Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 23

Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 23
Islenzkur heimiíisiðnaður heimilisþáttur „Húsfreyjan" birti í síðasta hefti frásögn af norrænu heimilisiðnaðarsýningunni, sem haldin var hér í sumar, en ekki gafst rúm til að lýsa nema deildum hinna Norðurland- anna. Hér fer á eftir lýsing á íslenzku deild- inni eftir frú Sigríði Thorlacius: Meðal íslenzku sýningargripanna voru margir forkunnar fagrir og vel unnir munir úr ull, bæði prjónles, hekl, vefnaður og út- saumur. Sjöl og hyrnur voru margar aðdá- anlega fínar og litasamsetning fögur, bæði úr sauðalitum og jurtalituðu bandi. Lopa- peysur, útprjónaðir vettlingar, treflar og sitt- hvað fleira var þarna bæði gamalt og nýtt. Flíkur úr handofnum efnum voru allmarg- ar með sérlega skemmtilegri áferð. Ættu flíkur úr handofnum íslenzkum ullarefnum að geta orðið tízkufyrirbæri, engu síður en t. d. skozku ullarefnin. Abreiður og ofin sjöl eru létt eins og dúnn og vekja verð- skuldaða athygli. Af útsaumi þótti mér einna skemmtilegast sessuborð norðan úr Þing- eyjarsýslu, saumað með augnsaumi í sauða- litunum. Sýndir voru skartgripir úr silfri, beini og smelti og gaman var að taflmönnunum og eftirlíkingum af vopnum, ásamt víkingaskipi, sem Þorleifur Þorleifsson hefur gert. Horn- spænir, sem skornir voru til að vera ábætis- skeiðar, voru þarna, fjöldi fagurra leirmuna, m. a. eftir Steinunni Marteinsdóttur og Heidi Guðmundsson, og ekki má gleyma beinfugl- unum hennar Agústu Snæland. Þeir þótti mér hafa alveg sérstakan yndisþokka. (Sjá mynd). Of langt yrði upp að telja þá muni, sem margar góðkunnar hannyrðakonur lögðu sýningunni til. Myndvefnaður virðist vera í framför og fjölbreytni eykst í teppagerð. — Húsfreyjan 23

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.