Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 22

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 22
22 Jól 1997 Glæsileg afmælishátíð Síldarvinnslunnar hf. Sfldarvinnslan hf. hélt upp á 40 ára afmæli sitt og aðra merka atburði í starfi fyrirtækisins þann 11. desember s.l. og var mikið um dýrðir í Neskaupstað. I fyrsta lagi fögnuðu menn því að nýtt fiskiðjuver var formlega tekið í notkun en tveir áratugir eru síðan nýtt frystihús var tekið í notkun á Islandi. I öðru lagi var því fagnað að 175.000 lestir af loðnu, síld og kolmunna hafa verið bræddar í loðnubræðslu fyrirtækisins á þessu ári. I þriðja lagi var því fagnað að aflaskipið Beitir hefur sett nýtt aflamet, en afli Beitis á árinu nálgast nú 60.000 lestir og að sjálfsögðu var því fagnað að 40 ár voru liðin frá stofnun fyrirtækisins. Afmælisveislan var haldin í íþróttahúsinu og voru um 650 gestir þar saman komnir og hefði verið pláss fyrir fleiri. Þetta er langstærsta samkoma sem haldin hefur verið innandyra í Neskaupstað til þessa og óvíst að þær gerist stærri á þessari öld. Borð svignuðu undan gómsætum mat, þjóðkunnir listamenn og heimamenn komu fram og að lokum var dansað. Þessar myndir voru teknar við vígslu fiskiðjuversisins (as) og í veislunni í íþróttahúsinu (eg). Hörður Hinriksson, Víglundur Gunnarson og Sigurjón Bader höfðu sitthvað um að tala - eða hlœja.. Fyrir aftan: Sólveig Einarsdóttir, Rósa Skarphéðinsdóttir, Kittý Óskarsdóttir, Maren Armannsdóttir, Ómar Skarphéðinsson og Sigurjón Sigurðsson. Fyrrverandiframkvœmdastjórarnir tveir, Jóhann Kr. Sigurðsson og Ólafur Gunnarsson, höfðu margt um að spjalla. Guðbjörg Þórisdóttir klippir á borðann sem gefur til kynna að nýtt fiskiðjuver hafi verið tekið formlega í notkun. Við hlið hennar er Svanbjörn Stefánsson framleiðslustjóri SVN. Diddú fór á kostum. Haraldur Jörgensen, verkstjóri, Jón Már Jónsson, verksmiðjustjóri og Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri, fengu allir viðurkenningu fyrir frammúrskarandi árangur í störfum. Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri lengst til hœgri. Margir góðir gestir voru viðstaddir vígslu nýja fiskiðjuversins.Nýtt frystihús hefiir ekki verið tekið í notkun á Islandi í um tvo áratugi. Halldór Ásgrimsson fyrsti þing- maður Austurlands og utan- ríkisráðherra í rœðustól. Finnbogi Jónsson, k\’œmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf, í rœðustól. Bjarni Jónsson og Hulda Kjörenberg Ekki er annað að sjá en Halldór Þorbergsson, Valgerður Jónsdóttir og Borghildur Traustadóttir skemmti sér vel. Beitismenn og konur voru ánœgð með matinn og kvöldið í heild

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.