Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 31

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 31
Jól 1997 31 Vattamesi við Reyðarfjörð komst í tæri við, eftir sögn hans sjálfs. „Eitt kvöld á útmánuðum var Ulfar að smala fénu heim. Hljóp það upp úr fjörunni saman í hnapp, er hann hóaði, og hélt hópurinn af stað heim á leið. Sýndist honum þá að ein kind hefði orðið eftir nokkru innar í fjörunni, og sneri þangað til þess að sækja hana. En er hann kom nærri, sér hann að þetta er ekki kind, heldur eitthvert dýr, sem engu er líkt, er hann hefur áður séð. Þama var það að snuðra í flæðarmálinu, og heyrðist honum hringla í því, er það hreyfði sig. Þótti honum óvarlegt að koma nærri þessari skepnu, því hvorki hafði hann byssu eða staf til þess að verja sig með, ef á þyrfti að halda. Ekki var þó dýr þetta stærra en fullorðin kind, en gildvaxnara og lágfættara, dökk- brúnt á lit, og ljósir flekkir hér og þar. Hausinn gat hann ekki séð greinilega, því það leit ekki upp, og virtist ekki verða hans vart. Það sá hann þó að löng trjóna var fram úr hausnum og skein í hvítar tennur." í annað sinn var Ulfar á rjúpnaveiðum um miðja vegu milli Vattames og Kolmúla. Sér hann þá einhverja skepnu koma hlaupandi frá fjallsrótum, og stefna beint til sjávar. Fór hún framhjá honum á stuttu færi (10- 15 föðmum) og stökk hiklaust fram af sjávarbakkanum. Sá Ulfar að það var hvorki hundur né kind. „Það var álíka stórt og haust- lamb eða stór hundur, fætumir stuttir, og sýndist kviðurinn drag- ast við jörð. Hausinn var lítill, en allöng trjóna fram úr honum, og var opinn kjafturinn, en ekki gaf það hljóð frá sér. Það var grá- brúnt að lit og skottlaust." Afi Úlfars, Sturla Jónsson, sem var bóndi á Vattarnesi um og eftir miðja 19. öld, lenti í kast við „sjóskrímsli" í Staðar- og Vattamesskriðum, sem eru utan á nesinu milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.Engin lýsing er gefin á því, en með hliðsjón af öðmm sögum er hugsanlegt að um otur hafi verið að ræða. Úr Stöðvarfírði Stöð-Flautagerði: / Grímu hinni nýju, 3. bindi, bls. 217-18 er saga sem heitir „Arnoddar- urð“, eftir handriti Einþórs Stef- ánssonar frá Mýrum, um 1935. (Heimildarmenn em Ami Jóns- son og Elínbjörg Einarsdóttir, er bjuggu í Flautagerði um það bil sem þetta gerðist). Segir þar frá Arnoddi, gömlum manni, er var hjá séra Guttormi Guttormssyni í Stöð. Haustið 1877, að kvöldlagi, var Arnoddur gamli sendur út í bátanaust staðarins, sem er við fjarðarbotninn niður undan Flautagerði, að sækja einhverja pinkla sem þar höfðu orðið eftir. Hann kom ekki heim um kvöldið, og héldu menn að hann hefði gist í Flautagerði. Daginn eftir var sent þangað, og hafði Amoddur þá ekki komið þar. A heimleið fundu leitarmenn „ræfil af Amoddi, eða bein hans; lágu þau víðs vegar, og var líkast sem holdið hefði verið rifið af þeim. Eitthvað var þar af fötum hans, rifnum, og sömuleiðis vom þar pinklar þeir, sem hann hafði verið sendur eftir. Urðin, þar sem leifar Arnodds fundust, hefír síðan verið kölluð Arnoddarurð. Okennt dýr hafði Jólatrésskemmtun Jólatrésskemmtun Kvenfélagslns Nönnu verður haldin í Egilsbúð laugardaginn 28. desember 1997 Kl.15.30. Miðaverð fyrir börn kr. 300,-. Engin aðgangseyrir fyrir fullorðna og fylgdarmenn. stundum sézt á þessum stöðvum; var það talið vera sjóskrímsli, og var því kennt um dauða Amodds. Sást það síðar við og við..“ Haustið 1883 var maður, Jón að nafni, sendur frá Kirkjubóls- seli að Stöð, til að sækja meðul til Jóns Austmanns, er þar var prestur (1882-87). Á heimleið varð Jón fyrir árás dýrs, skammt frá naustinu fyrrnefnda. Réðist það aftan að honum og reif föt hans,en hann hljóp upp eftir lækjargili með smáfossum, og komst undan því. Myrkur var og sá hann ekki lögun dýrsins. Enn er talið að dýr þetta hafi sést á gamlárskvöld árið 1889, nálægt býlinu Flautagerði, og rak það upp dimmt gól. Því er heldur ekki lýst, og verður ekkert sagt um þessi dýr, enda eru sagnir af því næsta ævintýralegar. Úr Hornafirði „Sæoturinn hjá Horni“: í bókinni Skruddu, sem Ragnar Ásgeirsson hefur fært í letur (2. bindi, Rvík 1972) er eftirfarandi frásögn: „Á Horni í Hornafirði hagar þannig til, að sker eru mjög ná- lægt landi. Em þar selalátur, og hafa þaðan fengizt allmargir kópar árlega. Munaði Hornbræð- ur allmikið um þau hlunnindi, því selskinn hafa lengi verið í háu verði. Eg held það hafi verið um 1920, að bræðurnir á Homi fóru að taka eftir því, að dauða kópa rak á fjörurnar í nánd við skerin. Voru þeir flestir bitnir á hálsi, jafnvel hauslausir, og þótti sjá merki þess að sogið hefði verið úr þeim blóðið... En það kom ekki fyrir að fullorðnir selir fyndust drepnir á þennan hátt. Þá bar það við einn dag, þegar gengið var á fjörumar frá Horni, að maður sá dýr eitt þar í sand- inum. Var það ekki stórt, en fram- lágt, og sverara að aftan. Hljóp það til sjávar og kafaði, og var þegar á bak og burt. Kópadrápið hélt áfram, og eftir að Homs- menn höfðu séð hið áðumefnda dýr í sandinum, fylgdust þeir betur með landskerjunum en áður, og það kom fyrir að þeir sáu dýr þetta hlaupa um skerin og berjast þar við kæpurnar, sem virtust reyna að verja kópa sína fyrir því, en árangurslaust. Þá kom það einnig fyrir á þessu sama tímabili, að sjómenn, sem sigldu um Homafjarðarós, sáu þar ókennilegt dýr synda í miðj- um ósnum. Ekki sáu þeir lögun þess, en töldu að höfuð þess hefði verið á stærð við hunds- haus....Þegar menn eystra ræða sín á milli um þennan vágest... tala þeir jafnan um hann sem sæoturinn á Horni.“ Ragnar segir að eftir þetta hafi selurinn næstum horfið af skerjunum við Horn, og sömu- leiðis fyrir austan Homið, hjá Pap- ósi, en ekkert var gert til að fá þetta fyrirbæri rannsakað af kunn- áttumönnum. Nú hefur selnum aftur fjölgað á þessum skerjum. Dýrið í Baulutjörn á Mýrum: Benedikt Bjarnason frá Tjörn (áður Kumli) á Mýrum í Horna- firði, nú búsettur á Höfn, sá eitt sinn einkennilegt dýr í svonefndri Baulutjörn, sem er skammt frá Djúpárósi, þar sem hann fellur í Hornafjarðarfljót. Það hefur lík- lega verið á árununt 1920-30. Hann var staddur með fleiri strákum við tjörnina. Voru þeir að gá að silungum í henni og stappa á bakkana. Allt í einu sáu þeir dýr eitt einkennilegt reka hausinn upp úr vatninu, og einblíndi það á þá um stund. Sýndist þeim hausinn á því líkjast kattarhöfði, og segist Benedikt síðar hafa séð mynd af svipuðu dýri í dönskum „dýra- atlas", en þar hafi það verið nefnt „vandkat" [líklega dýr af víslu- kyni, skylt mink]. Munnleg heimild: Sigurður Björnsson, Kvískerjum, 24. nóv. 1991. Lokaorð Þó að ýmislegt kunni að vera málum blandað í þessum sögn- urn, sérstaklega þeim eldri, er varla nokkur vafi á því, að eitt- hvert ókennt dýr sem líkist otri, hafi sést mörgum sinnum á Aust- urlandi, eins og víðar um land. Til eru þeir sem halda, að þetta muni hafa verið hundar, kettir, minkar, tófur eða selir, sem geti verið torkennileg við vissar að- stæður, einkanlega í myrkri, og reyndar kemur það fram í sum- um sögunum, að menn héldu dýrin vera hunda, en komust svo að raun um annað. Minkar voru ekki fluttir hingað til lands fyrr en 1931, og til Austurlands komu þeir ekki svo vitað sé fyrr en 1957, og í Homafjörð um 1970. Þeim er því varla til að dreifa í þessu sambandi. Varðandi seladrápið á Homi hafa dýrafræðingar getið sér til um útselsbrimla, sem eiga það til að stýfa hausinn af selkópum, en útselir eru mjög fátíðir við Austurland. Úr Vestur-Skafta- fellsýslu eru þekktar sagnir um viðureign manna við „otra“ upp á líf og dauða, er stemma við sagnirnar af Seyðisfirði, úr Vattarnesskriðum og Stöðvar- firði, sem vissulega verða að telj- ast ólíklegar, hvað varðar hegð- un otursins erlendis. Ein tilgáta er að stórir hundar kunni að hafa komist á land úr erlendum skip- um og orðið mannskæðir, og sama getur hugsast með önnur dýr, sem flutt voru milli landa á skip- um. Úr þessu verður ekki skorið svo ótvírætt megi teljast, fyrr en hægt er að veiða otur á íslandi og færa dýrafræðingum til skoð- unar. Gæti það verið athugandi fyrir áhugasama veiðimenn. 05hum /lusfíipöingum og öðrum viðshipfavinum ohhar gleðilegra jóla og íarsazls nýárs vlÖshlpíln ú árinu sem cr aö líöa Viggó F Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.