Húsfreyjan - 01.10.1965, Síða 45

Húsfreyjan - 01.10.1965, Síða 45
í litla ferhyrnda dúkinn á 2. mynd er notaiV brúnt liörléreft, 35x50 sm í livern, o}j 2 m af rauðgulu skábandi. SaumaiV er í með ýmsum litbrigðum af rauðu og rauðgulu (lijörtun) og grænu (doppurn- ar) hör- eða áróragarni. Munstrið er dreg- ið upp eftir 1. mynd og yfirfært (kal- kérað) á dúkinn. Stóru hjörtun eru saumuð með varp- legg og steypilykkju. Byrjað er yzt með röð af varplegg, þá röð af steypilykkju, þá varplegg, aftur steypilykkju og varp- legg innst. Litlu lijörtun eru saumuð ut- an með varplegg og fyllt út með flatsaumi. Grænu doppurnar eru með flatsaumi. Þegar búið er að sauma í dúkinn, er klippt utan af honum þannig, að stærðin verði 30x46 sm. Þá er skábandið stangað við í vél á rétthverfunni, brotið um og lagt niður við í höndunum á rangliverf- unni. í kringlótta dúkinn á 2. mynd eru not- aðir 24x24 sm af hárauðu hörlérefti og 75 sm af samlitu skáhandi. Saumað er í með hvítu, Ijósmóleitu, ljósgráu og gráu liör- eða áróragarni. Dúkurinn er sniðinn þann- ig að liann verði hringlaga. Munstrið er teiknað eftir 3. mynd og yfirfært á dúk- inn, alls 8 munstursamstæður (16 lijörtu). Á stærri hjörtunum er yzt röð af livít- uin varplegg, í miðið röð af ljósgrárri steypilykkju með gráu afturspori og innst livítur varpleggur. Á niinni lijörtunum er Ijósgrár varpleggur yzt, þá hvítur og loks grár varpleggur, en miðjan er með ljós- móleitum flátsaumi. Þegar húið er að sauma í dúkinn, er liann bryddaður ská- bandi á sama liátt og ferhyrndi dúkurinn. Munstrið á 5. mynd iná nota á ýmsa vegu, svo sem sjá má á 4. mynd. Munstrið er teiknað eftir 5. mynd, allt eða þeir hlutar þess, sem nota á. Sauniað er í með steypilykkju og tungu- spori, en áfestingar eru í kringlóttu dopp- unni efst og neðri hjörtunum tveimur. Eru áfestingarnar saumaðar niður með tunguspori og einnig eru augun gerð með ]>ví spori. Að öðru leyti er ísaumurinn unninn með steypilykkju. m HÚSFRF.YJAN 4. mynd 43

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.