri gefst. Það er hægt að fullyrða, að fræðslu- starfið er í dag mál málanna fyrir kven- félögin, og Kvenfélagasamband Islands, og þess vegna þurfa konur að berjast fyr- ir því, að fá fleiri ráðunauta, bæði til sambandsins sjálfs og út í héraðssambönd- in. Húsfreyjan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.