Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 11

Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 11
samþykkt. Og svo streyma inn beiðnir um að fá ráðunautinn þannig, að nú liggja fyrir óskir, sem myndi taka 2-—3 ár að uppfylla, og það þrátt fyrir það, að kraf- izt er nokkurrar greiðslu frá samböndun- um. Sýnir þetta hina ríku þörf fyrir ráðu- nautastörf á þessu sviði og það jafnframt, að þessari þörf verður aldrei fullnægt með einum ráðunaut. Það er heldur ekk- ert undarlegt, þegar þess er gætt, að kven- félögin eru nokkuð á þriðja hundrað, og sum það fjölmenn, að þau þyrftu fleiri en eitt námskeið. Samtímis þessu berast fyrirspurnir um útvegun á saumakennara fyrir einstök fé- lög hér og hvar á landinu. A þingum kvenfélagasambands Is- lands hafa hvað eftir annað verið sam- þykktar ályktanir um það, að samband- ið reyni að hafa minnst 4 ráðunauta í þjónusm sinni og mætti vel hugsa sér, að þessir ráðunautar störfuðu á ýmsum svið- um heimilishalds, þ. á m. að garðyrkju. Má í þessu sambandi nefna glæsilega ný- breytni í starfinu, er Samband sunn- lenzkra kvenna hafði í sumar starfandi ráðunaut í garðyrkju, sem fór á bæina og leiðbeindi í þeirri grein. Þessi maður var algerlega á vegum héraðssambandsins, sem fékk dálítinn styrk hjá K. I. eftir samþykkt formannafundar. Jafnframt því, sem rætt hefur verið um aukna starfsemi ríkisráðunauta, hve- nær sem tök væru á, hefur verið rætt um möguleikana á því, að héraðssamböndin gætu fengið héraðsráðunauta í heimilis- haldi með sömu kjörum og búnaðarfélög- in hafa sína ráðunauta, þ. e., að helming- ur launa og annars kostnaðar sé greitt úr ríkissjóði, en hinn helmingurinn af við- komandi sambandi eða samböndum, þar sem fleiri en eitt samband hefði sama ráðunautinn. Virðist þetta vera eini mögu- leikinn til þess að fullnægja námsskeiða- þörf þeirra sambanda, sem eru fjölmenn og lifandi í starfi sínu. Af þessum sökum er það, að nefnd, sem kosin var á síðasta formannafundi til þess að vinna að framgangi þessa máls, hef- ur snúið sér til landbúnaðarráðherra, með ósk um, að ætluð verði á f járlögum nokk- ur fjárhæð til þess að launa héraðsráðu- nauta kvenfélaganna á móti tillagi í við- komandi héraðssambandi. Landbúnaðjarráðherra, Ingólfur Jóns- son, tók erindi nefndarmanna mjög ljúf- mannlega, og mun hann vafalaust leggja málið fyrir Alþingi, en þar auðvitað reyn- ir á, hvern framgang það fær. Konur, hvarvetna á landinu, sem vita hvílík geysiþörf er fyrir leiðbeiningar á öllum sviðum heimilishalds og garð- yrkju, gætu stutt að góðum framgangi málsins með því að ræða það við fulltrúa sína á Alþingi, hvenær sem tækifæri gefst. Það er hægt að fullyrða, að fræðslu- starfið er í dag mál málanna fyrir kven- félögin, og Kvenfélagasamband Islands, og þess vegna þurfa konur að berjast fyr- ir því, að fá fleiri ráðunauta, bæði til sambandsins sjálfs og út í héraðssambönd- in. Húsfreyjan 11

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.