Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 11
Jól 1997
11
þar sem vér fyrir örlyndi
kostnaðarmanns blaðsins getum
eingöngu gefið oss að því; og
cetti bœði ritstjórn og útsending
að veita oss léttar, þar sem vér
áður í mörg ár höjum haldið út
blaði og eigum enn marga góða
styrktar- og samvinnumenn,
bœði hér á landi og erlendis
Austri virðist hafa náð mikilli
útbreiðslu þegar í upphafi og
kemur fram í blaðinu síðla árs
1891 að áskrifendur séu þá þegar
orðnir á tólfta hundrað.
í bókinni Af sjónarhrauni
eftir Eirík Sigurðsson segir að
Austri undir ritstjórn Skapta hafi
verið gott fréttablað. Þar voru
rædd mörg nauðsynjamál, t.d.
samgöngumál og í blaðinu birt-
ust meðal annars, auk samgöng-
umála, greinar um jafnrétti kvenna,
síldveiðar, þingmál, bækur og
Vesturheimsferðir. I Austra birt-
ist einnig áskorun um stofnun
Háskóla á Islandi. Þá beitti
Skafti sér fyrir stofnun bóka-
safns á Seyðisfirði.
E.S. segir ennfremur:
„Það mun almennt álitið, að
þessi austfirsku blöð hafi gert
mikið gagn, vakið fólkið til um-
hugsunar um almenn mál og
greitt fyrir framförum á Austur-
landi. Austri leysti þar eflaust
mikilvœgt hlutverk afhendi”
Austri var umsvifamikið og
áhrifamikið blað og naut þess
framan af að það var gefið út á
einhverju mesta framfaraskeiði
Austfjarða. Auglýsingar voru
miklufleiri en verið höfðu í Skuld
ogfyrri Austra og komþað blað-
inu vitanlega til góða. Vanskil
kaupenda virðast hins vegar
hafa verið sama vandamál hjá
Austra og þeim blöðum sem áður
höfðu komið út í fjórðungnum.
“Og slík vangreiðsla”, segir
Skapti Jósepsson í grein sem
hann ritaði um þessi mál,
“hlýtur að draga mjög bœði
áhuga og krapt ritstjórans frá
því að gjöra blað sitt svo
fullkomlega úr garði sem hœgt
vœri, ef allir kaupendur vœru
skilvísir”.
Fyrri heimstyrjöldin varð
blaðinu mjög erfið og vegna þess
stóð blaðið orðið höllum fæti Ijár-
hagslega. Ugefendur höfðu hrein-
lega ekki ráð á því að hafa laun-
aðan ritstjóra í starfi við blaðið
og er erfiðleikum þess vel lýst í
grein sem birtist í Austra 12. maí
1917. Þar segir meðal annars:
„Dýrtíðin fer dagversnandi,
og ekki sést rofa úr henni enn.
Blöðunum er hún banvæn, engu
síður en öðru, sem mennskir
menn hafa nú með höndum.
Síðan dýrtíðin hófst hefir
pappírsverð fjórfaldast og prent-
unarkostnaður tvöfaldast. Eng-
inn veit nema þessir kostnaðar-
liðir aukist og margfaldist enn.
Horfur á að svo verði.
A hinn bóginn hefir einn
aðaltekjuliður blaðanna rýrnað
mjög: auglýsingatekjumar. Veldur
því hin afskaplega samgöngu- og
verzlunarteppa. Lítið til að augl-
ýsa og verzlunin heft með öðrum
hœtti. Öllum má því vera það
Ijóst, að örðugleikar á útgáfu
blaða sœta ódæmum. Þau geta
alls ekki komið út með sama
hœtti og áður“.
I lok þessa árs var sýnt hvert
stefndi. Blaðið birtir grein frá
ritnefndinni 22. desember þar
sem hún tjáir lesendum að Austri
endi göngu sína í lok ársins.
Verðhækkunum, styrjaldarböh
BÚSETI
Til sölu er búseturéttur að
Sæbakka 28 b Neskaupstað
Upplýsingar fást hjá Magnúsi
í síma 477 1700
föBpnnnnnl
AUSTFJARDALEID 9 H1)
—Li@_----------(®>_Eu
fpMnllflh
ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR
GLEÐILEGRA JÓLA
0G FARSmS KOMANDIÁRS
PÖKKUM VIÐSKIPTIN Á
ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
Itt fc viku taimt.
irgvílfcr. Uorsi*t ’yrir
' júli <*rl«n4t« 4 kr.
boryitt fjrirfraiu).
BJARKI
10 »a. Htv
•o; mikili •ftliltar .1
oít «r •usWit. Ujjp-
*%« afcrið. fjrrir l.okt
Sf'ybúfirfei 9. Október
189«.
]>eirra Mmlendir. og hann þjkiil okki f*r* inoí noitt
oflútángs hjal J»ó bann lofi þrí utn útlond tiðindi að
í Undssýn.
Kei, fcjer tekst J.að aldrci a» gcra mjcr gcig
Að ofan: Haus fyrsta tölublaðs vikublaðsins Austra sem kom út 10.
ágúst 1891. Að neðan haus: 1. tbl. Bjarkafrá 9. október 1896.
og óskilvísi kaupenda er kennt
um hvernig komið er fyrir
blaðinu. Síðasta tölublað Austra
kom út á gamlársdag 1917.
BJARKI - í pólitískri
andstöðu við Austra
Um 1895 var Skafti ritstjóri
Austra kominn í andstöðu í
stjómmálum við ýmsa ráðamenn
á Seyðisfirði. Varð það til þess
að þeir fóm að safna fé fyrir út-
gáfu á nýju blaði í andstöðu við
Austra. Þessir menn hófu útgáfu
Bjarka árið 1896 undir ritstjóm
Þorsteins Erlingssonar skálds.
Fyrsta blað Bjarka kom út 9.
okt. 1896. í fyrsta blaði Bjarka er
einhverskonar stefnuskrá blaðs-
ins. Þar lofar Þorsteinn miklu af
útlendum fréttum. Síðan segir
hann:
“Það yrði of langt mál að
telja öll þau mál sem Bjarki œtl-
ar sér að leggja orð í, svo sem
samgöngumál, viðskiptainál, stjóm-
mál, öreigamál, menntamál,
bindindismál og margtfleira".
Um þetta leyti var fyrsta
verkalýðsfélag landsins, Verka-
mannafélag Seyðisfjarðar stofn-
að og er ljóst að Þorsteinn, sem
studdi þessi samtök drengilega
hefur átt sinn þátt í að þau voru
stofnuð. Þorsteinn barðist einnig
fyrir ýmsum málum, t.d. vildi
hann fá sæsíma til landsins, vildi
fá Lagarfljótsbrú brúaða o.fl.
Fljótlega hófust harðar deilur
á milli Austra og Bjarka og vönd-
uðu ritstjórarnir hvor öðrum ekki
kveðjurnar. Sem lítið dæmi um
þessi skrif skal hér birt orðrétt
stutt klausa um Bjarka sem
birtist í Austra 20. janúar 1898:
„Bjarki garmurinn hefir frá
því fyrsta verið mesta afstyrmi,
og liðið af andlegri
rýrnunarsótt, og með aldrinum
hefir sóttin alltaf elnað. Dýpra
og dýpra hefir hann sokkið.
Aumingjalegri, fyrirlitlegri og
svívirðilegri hefir hann viku ept-
ir viku komið fráfóstra sínum og
nú síðast virðist hann vera kominn
á “óráðs-stigið ", og mun hann þá
vera langt leiddur. Rœfils
Bjarki! Veslings ritstjórinn! “
Þorsteinn Erlingsson var rit-
stjóri Bjarka frá upphafi til árs-
loka 1899 en næsta ár varð Þor-
steinn skáld Gíslason meðrit-
stjóri hans. I lok aldamótaársins
lét Þorsteinn Erlingsson af störf-
um við blaðið og fluttist vestur á
Bíldudal þar sem hann tók við
ritstjórn blaðsins Arnfirðings.
Þegar Þorsteinn flutti vestur á
firði tók nafni hans Gíslason
einn við ritstjóm Bjarka.
Það er af blaðinu Bjarka að
segja að útgáfa þess gekk ekki of
vel fjárhagslega og aðeins komu
út fjögur tölublöð af blaðinu á
árinu 1904.
Lokaorð
Það má ljóst vera að engin
leið er að gera sögu austfirskra
fjölmiðla fulla skil hér. Hlaupið
hefur verið á hundavaði yfir brot
úr sögunni og ljóst að mörgu
þurfti að sleppa sem gaman hefði
verið að segja frá. Ég vil að
lokum benda á að mjög stór hluti
þessarar greinar er unninn upp úr
bók Smára Geirssonar, Frá
eldsmíði til eleksírs þar sem
farið er yfir sögu prentlistar hér
fyrir austan. Þar sem prentlist og
blaðaútgáfa tengjast óneitanlega
var bókin mér ómetanleg hjálp.
Melabúðin óekar Morðfirðingiim
| svo og londemönnum öllum
gleðilegro iólo og farsældar
á komondi ári
Þökkum vlðekiptín
á áiirm sem
ei að líða
m 477 1301 09 477 1185