Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 9
Ekki mun það orka tvímælis, að á slíkum stað verða unglingarnir fljótt þátttakendur bæði í áhyggjum og sigrum og tileinka sér þannig áhuga og lífsviðhorf foreldranna, enda hafa öll þau systkini sýnt mikinn mann- dóm og dugnað, hvert á sínu sviði og þar með borið æskuheimilinu fagurt vitni. Helga Sigurðardóttir mun fljótt hafa kom- izt að raun um, hvað hlutur húsfreyju á slíku stórbýli er margþættur, krefst stórra starfa, fyrirhyggju og öryggis. Mun hún einnig fljótt hafa gert sér grein fyrir, hve mikil nauðsyn er hverju heimili að eiga dugandi og hag- sýna húsmóður, ef því á vel að vegna. Með þá hugsjón í hjarta að hjálpa þess- ari stétt landsins með ráðum og dáð hefur hún áreiðanlega lagt ung út á menntabraut- ina sem leiddi starf hennar svo farsællega til lykta. Aðallega menntaðist frk. Helga í Dan- mörku, gekk hún þar í lýðháskóla síðan matreiðsluskóla og síðar í Húsmæðrakenn- araskóla Birgithe-Ber-Nielsen. Að loknu námi settist hún að í Reykja- vík. Varð brátt kunn þekking hennar og kunnátta í matreiðslu og húsmæðrafræðum. Kenndi hún þá um tíma á námskeiðum og síðar sem hússtjórnarkennari við Austur- bæjarskólann í Reykjavík. Oft var til henn- ar leitað með leiðbeiningar við stærri veizl- ur og móttökur erlendra gesta, er mikils þótti við þurfa. Eftir því sem áhugi fór vaxandi fyrir sér- menntun húsmæðra og húsmæðraskólar risu upp fyrir forgöngu ýmsra forvígiskvenna og kvenfélagasamtaka, kom fljótt í ljós að brýna nauðsyn bar til að koma einnig á fót Húsmæðrakennaraskóla. Var það hin mikla merkiskona, húsfrú Ragnhildur Pétursdóttir á Háteigi, sem fyrst hreyfði þessu máli innan Búnaðarfélags Is- lands, sem þá var undir stjórn Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra. Fékk málið góðar undirtektir. Samt drógst það á lang- inn, enda þótt áðurnefndir aðilar reyndu að þoka málinu áfram. Frk. Helga gerðist strax virkur þátttakandi í þessu máli. Hún safnaði saman þeim konum sem hlotið höfðu hús- mæðrakennaramenntun erlendis og stofnuðu þær „Kennarafélagið Hússtjórn". Félagið vann af mikilli elju að framgangi Hús- mæðrakennaraskólamálsins og nokkrum ár- um síðar kaus það nefnd innan sinna vé- banda. Samstarfskonur frk. Helgu þar voru frú Soffía Claessen og frú Olöf Jónsdóttir. Sömdu þær reglugerð og kostnaðaráætlun fyrir Húsmæðrakennaraskóla. Með þessum undirbúningi var málið lagt fyrir Alþingi árið 1942 og vann sigur. Frk. Helga Sigurðardóttir var fyrsti skóla- stjóri Húsmæðrakennaraskóla Islands og starfaði fyrir þá stofnun óslitið þar til haustið 1961 að hún lét af störfum. Margir voru örðugleikarnir við að stríða, en þannig er starf brautryðjandans venju- lega, krefst stórra átaka og mikilla fórna. Einkaheimili Helgu Sigurðardóttur í Reykjavík stóð jafnan opið vinum og vanda- mönnum. Enda þótt enginn væri þar hús- bóndinn til aðdrátta, skorti aldrei neitt til matar né drykkjar og húsmóðirin glöð og hrókur alls fagnaðar. I bókasafni heimilisins voru til allar bæk- ur, sem ritaðar hafa verið á íslenzku um mat- aræði og húsmæðrafræðslu, auk fjölda út- lendra bóka, skandinavískra og enskra um sama efni, Helga Iét einskis ófreistað til að auka þekkingu sína á því sviði. Sjálf samdi hún fjölda bóka og ritgerða um mataræði og er þar flest að finna, allt frá hinni yfirlætislausu rammíslenzku fjalla- grasamjólk til girnilegustu nútíma sam- kvæmisrétta. Þannig sameinaði hún þjóð- legan fróðleik nútíma tækni og kröfum. Framhald á bls. 14. Húsfreyjan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.