Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 4

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 4
4 Jól 1997 Öí&MH soe ^ jAnstfilfjUnqHM BUnm {jUÍlUqta fila cq fatsatOat 4 kðmanbl 4tí Þökkum viáskiptin á árinu sem er að líða. NESBAKKI mn 1609 og 897 1109 Rafgeisli - Tómas Zoega Hafnarbraut 10 8 477 1 175 Ofika vrðfikffjtavinum mínum glfiðilegm jóla og farsæls komandi ars Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða Bifreiðavehkstæði Ómars Biamasonar Weskaupstað . 4r Oskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Vátryggingafélag íslands Svæðisskrifstofa Eskifirði sími 476 1272 Egilsstöðum sími 471 1975 Gleðileg jól á sameinuðu Austurlandi Þegar litið er yfir farinn veg á árinu sem nú er að líða sést í sviphendingu að Austfirðingar hafa ekki setið með hendur í skauti síðustu misserin. I mínum huga er ársuppgjörið fyrir Austur- land afskaplega jákvætt og fjórð- ungnum í hag þó satt að segja hafi ég ekki alltaf verið bjartsýnn meðan atburðir ársins voru í gerjun. Hér er ég að sjálfsögðu að vísa til þeirra sviptinga sem orðið hafa á vettvangi sveitar- stjómarmála á Héraði, miðfjörð- um og í Skaftafellssýslum. Um allt Austurland hafa menn verið að ýta út af borðinu allskyns fordómum og úreitum hugmynd- um um nágranna sína til þess að bretta upp ermar og ráðast til atlögu við úrlausnarefnin í stærri og sterkari einingum. Það sem er sérstaklega ánægjulegt í þessari þróun er að víðast hvar hafa íbúar Austurlands tekið afgerandi afstöðu í atkvæðagreiðslum, gegn aðgerðaleysi og með framfara- hyggju. Einn og einn maður lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að honum þætti það allt í lagi þótt fólk flýði í stórum stíl blómlegar byggðir. Þeir sáu enga ástæðu til sameiningar. Það er hins vegar mat meirihluta Austfirðinga að það sé ekki í lagi að byggðimar rými frá ári til árs og því sé ástæða til að bregðst við. Það finnst mér niðurstaða sem ber vott um kjark og vilja til að takast á við vanda- málin en flýja þau ekki. Nýbirt skýrsla sem Stefán Olafsson prófessor hefur unnið fyrir Byggðastofnun staðfestir það sem lengi hefur verið vitað að Islendingar hafa streymt til höfuðborgarinnar í 40 ár og fátt bendir til þess að sá straumur sé að stöðvast. Spákaupmenn á suðvesturhominu keppast nú við að reisa verslunarhallir fyrir fyrrverandi landsbyggðarfólk að versla í og fasteignamarkaðurinn býr sig undir þenslu. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þótt fólk flytji og hverjum og einum er frjálst að velja sér stað til búsetu. Það skiptir þó, að mínu mati, miklu máli hver ástæða flutninganna er. Væringar í aust- firskum sveitarstjómarmálum á líðandi stund tek ég sem vitnis- burð um að íbúar svæðisins hafi uppgötvað þá staðreynd að örlög þess eru í þeirra höndum. Búseturöskunin er ekki náttúmlögmál sem fólk verður að sætta sig við. Það er hægt að grípa til aðgerða. Það má jafnvel breyta grónu kerfi í þeirri von að breytingamar reynist heilladrjúgar. A komandi ári verður mikið að gera hjá Austfirðingum við að útfæra þær breytingar sem þeir hafa samþykkt að ráðast í. Miklu skiptir hvemig sú vinna gengur en eins og þráfaldlega hefur verið bent á þá koma framfarir ekki sjálfkrafa í kjölfar samein- inga. Það þarf að búa til nýtt kerfi og til þess að einhver ávinningur verði þarf það kerfi að vinna betur en þau sem fyrir em. Hér eru nýjungar á ferðinni og þarf að svara mörgum spumingum sem aldrei hefur áður verið spurt. Sá mikli stuðningur sem sameiningartillögur hafa fengið í atkvæðagreiðslum gefur vissu- lega ástæðu til bjartsýni og á eftir að reynast sveitarstjómar- fólkinu ómetanleg hjálparhella í erfiðri, en jafnframt spennandi, vinnu sem nú fer í hönd. Desember hjá vikublaðinu Austurlandi Ég hef oft hugsað til fyrrver- andi samstarfsfólks á blaðinu að undanförnu. Síðustu tvö árin hef ég tekið þátt í öllum þeim hasar sem fylgir því að setja saman stórt og mikið jólablað auk ýmissar annarrar vinnu sem kemur upp í útgáfunni í desember. Vinnudag- arnir hafa oft orðið æði langir, stundum vegna þess að við höf- um verið að reyna eitthvað nýtt, en ekki síður vegna þess að í aðdraganda jóla eiga margir Austfirðingar erindi við sína fjölmiðla. Auglýsendur þurfa að koma áríðandi boðum til við- skiptavina, rithöfundar og bóka- útgefendur vilja upplýsa blaða- menn um bækur sínar og penna- liprir velunnarar og ljósmyndarar vilja gauka efni að blaðinu, svo eitthvað sé nefnt. I margri vinnu er einmitt oft skemmtilegast þegar álagið er mest og mér finnst það eiga við um jólamán- uðinn hjá Austurlandi. Minningar síðustu tveggja des- embermánaða snúast fyrst og fremst um veðurblíðu og skemmti- leg samskipti við skemmtilegt fólk. Þetta er sjálfsagt að ein- hverju leyti blekking en að öðru leyti staðreynd. Þótt það hafi sumpart verið erfitt að búa á Egilsstöðum og vinna í Nes- kaupstað hafði það líka mjög skemmtilega kosti. Mig langar að ljúka þessari hugvekju í lok árs með því að deila þeirri reynslu með lesendum, sem nú eru flestir íbúar sveitarfélaga sem eru að fara út í vinnu við að útfæra samþykktar skipulags- breytingar. Flökkuaustfirðingurinn Mér fannst ég alltaf vera svo- lítið sér á báti í sameiningarum- ræðunni þegar hún stóð sem hæst. Það var einna helst þegar ég ræddi við aðra svona flökku- austfirðinga að ég finndi virki- lega samhljóm við mínar hug- myndir og tilfinningar í þessum málum. Þá á ég við fólk eins og Einar Má Sigurðarson, Helgu Hreinsdóttur og piltana á Þró- unarstofu Austurlands en þetta fólk gerir það sem ég gerði, að vinna út um allan fjórðung. Þannig var það þegar ég lagði af stað í vinnuna frá heimili mínu á Egilsstöðum að ég sinnti e.t.v. einhverjum erindum þar. Síðan fór ég á Reyðarfjörð og tók kannski eina eða tvær myndi þar, keypti mér hádegisverð á sjoppu og hélt svo áfram á Eskifjörð. Stundum hringdi Elma (sem er blaðamaður á Austurlandi ef ein- hver veit það ekki) meðan ég var á leiðinni og stakk upp á að ég hitti mann að máli á Eskifirði eða sinnti einhverju erindi þar. Þegar svo á Neskaupstað var komið fannst mér ég ekki enn vera farinn að heiman en vera löngu kominn í vinnuna. Á Hér- aði var ég Norðfirðingur og Norðfirðingar stríddu mér á að vera Héraðsmaður. Sjálfum leið mér eins og Austfirðingi. Þessi reynsla hefur líklega gert það að verkum að mér gekk aldrei vel að skilja málflutning þeirra sem tjáðu sig um samein- ingarmál og töluðu um hags- muni einstakra byggðarlaga sem andstæða við hagsmuni þess næsta. Hugmyndir um að eitt sveitarfélag „gleypi” önnur fannst mér alltaf gjörsamlega innantómar þar sameiningarhug- myndin snerist einmitt um að nýta styrkleika hvers staðar, heildinni til heilla. Heildin er allt Austurland og því fannst mér alltaf miður þegar sameiningar- sinnar voru að nota sem röksemd að firðirnir þyrftu að sameinast - gegn Héraðinu. Vinsamleg og lipur samskipti milli sveitarfél- aga verða áfram mikilvæg þótt einingarnar stækki. Því á ekki að ala á fomum kala sem á sér rætur í einhverju sem hefur ekkert með daglegan veruleika Austfirðinga í dag að gera. Austfirðingar eiga allir að leggja sitt af mörkum til að fjórðungurinn verði enn betri staður að búa á. Að hugsa það dæmi í einstökum fjörðum og víkum er einfaldlega ekki rétt hugsun. Austurland þarf að mynda sterka heild og því betur sem sú myndun tekst þeim mun betur reiðir einstökum hlutum hennar af. Með kærri jólakveðju, von og vissu um heilladrjúgt nýtt ár á

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.