Húsfreyjan - 01.10.1965, Side 25

Húsfreyjan - 01.10.1965, Side 25
liefur sigið í gegn. Ekki á að hella tilbúnu kaffi úr könnunni aftur yfir baunirnar í pokanum, þá verður kaffið ekki eins sterkt. „Ótrekt“ kaffi er 10—11% sterkara en „trekt“ kaffi. En liver er skýringin á þessu? Ekki er nema lítið magn af þurrefnum í þeirn vökva, sem eftir verður í kaffikorginum, þegar búið er að hella öllu vatninu í gegn. Þegar við hellum góðu kaffi úr könnunni yfir kaffikorginn, fer vatn með litlu magni af þurrefnum niður í könnuna, en sterkt og gott kaffi verður eflir í pokanum. Reynt var að búa til 1 1 af kaffi með því að hella einum bolla af sjóðandi vatni í senn í kaffikönnuna og safna liverjum bolla af tilbúnu kaffi sér og athuga litinn á hverjum bolla fyrir sig. Það kom í ljós, að í öðrum bollanum, sem liellt var yfir kaffibaunirnar, var mest af þurrefnum. Síðan minnkaði þurrefnainnihaldið smám saman og í síðasta bollanum var ekki nema ]/3 af því þurrefnamagni sem var í öðrum bollanum. Danir komust einnig að þeirri niður- stöðu, að hagkvæmast væri að búa til kaffi í kaffikönnu með saumuðum kaffipoka eins og flestir gera. Fjórar ólíkar aðferðir voru rannsakaðar. 1. Kaffi var lagaö í kaffikönnu með kaffi- ]>oka (án j)ess að „trekkja“ kaffið). 2. Kaffi var búið til samkvæml leiðarvísi í sérstakri glerkaffikönnu með tveim gler- ílátum, hvoru vfir öðru, og kaffið látið í efra ílátið. II. Notaður var pappírskaffipoki sam- kva'int leiðarvísi. 4. Kafl'ið var lniið til í potti. Suðan látin koma upp á vatninu, potturinn tekinn al' hellunni og kaffiduftinu hrært saman við og síðan var kaffið síað gegn- um kaffipoka. Til að fá kaffi af sama styrkleika, þurfti ekki nema 47,5 g af kaffi í 1 I vatns, væri )>að búið til í kaffikönnu með kaffipoka, en 56 g væri J>að húið til í glerkaffi- könnu. 51,5 g af kaffi varð að nota, ef notaður var kaffipoki úr pappír og 54 g kaffi, ef soðið var í potti. Þess er j>ó getið, að sé vatninu liellt í pappírskaffipoka, einum holla í senn, verður útkoman j>ó svipuð og j>egar kaffi er húið til í venjulegum kaffi- poka. Ástæðan til J>ess, að meira af möluðum kaffihaunum þarf að nota, j>egar búið er til kaffi í glerkönnu en í potti, er sú, að einn bolli af góðu kaffi verður eftir í korginum. Útkoman verður betri, ef einum bolla af sjóðandi vatni er liellt yfir korginn að lok- um. Rannsóknin leiddi einnig í Ijós, að því fínna sem baunirnar eru malaðar, J>ví sterk- ara kaffi fæst úr þeim. Til að fá kaffi af sama styrkleika J>arf að nota j>risvar sinn- um meira af gróft möluðum kaffibaunum en af fínt möluðum. Ennfremur kom j>að fram, að bezt er að geyma brennt og malað kaffi í J>eim poka, sem það er keypt í, en liella því ekki yl'ir í annað ílát. F.f pokinn er ekki J>éttur er bezt að láta liann í lokaðan bauk. Ekki skal kaupa malað kaffi nema til vikunotk- unar, J>ví ekki er hægt að búa til bragðgott kaffi úr möluðum kaffibaunum, sem liafa verið geymdar í lengri tíma, nema þær séu seldar í loftlausum og þéttum umbúðum, eins og tíðkast víða erlendis. Á velmegunartímum er lítið eða ekkert notað af kaffirót eða ,,exporti“ eins og J>að var áður kallað. Kaffiverði hefur einnig verið lialdið í skefjum vegna þeirra miklu áhrifa, sem það hefur á vísitöluna. I Kvennafræðaranum er uppskrift bæði af kaffi með „exporti“ og kaffi af tómum baunum. Álítur frú Elín Briem, að eina kúffulla matskeið al' „exporti“ megi láta í staðinn fyrir þrjár kiiffullar matskeiðar af kalfi, enda kostaði kaffið á þeim dögum 1,20 kr. pundið, en hveitið ekki nema 12 aura, rúsínur 25 aura og reykti laxinn 75 aura pundið. — (Mbl. 1913). En kaffirót liefur J>urft að auglýsa til og 23 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.