Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 5

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 5
Hvsfreyjxui Reykjavík , 4. tölublað Okt.—des. 1969 Utgefandi: Kvenfélagasamband íslands 2Q_ áraanQUr GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON: Manstu jólin gömlu, góðu? Glaðleg börn með kerti stóðu, áttu sœl á sauðskinnsskóm sálarfrið og hélgidóm. Gœfan skein í góðri birtu. Glaðst var yfir nýrri skyrtu. Allra mest þó yndið jók ofurlítil jólabók. Eitt er Ijúfast enn að muna: Inn var sett i baðstofuna, þá í hámark helgin sté, heimasmíðað jólatré. Á því tré við ekki snertum. Út frá Jjrettán fögrum kertum lagði dýrð og Ijúfan frið, Ijóssins guðspjall áttum við. Seint um kvöld var sezt að borði. Sœldarbrauð og veizluforði heimábaksturs hátíð var, hálfmáninn af öllu bar. HÚSFREYJAN 1

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.