Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 17
urðu látið bjóða þér í þrjá vetur. Þú, sem
ættir að geta valið um vistir.
— Ég veit, að þetta er roluskapur af mér,
sagði Gróa, og ég var staðráðin í að fara
þangað ekki aftur eftir fyrsta veturinn. En
svo skrifuðu börnin mér elskuleg, bréf og
sendu mér sælgæti í sveitina, og ég varð þó
að fara og þakka þeim fyrir um haustið.
Þá var frúin í vandræðum og hafði talið
víst, að ég yrði áfram, svo að ég lét tilleið-
ast.
— Gaztu ekki sett einhver skilyrði, fyrst
henni var svona mikið í mun að hafa þig
áfram?
— Ég hefði nú sjálfsagt getað það, sagði
Gróa. En ég var hálfpartinn að vona, að
þetta breyttist og batnaði svona af sjálfu
sér.
— En svo hefur allt verið óbreytt, og þú
fékkst samt ekki nóg af því og lézt telja
þig á að vera þarna þriðja veturinn.
— Ég ætlaði nú sannarlega ekki að gera
það, þó að börnin skrifuðu mér og sendu
mér alls konar góðgæti, sagði Gróa. En þá
veiktist frúin um það leyti, sem ég kom úr
sveitinni, og ég gat ekki vitað af heimilinu
í reiðileysi, vegna barnanna.
— Ætli það verði ekki sama sagan í
haust? Frúnni hugkvæmist sjálfsagt eitthvert
ráð til þess að klófesta þig.
— Nei, sagði Gróa einbeittlega. Ég verð
þar ekki fleiri vetur. Ég þoli ekki þennan
kulda. Þú sérð nú, hvernig hendurnar á
mér eru farnar, auk þess var ég frá af gigt
vikum saman síðastliðinn vetur.
— Ég verð að segja, að ég hef ekki mikla
trú á, að þú standir við þetta fremur en
áður, fyrst ég gat ekki ráðið þig hjá mér.
En ég hef sömu stúlkuna, sem verið hefur
hjá mér undanfarna vetur.
— Ég rengi það ekki, sagði Gróa og brosti
hlýlega.
Þessi stutti tími var liðinn áður en varði,
og við kvöddum öll Gróu með söknuði. Ég
bauð henni að koma til mín úr sveitinni og
vera hjá mér, á meðan hún væri að útvega
sér vist. Hún þakkaði fyrir boðið, en sagðist
mundu fara til frænku sinnar, eins og hún
væri vön á haustin.
— Hún er ein að basla með barnahópinn
sinn, bætti Gróa við, og ég ljæ henni hönd
í nokkra daga.
— Þú kemur þá fljótlega og heimsækir
okkur, og ég vona, að þú sýnir nú hetjuskap
og hrindir öllum áhlaupum, sagði ég.
Sumarið leið, og það var komið fram und-
ir veturnætur, án þess ég frétti nokkuð af
Gróu. Mér varð oft hugsað til hennar, og
satt að segja hafði ég illan bifur á því, að
hún lét ekki sjá sig.
Það kom fyrir, þegar hljótt var í húsinu,
að mér heyrðist barið, án þess að nokkur
sjáanlegur væri á ferðinni, og setti ég það
jafnan í samband við Gróu.
Svo var það um kvöld, að ég sat ein
heima yfir sofandi börnunum, og Gróa fór
ekki úr huga mínum. Skyldi hún enn hafa
lent í sama staðnum, og það sé þess vegna,
sem hún veigrar sér við að heimsækja mig?
Þá heyrði ég greinilega, að barið var að
dyrum. Ég reis á fætur og opnaði hurðina,
en sá engan mann. Þetta hlaut að vera fylgj-
an hennar Gróu, hvort sem hún birtist nú
sjálf á eftir. Og viti menn. Skömmu seinna
var barið aftur, og nú var það Gróa í eigin
persónu. Ég bauð hana velkomna og sagði
sem satt var, að ég væri lengi búin að von-
ast eftir henni.
— Ég er líka mikið búin að hugsa til ykk-
ar, en eiginlega hef ég ekki átt heiman-
gengt, sagði Gróa hálf vandræðalega.
— Jæja. Hefurður svona mikið að gera
í nýju vistinni, Gróa mín, eða á ég að trúa
því, að þú sért ennþá í sama stað?
— Ætli ég verði ekki að leggja það á þig,
þó að mér falli það illa, sagði Gróa. Ég
vona, að þú takir það ekki mjög nærri þér.
— Jú, það geri ég sannarlega, og ég skil
ekkert í þér. Þú ert alltof góð til þess að láta
fara svona með þig, eins og ég hef marg-
Húsfreyjan
17