Húsfreyjan - 01.10.1969, Side 13
hugsaði hann, eins himnarnir hefðu
opnazt.
Hann varð lostinn skelfingu og stóð
án þess að mega sig hræra og starði
móti ljósinu, sem flæddi titrandi um
hvelfinguna — og þarna — bjartari en
sjálft ljósið, fegurra en nokkuð, sem
hann hafði hugsað sér — sveif engill,
sem laut áfram á ljósbárunum og
ávarpaði hann.
Og engillinn sagði: „Verið óhræddir,
því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er
í dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta
til marks: Þér munuð sjá ungbarn reif-
að og liggjandi í jötu“.
1 næstum fimm ár hafði honum fund-
izt kvöl sín slík, að ekki yrði á bætt.
En nú varð hann einnig að bergja þenn-
an síðasta, beiska bikar, þann, að allt
væri um seinan. Nathan var dáinn og
sjálfur hafði hann afneitað Drottni
sínum.
Þá sá hann, að engillinn var ekki einn.
Með honum var fjöldi — andlitin öll
ung og fögur. En Josodad sá aðeins eitt
andlit og heyrði aðeins eina rödd í lof-
söngnum: „Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu“. Aðeins eina ástkæra
rödd.
Svo voru þeir horfnir.
Andartak stóð hann blindaður, fagn-
andi og iðrandi. 1 fimm löng ár hafði
hann syrgt, en öll þau ár hafði Nathan
hvílt ungur og fagur í náðarfaðmi
Guðs.
Hann flýtti sér að bálinu, þar sem
Ibri sat ringlaður og utan við sig.
„Ég sá ljós“, sagði hann. „Ég heyrði
raddir“. Hann virtist halda að þetta
hefði verið draumur.
„Komdu“, sagði Josodad, „við skul-
um fara til Betlehem".
Ibri var fús til þess, en Arad átti
erfitt með að vakna. Hann hugsaði með
sér, að Josodad hefði lengi verið hálf
galinn og nú virtist Ibri líka hafa feng-
ið snert af geðbilun.
S. Th. pýddi.
h*********************** *************************************
Ndmskeið fyrir leiðbeinendur
í héraðssamböndum
Á síðasta landsþingi Kvenfélagasam-
bands íslands var samþykkt að endur-
taka námskeið fyrir konur utan af landi,
sem vilja síðan taka að sér fræðslustarf-
semi fyrir félögin á sínu sambands-
svæði.
Ákveðið hefur verið að halda hálfs
mánaðar námskeið, sem hefst mánudag-
inn 16. febrúar 1970. Á námskeiðinu
verður kennt tauþrykk, kennari er
Kristín Jónsdóttir. — Sigríður Haralds-
dóttir veitir leiðsögn í námshringastarfi.
Þar að auki ýmis konar föndur o. fl„
eftir því sem tök verða á.
K.í. greiðir alla kennslu og leggur til
kennsluhúsnæði, en þátttakendur verða
að greiða allan efniskostnað, væntanlega
um 3.000,00 krónur, einnig ferðakostnað
og uppihald í Reykjavík meðan á náms-
skeiðinu stendur.
Skriflegar umsóknir berist til skrif-
stofu Kvenfélagasambandsins fyrir 15.
janúar 1970.
*******************************************************************
HÚSFREYJAN
9