Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 32

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 32
32 Jól 1997 Dugga frönsk og framboðsfundir I bók Vilhjálms Hjálmars- sonar Dugga frönsk og fram- boðsfundir er eftirfarandi frá- sögn af framboðsfundum á Aust- urlandi, birt með leyfi höfundar: Séra Pétur var engum líkur Enda þótt ég viti vel að skrifað mál hrekkur skammt til að lýsa atburðum þar sem hughrif stundarinnar eru alls ráð- andi ætla ég að tilfæra hér nokkur orðaskipti frá framboðs- fundum í Suður-Múlasýslu 1949. Öll tengjast þau sér Pétri í Vallanesi, orðum hans og atferli á þessum sérkennilegu sam- fundum. A fundinum í Neskaupstað sló í brýnu með Lúðvík og Eysteini sem vænta mátti. Sér Pétur gat þá ekki alveg setið hjá. Lúðvík sagði einu “rök” Ey- steins í utanríkismálum væru þau að hann (Lúðvík) gæti orðið ágætur hreppsnefndarmaður austur í Kákasus. Eysteinn: “Ég sagði sæmi- legur” Séra Pétur: “Væri það ekki góð atvinna?” Allir fóru að hlæja. Litlu seinna var Lúðvík aftur kominn á fullt. Eysteinn gekk um gólf og greip fram í. Lúðvík svaraði kalt og kenndi óþolin- mæði í röddinni: “Já, Eysteinn, þér þýðir ekki að stjákla svona eins og kýr með kálfsótt!” Verslunin Kristal og hársnyrtistofa Maríu óska Norðfirðingum og öðrum Austfirðingum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Verslunin Kristal llafnarbraut 3 - Neskaupstað 8 477 1850 Ekki blandaði prestur sér í þessi orðaskipti. En á leiðinni til Mjóafjarðar sagði hann okkur að sig hefði langað til að bæta við: “Maður má þá kannski eiga von á ábrystum!” Ræður Eysteins sluppu ekki heldur ófleygaðar á fundinum á Norðfirði. Það var háttur prests á fundunum að “láta sig falla í djúpt hvíldarástand’’ eins og hann orðaði það. Sáu áheyrendur þá ekki betur en hann svæfi. Eysteinn byrjar nú ræðu sína og einhendir sér í slaginn við Lúðvík Þegar hæst fer fram réttir klerkur sig í seti, hvessir sjónir og skimar í kringum sig: “Hvers lags hávaði er þetta um miðja nótt? Maður getur ekki einu sinni sofið”. Ekki var þetta nú sérlega frumlegur texti. En hann hafði sín áhrif. Hláturinn dunaði og Eysteinn varð að byrja að nýju úttekt sína á Lúðvik og liðsmönnum hans. Séra Pétur eyddi ekki miklu púðri í hina minni spámenn. Alþýðuflokkurinn átti ekki mikið fylgi í sýslunni. Notaði prestur tækifærið til að minna á það þegar Jón P. beitti samlíkingunni kunnu um Múhameð og fjallið í ræðu sinni. Þá skaut prestur - í afar neyðarlegri tóntegund: “Alþýðuflokkurinn er nú ekkert fjall!” Öðru sinni, eftir að hafa vikið nokkrum orðum að þessum frambjóðanda í ræðu, stakk séra Pétur við fótum og sagði: “Annars má Jón Emils vita að sá maður sem hlaðið hefur byssu sína með rennilóðum hann miðar á gæsir en ekki grátittlinga!” Eftir það sneri hann máli sínu til Eysteins sem einnig fékk sinn skammt af frammíköllum: Eysteinn sagði: “Séra Pétur talar um ósam- komulag í öðrum flokkum. Hann ætti að líta sér nær. Hvernig er ástandið í hans pólitíska heim- kynni? - Hann ætti að tala á milli hjónanna á sjálfu prestsetrinu!” Svarið kom á augabragði: Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Séra Pétur Magnússon. Myndin er ein þeirra fjölmörgu sem prýða bókina. “Það heyrir nú undir kirkju- málaráðherra!” Hér munaði litlu. Eysteinn var þá ráðherra kirkjumála. En biskup átti að lögum að reyna sættir ef kastaðist í kekki með prestshjónum. Þetta vissi prest- ur. En hann vissi líka að innlegg sitt mundi hitta í mark sem það vissulega gerði - hláturinn kvað við! Öðru sinni vék Eysteinn að Sjálfstæðisflokknum og fjár- málastefnu hans og fullyrti: “Hagfræðikenningar sjálf- stæðismanna eru hvorki fugl né fiskur!” Prestur svara þegar - með gagnályktun: “Ég hugsa að þú yrðir jafnónýtur í lofti sem legi!” Af undirtektunum hefði mátt ætla að allur þingheimur væri presti hjartanlega sammála! ■ ■■I ■ ■■I «■«1 Q? HJÓLbAKOAnJONJSIA V Eyrargata 9 - 477 11C9 - GLEÐILEa JÓL ■ aoTi oa FAEBÆLT KOMANDI ÁE ÞÖKKUM VlÐSKIPTIN Á ÁKINU SEM m AB ÚB A SaínastoTnun JTustorlands Óshum fTusfíirðingum öllum gleðilegra jóla og Tarsældar á homandi ári k , Mt- Oshum viðshipfavinum ohhar gleðilegra jola og íarsazldar á nýju ári. iísinn bílasala Lagarbrauf 4 Egilssföðum sími 471 2022

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.