Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 42

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 42
orgelið og lék hvert lagið af öðru og söng og tóku orlofskonur undir. Að loknu kaffi þennan dag var komið saman og frú Laufey Sigurðardóttir flutti glöggt erindi um orlofin — tilgang þeirra og tilhögun. Var að erindi þessu hin bezta fræðsla. A eftir mælti frú Páta Pálsdóttir nokkur orð um orlofin, kvennasamtökin í landinu og sitthvað fleira. En frú Pála er áhugasöm um þessi mál og formaður skag- firzka kvennasambandsins. Að kvöldi stóð frú Grethe Asgeirson fyrir þætti, er hún nefndi: „Spurt og spjallað á Löngumýri". Bar þar margt á góma og ýms- ir tóku til máls. Að loknu kvöldkaffi bauð frk. Ingibjörg, forstöðukona, gestunum inn í einkaíbúð sína, sem er sérstaklega vel búin og vinaleg. Þar var skrifað í gestabók staðarins og að síðustu höfð helgistund. — Kvöldið eftir sáu orlofs- konur sjálfar um kvöldvökuna. Farið var með kvæði, stökur og þulur og einnig var fluttur gamanþáttur. Að síðustu var svo að sjálf- sögðu helgistund. Svo rann upp síðasti orlofsdagurinn, fimmtudagur 28. júní. Strax að loknum morgunverði kallaði forstöðukonan gesti sína saman og þegar allir voru mættir, flutti hún morgunbæn og fór með fagra draumsögu og mælti síðan nokkur orð út frá því efni. Mun flestum hafa hitnað fyrir brjósti við að hlýða á mál hennar og stundin varð auðug að djúp- um áhrifum. Að lokinni þessari samveru- stund innan fjögurra veggja var gengið út í morgunblíðuna og forstöðukonan skýrði umhverfið eftir því sem til sást. Þarna var mikil fræðsla veitt á skammri stund og fram borin með ánægjulegum hætti. Mun marg- ur hafa hlustað hugfanginn og orðið að verulegu leyti auðugri eftir og séð fegurð og tign Skagafjarðar í nýju ljósi. Væri óskandi að uppvaxandi æska ætti sem víðast völ á annari eins fræðslu um land sitt — þá myndi fleira fara þar efdr. Að enduðum hádegisverði þennan dag fóru orlofskonur að taka saman farangut sinn og búast til ferðar. Þegar miðdagskaffið var drukkið, voru flutt ávörp, þar sem frk. Ingibjörgu forstöðu- konu og starfsliði hennar voru fluttar þakkir fyrir ógleymanlegar móttökur og yndislega samverudaga og Löngumýrar minnzt með verðugu lofi. En forstöðukonan þakkaði og flutti fögur kveðjuorð. — Stundin var auð- ug að innileika og strengir hjartnanna titr- uðu í ljúfu samræmi — og eins var kveðju- stundin úti á hlaðinu. En kl. 6 var Löngu- mýri kvödd og lagt af stað til Akureyrar. — Bíllinn nam staðar við Ferðaskrifstofuna. Þar fóru kveðjur fram og hver hélt heim til sín. Onnur orlofsvika kvenna á Akureyri var á enda. Vináttubönd höfðu hnýtzt og valdar perlur bæzt í sjóð minninganna. Þátttakendur þessa orlofs munu sammála um, að mjög vel hafi tekizt með framkvæmd þess. En orlofin eru þakkarverð nýbreytni, markvert atriði, sem vert er að taka með gleði heils hugar, og þau samtök, sem hafa hrundið þeim af stað, eiga þakkir skilið. Síðan horfið var heim frá Löngumýri, hef ég hitt að máli allmargar af orlofskonum. Þá er talinu óðara vikið að Löngumýri og minningar raktar. Orlofskonur vilja allar flytja heilhuga þakkir til forstöðukonunnar á Löngumýri, frk. Ingibjargar Jóhannsdóttur, matráðs- konu, frú Erlu Björnsdóttur og alls starfsliðs staðarins. Frá þeirra hendi var allt á eina lund, svo að þeir sem nutu, munu geyma orlofsdag- ana í hlýrri minning — sem jœluvikn í sól- mánuði. Akureyri, 14. ágúst 1962, Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Ath.: Slðan þetta var ritað, var farin á vegttm Orlofsnefndar Akureyrar, eins dags skemintiferð, sem margar konur (um hálfur sjötti tiigur) tókti þátt í, sér til mikillar ána'gju. — J. Ó. 42 Húsfreyjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.