Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 28

Húsfreyjan - 01.10.1969, Page 28
leg eru í hverjum bíl. Við getum saum- að stafina hans pabba og bílnúmerið á pokann, svo að hann týnist nú síður, og kannski þarf hann þá ekki að leita að einu skrúfjárni um allt, undir sætum og aftur í skotti, það verður auðvitað allt í röð og reglu í pokanum! ■ ‘téfá WÍSÍé/Á Vv #1. wMm iW',*Æ n Af, -------- . Ci,* ' , ':í:; iv i-w » . Mamma er alltaf að týna nálunum sínum, og allir eru hræddir við að stinga sig á þeim. Þetta stafar sjálf- sagt af því, að hún á ekki nógu stóran og fallegan nálapúða. Við sníðum tvær kringlur, 12 sm í þvermál, og svo eina lengju, 4x38 sm, allt með 1 sm saum- fari. 1 aðra kringluna saumum við eitt- hvert lítið munstur, t. d. sól með lykkju- spori í ýmsum gulum og rauðum litum. Svo fyllum við púðann með bómull eða svamptætlum. Svo væri líka tilvalið að gefa henni reglulega notadrjúga hrein- gerninga-svuntu, hún er hvort sem er sífellt að taka til og gera hreint, og þá þarf hún auðvitað að hlaupa margar ferðir fram og aftur um húsið, af því að hún hefur gleymt einu hér og öðru þar. Nú getur hún haft allt sem þarf til hreingerninganna í svuntuvösunum. Við setjum vasa, mismunandi að stærð og lögun, hér og þar um alla svuntuna, sumir mættu vera úr plastefni eða fóðr- aðir með plasti fyrir raka klúta eða bursta og fægiefni, og þægilegast er að brydda þá með skábandi, áður en þeir eru stungnir fastir. Ef við viljum ráðast 1 meiri háttar hlut handa mömmu, væri gaman að fá sér strigaefni og prenta svo með taulit fallegt munstur á tehettu og bakkabönd í stíl við hana eða dúk á eldhúsborðið eða hettu yfir hrærivélina eftir vild. Þá er dálítill vandi að gleðja ömmu og afa, þótt þau geri ekki stórar kröfur til neins. Kannski vantar þau einmitt bókarmerki og gleraugnahús. Hvort tveggja má búa til úr smáleðurbút eða sauma út í hörefni, en svo þarf að fóðra þetta og sauma saman. 1 hannyrðaverzl- unum fást ofin efni, sérstaklega ætluð í bakkabönd, þau má gjarna nota í bók- armerki og kögra þá endana, eða í gler- augnahús og sauma þau þá saman í 1 yfp,„ J./1. W>''v;/?'*V-''--*-'1--*'’.

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.