Húsfreyjan - 01.10.1965, Side 19

Húsfreyjan - 01.10.1965, Side 19
farizt áliöfn og farþegar, yfir tuttugu manns. •—• Hvílík blófítaka fyrir svo fá- menna þjóð. — Þennan dag ókum við í Vaglaskóg og að Goðafossi, en komum aftur til Akureyrar um kvöldið. Þetta kvöld átti skip að koma til Akureyrar með lík þeirra, er farizt liöfðu í flugslysinu. — Ég man að við vor- um í dálitlum vafa um, bvort við ættum að fara niður að böfninni um kvöldið og vera við atböfnina, sem þar átti að fara fram — við vilduni ekki trana okkur neitt fram, en þar sem þetta var atburður, sem snerti alla þjóðina, var okkur eindregið ráðlagt að fara. -— Ég held, að ég verði ekki svo gömul að ég gleymi jiessu kvöldi. Fjöldi manns var saman kominn á bryggjunni. Prestur flutti bæn, karlakór söhg, skátar stóðu lieiðursvörð. Á ellefu viirubifreiðum var jarðneskum leifum þeirra, er farizt liöfðu, ekið upp í Akureyrar-kirkju------- Og við stóðum þarna svo ung og óreynd og horfðum á þennan barmleik, sem svo snögglega liafði verið á svið settur. — Þetta kvöld vorum við óvenju hljóð og fljót að koinast í ró. Það var eins og dimm- ur skuggi hvíldi yfir öllu. Daginn eftir fórum við frá Akureyri. Síð- ustu nóttina gistum við að Reykjum í Hrútafirði. Þáverandi skólastjóri tók okk- ur opnum örmum og þar fcngum við að halda skilnaðarkvöldvöku, því að (laginn eftir ókurn við í bæinn. Og þegar til Reykjavíkur kom skililu lciðir. Við, sem þrjá vetiir böfðum þolað saman siirt og sahl, tvístruðumst nú í allar áttir, sum héldu áfram við nám, en önnur liófust lianda um að leita sér að framtíðar- atvinnu. Við áttum að vísu eftir mikið af okkar indælu æsku — en þessi þrjú ár með þeirra gleði og sorgum kæmu aldrei aftur. Af mér er það að segja, að mig langaði að vera eitt sumar ennþá í sveit áður en ég festi mig í atvinnu í Reykjav ík. Ég fór því ennþá einu sinni austnr yfir fjall í kaupa- vinnu. Sumarið 1947 var rigningarsumar. Það rigndi og rigndi og heyskapur gekk því að vonum ekki vel eins og sjá má á þessari vísu, sem ort var þar eystra þetta sumar: Eg veit ekki af livers konar völdum að veðrið til svona er. f heyskap á hráslagakvöldum ])á hrollur um mann fer. Það húmar og hljóðlega rennur úr hárinu niður á bak! og flagbrjóskið blíða ])að brennur og búinn er ég að fá tak! En þegar við erum sautján ára hefur veð- urfarið ekki mikil áhrif á lífsgleðina. ■—• Á Jónsmessunótt þótti sjálfsagt að sofa á sjö blómategundum, svo að draumarnir, sem mann dreymdi kæmu fram. Þegar við stallasystir mín vorum lagstar út af á kodd- ana þetta umrædda kvöld, uppgötvuöum við að þetta bráðáríðandi alriöi bafði gleymst. Við höfðum engin umsvif hcldur drifurn okkur í gallabuxur og stígvél utan yfir náltfötin og læddumst út til að að ná okkur í tilskilinn fjölda blómategunda. Það er ekki mikill vandi að finna sjö blóma- tegundir á albjartri júní nótt, þegar allt lifnar og grær, jafnvel þó ekki bafi stytt upp í lengri tíma. Ekki man ég samt til að mig dreymdi neitt niarkvert — því miður. öskufalls gætti alltaf frá Heklu öðru- hvoru þetta sumar og gat komið sér illa fyrir ungar eldalmskur að gleyma að breiða yfir rabarbaragrautinn, þegar hann var settur út undir vegg til að kæla hann. Hekla gamla átti ])á til að bragðbæta graut- inn svo um munaöi. — Síðari liluta sumars gengum við upp á ás skammt frá bænurn, en þar sást vel til eldanna í Hcklu og var það tilkomumikil sjón. Ég man að þangað upp teymdi ég vinkonu mína, sem fékk að beimsækja mig í sumarleyfi sínu. Hún var svo náttblind, að liún sá hvorki daginn né veginn, en sjálf þóttist ég liafa arnarsjón í myrkri. Ekki tókst þó bctur 1 il en það, að ég leiddi bana á liornstag, sem stóð út úr girðingu og enda- slengdumst við þar báðar við mikinn fögn- II USFUEYJAN 17

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.