Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.10.1962, Blaðsíða 23
Islenzkur heimiíisiðnaður heimilisþáttur „Húsfreyjan" birti í síðasta hefti frásögn af norrænu heimilisiðnaðarsýningunni, sem haldin var hér í sumar, en ekki gafst rúm til að lýsa nema deildum hinna Norðurland- anna. Hér fer á eftir lýsing á íslenzku deild- inni eftir frú Sigríði Thorlacius: Meðal íslenzku sýningargripanna voru margir forkunnar fagrir og vel unnir munir úr ull, bæði prjónles, hekl, vefnaður og út- saumur. Sjöl og hyrnur voru margar aðdá- anlega fínar og litasamsetning fögur, bæði úr sauðalitum og jurtalituðu bandi. Lopa- peysur, útprjónaðir vettlingar, treflar og sitt- hvað fleira var þarna bæði gamalt og nýtt. Flíkur úr handofnum efnum voru allmarg- ar með sérlega skemmtilegri áferð. Ættu flíkur úr handofnum íslenzkum ullarefnum að geta orðið tízkufyrirbæri, engu síður en t. d. skozku ullarefnin. Abreiður og ofin sjöl eru létt eins og dúnn og vekja verð- skuldaða athygli. Af útsaumi þótti mér einna skemmtilegast sessuborð norðan úr Þing- eyjarsýslu, saumað með augnsaumi í sauða- litunum. Sýndir voru skartgripir úr silfri, beini og smelti og gaman var að taflmönnunum og eftirlíkingum af vopnum, ásamt víkingaskipi, sem Þorleifur Þorleifsson hefur gert. Horn- spænir, sem skornir voru til að vera ábætis- skeiðar, voru þarna, fjöldi fagurra leirmuna, m. a. eftir Steinunni Marteinsdóttur og Heidi Guðmundsson, og ekki má gleyma beinfugl- unum hennar Agústu Snæland. Þeir þótti mér hafa alveg sérstakan yndisþokka. (Sjá mynd). Of langt yrði upp að telja þá muni, sem margar góðkunnar hannyrðakonur lögðu sýningunni til. Myndvefnaður virðist vera í framför og fjölbreytni eykst í teppagerð. — Húsfreyjan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.