Húsfreyjan - 01.10.1965, Page 23

Húsfreyjan - 01.10.1965, Page 23
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA ísléndingar kunna vel aft’ meta ilmandi kaffibolla, enda drekka flestir kaffi marg sinnis á dag og vilja lielzt ekki án þess vera. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands voru 1803 tonn af kaffi flutt til landsins á síðastliðnu ári og liefur þó kaff- ið ekki veriS flutt liingað nema í rúm 200 ár og náði ekki verulegri útbreiðslu fyrr en eftir 1850. En þá var víðast farið að bafa kaffi tvisvar á dag og nm sláttinn sumstað- ar þrisvar. Uppbaflega befur kaffi verið ræktað í Eþíópíu (Abyssiníu) og þaðan befur kaffi- neyzlan breiðzt út til Arabíu og náði lil Miklagarðs árið 1534. Kaffið var ahnennt notað í öllum Múliammeðstrúarlöndum í lok 16. aldar. Drykkurinn var orðinn svo vinsæll, að í tyrkneskum lögum var það talin gild ástæða fyrir bjónaskilnaði, ef eiginmaðurinn sæi ekki konu sinni fyrir nógum birgðum af kaffibaunum. Frá Tyrk- landi barst kaffið með kaupmönnum til Italíu og síðan Iiefur mannkynið smám saman lært að meta kaffidrykkju. Kaffi var talið liafa beilsubætandi áhrif á alls konar húðsjúkdóma, brjóstveiki og magakvilla. Hér á landi var lalið gott ráð við lífsýki eða niðurgangi að gera köku úr kaffikorg og litlu einu af mjöli, baka bana á eldi og éta hana þurra, segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili í Islenzkum þjóð- liáttum. En þrátt fyrir öll þau lieilsusamlegu á- lirif, sem kaffið var talið hafa, varð það ekki vinsælt á meginlandi Evrópu, fyrr en Austurríkismaður, sem stofnað liafði kaffi- liús í Vínarborg, bætti að láta kaffikorginn með í bollana og fór að láta sykur og rjóma eða heita mjólk lit í kaffið. En Arabar álíta hins vegar, að kaffikorgurinn sé mesta lost- æti. Kaffið varð svo vinsælt, að vínframleið- endur í Frakklandi fóru að bafa áhyggjur af samkeppninni, og komu þeim orðróm á kreik, að kaffið mundi takmarka löngun manna til ásta. Aðrir töldu það kaffinu til gildis að áfengisneyzla manna minnkaði, t. d. áleit Holberg, að jafnvel þótt kaffið gerði ekk- ert annað gagn, þá hefði aukin kaffidrykkja baft minnkandi áfengisneyzlu í för ineð sér. „Nú geta konur okkar og dætur farið í 10 beimsóknir fyrir bádegi og þrátt fyrir það komið lieim ófullar“, sagði Holberg. HIJSl'II IÍYJA1V 21

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.