Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 25

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 25
jjólcicjjajir íian cla jóÍL inu ! Hvað á ég eiginlega að gefa fólkinu í jólagjöf? Margir munu spyrja sjálfan sig þessarar spurningar, t. d. ungu stúlk- urnar, sem Iitla vinnu hafa haft í sum- ar, og búnar eru að eyða miklu af sum- arkaupinu sínu, kannski í skólaföt eða bækur — eða annað. Við vitum það með sjálfum okkur að sú gjöf, sem gleður mest, er ekki alltaf sú stærsta eða dýrasta, heldur sú sem gefandinn hefur gert að einhverju eða öllu leyti sjálfur og gefur því af glöðum og heilum huga. Margt er hægt að útbúa úr ódýrum hráefnum, og stundum er hægt að kom- ast af með afganga, sem til eru heima og að litlu gagni mundu annars verða. Hér koma nokkrar tillögur, sem gætu ef til vill orðið einhverjum að liði, enda þótt skammt sé til jóla. Það er þá fyrst hann pabbi, hann keypti sér glóðarpott (útigrill) til að hafa með í útileguna í sumar, en hann hafði enga svuntu og sletti sig auðvitað allan út við matseldina. Gróft léreft (pokaléreft) eða strigi er bezt í ,,grill- svuntu". Hann kærir sig víst ekkert um vasa eða skraut, svo að við höfum svunt- una með bandi um hálsinn og svo bundna aftur fyrir bak. Ekki sakar að láta fylgja með pottalappa eða kannski einn grillhanzka. Þá þarf að fóðra hann með þykki efni eða tvöföldu pokalérefti. Ágætt er að sauma hann saman að utan, leggja skáband yfir og stinga svo í vél. Pabbi gæti líka fengið stóran og góðan poka undir öll verkfærin, sem nauðsyn- FRAMHALD ó bls. 24. HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.