Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 14
t
M I N N I N G Framhald af bls. 9
Frk. Helga fór margar utanlandsferðir sér
til hvíldar og hressingar, en alltaf notaði
hún tækifærið til að kynna sér það, sem efst
var á baugi í húsmæðramálum, t. d. hafði
hún að undanförnu lagt sig mjög fram um
að fylgjast með fyrirkomulagi því, sem haft
er um starfsemi heimilisráðunauta á Norð-
urlöndum, og eitt af hennar síðustu störf-
um í þarfir félagsmála var að vinna í nefnd,
sem kosin var af Kvenfélagasambandi ís-
lands til að undirbúa samstarf K. I. og Bún-
aðarfélagi Islands með landbúnaðar- og
heimilisráðunautum, en því miður hafa
ýmsar tafir orðið í því máli.
Frk. Helga var aufúsugestur til húsmæðra
út um land, alltaf fræðandi og fús til að
leiðbeina. Minnist ég einkum, er hún fyrir
nokkrum árum sat aðalfund Sambands aust-
firzkra kvenna og flutti þar erindi um mann-
eldisfræði og ýmislegt fleira, hvað fulltrúar
voru ánægðar að hafa haft tækifæri til að
kynnast henni og vera samvistum við hana
þá daga, sem fundurinn stóð.
Helga Sigurðardóttir bar gæfu til að fast-
móta starf og stefnu Húsmæðrakennaraskóla
íslands og einnig að útbúa hið fagra og
smekklega skólaheimili að Háuhlíð 9, þar
sem stofnunin hefur nú fengið varanlegan
samastað. Það var ánægjulegt að koma þang-
að í heimsókn meðan frk. Helga réði þar
ríkjum. Tók hún á móti gestum skólans sem
drottning í hirðmeyjahópi, og skorti hvorki
á glæsileik né háttvísi.
Helga Sigurðardóttir skólastjóri er að vísu
frá oss horfin, en „merkið stendur þó mað-
urinn falli", og andi hennar mun vissulega
ríkja meðal vor svo lengi, sem íslenzkar hús-
freyjur senda dætur sínar á húsmæðraskól-
ana til þess að búa þær þannig sérstaklega
undir það fjölþætta starf sem konunum er
af guðs náð ætlað.
Drottinn blessi minningu þessarar merkis-
konu.
Sigr. Fanney Jónsdóttir.
t
I
henni í lífinu. Dótturdóttir þeirra var og
fóstruð upp hjá henni.
Lengst var með henni Herdís Sigurjóns-
dóttir, nær hálfan fimmta tug ára. Vinátta
og samstarf þessarra kvenna er merkilegt
og lýsir tryggð beggja og . mannkostum.
Hlutur Herdísar Sigurjónsdóttur er stór. Hún
var Jóninnu svo óendanlega mikið allt til
hinztu stundar.
Frk. Jóninna Sigurðardóttir var fríð kona,
fagureygð, fyrirmannleg, kurteis og hóg-
vær. Hún var gæfukona um margt, hlaut
virðingu og þökk samferðamannanna, sá
mörg áhugamál sín verða að veruleika, og
naut ástúðar fósturdætra, frændfólks og
vina, og órofa tryggðar þeirra, er lengst voru
með henni.
Hún andaðist á heimili sínu, Oddagötu 13
hér í bæ, 19. sept. síðastliðinn.
I upphafi þessa máls var tilfært ljóð eftir
Matthías Jocumsson. Það, sem þar stendur,
átti við um Jóninnu Sigurðardóttur, lífssaga
hennar er fögur, og hún var göfug kona.
Laufey Sigarðardóttir,
frá Torfufelli.
14
Húsfreyjati