Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 25

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 25
Jól 1997 25 UTKALL TF-LIF SEXTÍU MENN í LÍFSHÆTTU í nýrri Útkallsbók Óttars Sveinssonar lýsa hátt í þrjátíu viðmælendur hans fjórum mögn- uðum atburðum þar sem um sex tugir manna lenda í bráðri lífs- hættu. Greint er frá ótrúlegum staðreyndum sem ekki hafa komið fram opinberlega fyrr. Sagt er frá sjávarháska og björg- unaraðgerðum tengdum Vikar- tindi, varðskipinu Ægi, Dísar- felli og Þorsteini GK. Einnig segir Einar Agústsson frá baráttu sinni við dauðann í frumskógi í Gvatemala. Við grípum niður í aðra frá- sögn bókarinnar, þegar Dísarfell er um það bil að sökkva: Steinn stýrimaður horfði á félaga sína þar sem þeir voru famir að fikra sig niður með síðunni eftir spotta sem hékk niður úr landganginum. Dísar- fellið var nánast komið á hliðina. Steinn var að fara að stökkva í sjóinn: „Þar sem skipið var stórt ein- beitti ég mér að því að stökkva nógu langt frá því til að lenda ekki á skrúfunni og stýrinu sem var langt fyrir neðan. Ég heyrði skyndilega að alda var að skella á okkur. Ég kallaði upp til að vara menn við. Fyrst hélt ég að þetta væri bara gusa sem við gætum staðið af okkur. En það var öðru nær. Okkur var að skola fyrir borð. Við hentumst frá skipinu. Það var eins og saltur sjórinn keyrði mig niður og þrýsti mér á bóla- kaf. Þegar krafturinn frá öldunni þvarr reyndi ég að synda upp á yfirborðið. Ég synti upp, lengi, lengi. Þetta ætlaði aldrei að taka enda. Ég saup sjó með ægilegri ónotatilfinningu. „Ætla ég aldrei að komast upp á yfirborðið?" hugsaði ég. „Ekki núna. Það er ekki rétt- ur tími til að yfirgefa þennan heim. Ég á konu og þijá unga stráka heima. Ég ætla ekki að fara frá þeim. Það greip mig örvænting. En ég ætlaði ekki að gefast upp.“ Eilífðartíma í kafí Karl skipstjóri sá nú sitt óvænna: „Allt í einu heyrði ég mikinn hvin. Ég fann að skipinu var að hvolfa. „Strákar, ég held að hann sé að fara yfir!“ öskraði ég án þess að vita hvort nokkur maður heyrði í mér. Páll var lagður af stað til strákanna. Nú skipti þetta engum togum. Straumurinn kom fyrir hornið og kippti undan mér fótunum. Ég fór á bólakaf og missti sjónar á Páli. Nú lamdist ég og djöflaðist allur utan í rekk- verk og þil. Aldan sem tók mig kom mér á óvart. Þetta var eins og að lenda í snjóflóði. Enginn ótti greip mig en ég hugsaði: „Ef höfuðið á þér lendir utan í ertu búinn að vera.“ Ég greip um höfuðið. Allt í einu var eins og ég stæði í veg- inum fyrir einhverjum ógnar- krafti ... Síðasta snerting mín við skipið var gríðarlegt högg sem ég fékk undir handarkrikann. „Þama fórstu úr axlarliðn- um,“ sagði ég við sjálfan mig í huganum. Ég var enn á kafi. Samt var ægileg ferð á mér. Ég heyrði ofboðslegan loftbóluhvin fyrir eyrunum. Nefíð og munnurinn voru klemmd aftur. Enn lengri tími leið. Mér fannst þetta engan enda ætla að taka. Hávaðinn fyrir eyrunum var mikill - eins og ég ímyndaði mér að hann væri í miðjum beljandi stórfossi. Mér fannst ég búinn að vera. Það var algjört svartamyrkur í kringum mig þarna niðri. „Eru þetta endalokin? Gerist það svona? Er þetta búið hjá þér?“ hugsaði ég. I þeim svifum birti fyrir aug- unum á mér. Ég var að springa. „Ég er á leiðinni upp,“ hugsaði ég. Mér fannst ég hafa verið eilífðartíma í kafi er ég komst loksins upp á yfirborðið. Ég Oskum Austfirðingum öllum gleðilegra jóla farsæls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Hraðmynd Egilsstöðum áslandsílug þahhar ánazgjulegt samsfar! og viöshipti á liönu ári og óshar fiustfiröingum gleöilegra jóia og Tarsældar á homandi ári ‘ Beint ílug alla daga EGS - HEK *Rúta á Reyðarígörð, EshiQörð og Reshaupstað í fengslum við !lug alla daga nema laugardaga Hmboö Reshaupsfað Tröllanausí s.477 1444 og 477 1200 íimboö Egilssfaðaflugveili s. 471 1122 og 471 2222 ISLANDSFLUG gerir þér fært að fljúga gerði stút á munninn og tók langt sog - aftur og aftur. Ég vissi að mér mátti alls ekki svelgjast á - það var engin orka eftir í líkam- anum til að hósta. ..." Beygur í áhöfn þyrlunnar TF-LÍF var á leiðinni. Flug- tak hafði verið rétt fyrir klukkan hálfsex. Það gekk á með dimm- um éljum og þyrlan þurfti að fljúga í gegnum ísingu. Benóný flugstjóri reyndi að gera sér í hugarlund ástandið á slysstað: „Varðskipið Týr var lagt af stað frá Vestmannaeyjum og bar upplýsingar til okkar úr landi. Þar var Sigurður Steinar Ket- ilsson skipherra, maður sem hafði verið félagi okkar hjá þyrludeildinni um árabil. Sig- urður þekkti vel til þyrluflugs og gaf okkur greinargóða mynd af stöðunni. Hann hafði talað við Veðurstofuna og verið í sam- bandi við báta sem gátu gefið okkur veðurlýsingar á flugleið okkar. Á leiðinni fannst mér upplýsingarnar sem við fengum benda til að mikil hætta væri á ferðum. Eftir að við lögðum af stað hafði komið í ljós að 60 gráða halli væri kominn á Dísar- fell. Sem fyrrverandi sjómaður vissi ég að mjög alvarlegt ástand skapast þegar slagsíða eykst þetta mikið á svo skömmum tíma. Um klukkan sex var mér sagt að ekkert samband væri lengur við skipið. Það síðasta sem hafði frést var að hallinn væri 60 gráður og áhöfnin komin í flotgalla. Að líkindum hefði tekist að sjósetja tvo gúmmí- björgunarbáta. Við áttum um klukkustundarflug eftir að skipinu. Hárgreíðfilufifofa Hönnu Stínu oskar viðfikiptavinurn fiíniim gleðilegra jola og farseals komandi are með m þakklaeti fyrir viðfikiþtin á drinu Háfgfeíðslufitofa Hönnu fitínu Hólsgötu 6 fiími 4-771552 Weskaupfitað fiem er að l/ða Gleðileg jól farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu Hólmar hf HUSGAGNAVERSLUN 730 REYÐARFIRÐI - SÍMI 474-1170

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.