Húsfreyjan - 01.10.1965, Side 6

Húsfreyjan - 01.10.1965, Side 6
muna um það, að hafa nafnaskipti á hæð- unum tveim, eftir að aðalsmaður sá, sem höll átti á Kalilenberg, efndi þar til munk- lífis. Af Kahlenberg sér í björtu veðri yfir mikinn hluta Vínarhorgar, Dóná rennur skolgrá og straumþung suður með liæðun- um og gegn um borgina og fær nú enga bláa speglun úr mistruðum hausthimni. Sólin glampar á græn koparþök margra lialla og turnspírur kirkna. Til austurs, þar sem sjá má til ungversku landamær- anna, er landið flatl og skóglaust, að norð- an og vestan taka hæðir Vínarskógar við liver af annarri og til suðurs, yfir borgina, sér aðeins sólþrungið mistur. Við skulum snúa til borgarinnar og svip- ast um á örfáum stöðum. Kannski göngurn við um markaðstorg, þar sem allskonar matvörur eru falar og litauðgi ávaxta, grænmetis og blóma gleður augað, þar til jiað staðnæmist við risastór jjotthrauð, sem hljóta að vera meter í þvermál. Þau baka sveitakonurnar og færa til sölu á torgin með öðrum varningi sínum og Hans segir mér, að Jiau séu margfalt betri en bakaríis- hrauðin. Lifandi silungar synda í glerkerj- um, en fátt af fiskmetinu kemur manni kunnuglega fvrir sjónir. Það eru vatna- fiskarnir, sem Jiarna eru á boðstólum. En áður en við kninum lil aðalborgar- innar, skulum við stanza snöggvast í Grinz- ing, sem er jiorp við rætur Kahlenbergs. Þar beygjum við inní mjóar götur milli lágra húsa með bröttum þökum. Þar sjáum við víða hanga skúfa af furugreinum, skreytta hvítum og rauðum borðum, yfir dyrum. Þá vitum við, að þar húa vínyrkju- bændur, sem liafa leyfi til að selja gestum eigin vínframloiðslu og það eru jiessir veit- ingastaðir, sem kallaðir eru Heurigen, sem er samdráttur af orðum, sem tákna „ársins nýja vín“. Sé gengið inn um dyrnar, koma menn víðast livar inn í húsagarð,ým- islega skreyttan og undir laufþaki eru veit- ingaborð, sem og inni í misstórum veitinga- stofum innaf. Við komum þarna fyrst nokkru eftir hádegi á laugardegi. Þá hóp- aðist fólkið innan úr borginni út í þorpin, heilar f jölskyldur komu með malpoka sína, settust við dúklaus tréborðin og tóku upp nesti, en keyptu sér könnu af víni með. Sumir liöfðu áður fengið sér gönguferð um skógana, af fótabúnaði annarra mátti ráða, að þeir komu beint af borgarstrætunum. Þeir, sem ekki höfðu mat með sér, keyptu brauðlileifa, ost, skinku eða kaldan kjúk- ling og báru sjálfir inn á horðin. Húsráðandi gengur um milli horða og spjallar við gestina og j)ó hann sé roskinn vel, tyllir liann sér um stund við borð hjá fjórum ungum stúlkum og innan skamms lilægja þær svo, að undir tekur í stofunni, en karl víkur frá borðinu með glettnis- glampa í augum, þó bakið sé bogið. Undir kvöld koma hljóðfæraleikarar með harmonikur, gítara og fiðlur og leika og syngja gamalkunn lög, en gestir taka undir eftir því sem hver finnur hvöt lijá sér. Menn koma og fara, fá sér glas af liinu létta víni, syngja og lilægja mikið, en flest- ir virtust allsgáðir, sem út komu. Menn raða sér við borðin meðan s'tólar endast, taka tal saman og syngja sig saman, svo jieir kveðjast eins og aldavinir eftir stund- arsamveru. Og það er eftir svona lieim- sókn til Grinzing, sem gárungarnir segja, að Dóná sé hiá. Sé staðnæmst í hjarta Vínarborgar, J)á er Jiað höfuðborg keisaradæmis liðinna alda, sem augað nemur, ekki nútímaborg- in, enda var Vín löngum hiifuðborg Habs- borgarættarinnar, sem réði miklum ríkjum frá 13. til 20. aldar. Sá fyrsti, sem tók sér heitið „erkihertogi af Austurríki“, var við völd 1358—65. Keisarahallirnar, ráðhús, |)inghús, fursta- hallir, sem nú geyma söfn, kirkjur, hallar- leikhúsið og óperan, standa þarna í hvirf- ingum við lorg og garða. Flúr og marg- breylileiki harokkstílsins er víða ríkjandi, en cinnig sjást eftirlíkingar grískrar hygg- ingalistar og ótal myndastyttur, sem tákna atburði grískrar goðafræði blasa við manni. Margt óvænt getur borið fyrir augu. Inni í sjálfri keisarahöllinni er óhemju víðáttu- 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.