Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 19

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 19
Jól 1997 19 þekkti hann engan í skólanum. “Ætli þeir hafi ekki fengið mig til að vera með sér í hljómsveit af því að ég var bróðir Agga“, sagði Guðjón. Eins og títt er um hljóm- sveitir var nafnið vandamál, Orækja, Vírus, Zeppelín greifi og Prólogus eru nöfn sem þeir félagamir störfuðu undir. Nokkrir fleiri spila tímabundið með þeim auk Jóhanns. Guðmundur Sólheim söng með hljómsveitinni. “Guð- mundur var ráðinn af því hann átti söngkerfi“, segir Sigurður. „Við kunnum ekkert að spila þegar við byrjuðum. Ég kunni ekkert á gítar og Guðjón kunni ekki á bassa. Við réðum og rák- um menn eftir “behag“. Kiddi í Freyju spilaði með okkur. Hann er ekki ennþá búinn að fyrirgefa okkur að hafa verið rekinn úr hljómsveitinni. Þröstur Rafnsson var með okkur í Zeppelín greifa. Guðmundur Sólheim var sá eini okkar sem hafði reynslu af því að spila á böllum, hann kunni hins vegar ekki alltaf textana. Eitt sinn söng hann lagalistann þar sem texta vantaði. Fyrsta skiptið sem við spiluð- um opinberlega var á balli með Amon Ra. Við komum fram í pásu á áramótaballi. Þá hét hljóm- sveitin Vírus. Jói var svo ungur að hann þurfti að fá leyfi fógeta til að spila með okkur á böllum." Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi verður svo til um vorið 1979. í blaðinu Poppgusa, sem gefið var út árið 1980 í tengslum við tónleika sem haldnir voru í Félagslundi á Reyðarfirði, talið þið um að hljómsveitin hafi orðið til í kring um “Snobb- veislur", sem bærinn hélt. Þar hafi þið spilað svona “dinner músík“. “Þetta voru kvöldverða- boð sem bæjarstjórnin hélt og voru “snobbveislur" að því leyti að þama voru öngvir nema bæjar- stjómin og gestir þeirra. Við tókum bara svona til orða þá. Það er örugglega af þessum kvöld- verðarboðum sem hljómsveitin dregur nafn sitt.“ Vakti athygli fyrir vandaða spilamennsku Um haustið gengur Guð- mundur Sólheim til liðs við hljómsveitina á ný og hljóm- sveitin spilar undir nafni Prológ- us. “Dinnerbandið“ Kvöldverður á Nesi starfaði áfram sem slíkt. Vorið 1980 vom haldnir tónleik- ar í Félagslundi Reyðarfirði. Þar komu fram hljómsveitir vfðsveg- ar af Austurlandi, frá Stöðvar- firði, Eiðum, Egilstöðum, Hlöð- um og frá Reyðarfirði, auk þess sem Kvöldverðurinn spilaði þama. Hljómsveitin vakti sérstaka at- hygli hvar sem hún kom fyrir vandaða spilamennsku. Eftir þessa tónleika var gefið út blaðið Poppgusa . I því blaði er farið mjög lofsamlegum orðum um “strákana frá Neskaupstað". Þeir voru eina hljómsveitin á tónleik- unum sem spilaði lög sem hent- uðu fyrir tónleika. Hinar hljóm- sveitimar vora með lög af “ball- prógramminu“ sínu. Sumarið eftir réð hljómsveitin tvo söngvara, þau Hauk Hauks- son og Láru Heiði Sigbjörns- dóttur. Hvernig kom það til að þaufóru að syngja með ykkur? “Haukur var bróðir Eiríks, sem hafði verið héma að syngja með Amon Ra. Það var bekkjar- bróðir okkar sem flutti suður sem benti okkur á Hauk. Siggi og Danni fóm suður, heyrðu í Hauki og hann kom og söng með okkur þetta sumar. Þetta var árið 1980. Við höfðum hins vegar heyrt í Lám á Reyðarfjarðartón- leikunum. Hún var að syngja með einhverju Eiðabandi sem hét Saltator, en í því vom Bjöm Vilhjálmsson (Bjössi pönk) og Bjami Halldór Kristjánsson (Halli í Súellen)." Að halda fólki frá flöskunni Þannig starfaði hljómsveitin um sumarið. Þeir fóru meðal annars suður og spiluðu á SATT- kvöldi á Hótel Borg. Þetta sumar fékk Haukur magasár. “Við vorum með böll í Hjaltalundi í tengslum við Sumarhátíð UÍA. Spiluðum bæði á föstudags- og laugardagskvöldi. Haukur grey- ið var alveg fárveikur. Hann bara lá og var alveg að drepast í mag- anum. Hann kúkaði rauðu. Við héldum að hann væri bara að grínast. Hann fékk því ekki mikla samúð frá okkur við hlóg- um bara að honum. Hann söng á báðum böllunum. Eftir helgina var hann svo lagður inn á sjúkra- hús. Þá kom í ljós að hann var með blæðandi magasár." Hljómsveitin reyndi ýmislegt, hélt meðal annars tónleika kvöldið fyrir sjómannadag, sem áttu að vera tilraun til að halda fólki frá flöskunni. Þó ekki væri nema eina kvöldstund. A þessum tónleikum spilaði Armann Ein- arsson með þeim. Þeir útsettu klassísk lög í poppstfl meðal annars útsettu þeir “Gotneska svítu fyrir orgel“ eftir Böellmann fyrir popphljómsveit. Þeir æfðu tvisvar í viku svo hafði hver og einn ákveðið heimaverkefni. “Armann kom með nýjan tón inní hljómsveitina", sagði Daníel. “Siggi spilaði með okkur á básúnu og víólu, en Armann spilaði á baxafón og klarínett með okkur. Við höfðum áður tekið ma. lög eftir Jethro Tull, þá spiluðu Daníel og Siggi báðir á blokkflautur. Þannig að hljóm- sveitin hafði verið með ýmis konar tilraunir. Það er lærdóms- ríkt að pikka upp lög og endur- skapa þau. Við spiluðum fyrst og fremst fyrir okkur.“ Gaman að gera hitt á sumrin “Við byrjuðum í ljúfum bak- grunni þannig var hægt að prófa hugmyndir. Það var svo gaman að gera hitt á sumrin. Við reynd- um að vera danshljómsveit yfir sumartímann, en vomm of litlir kaupsýslumenn til að spila á böllum", segir Daníel. “Við kunnum ekki að láta þetta virka sem ballhljómsveit.“ Kvöldverð- urinn spilaði á einu af fyrstu SATT-kvöldunum sem voru haldin, þar komu fram hljóm- sveitimar Friðryk og Fræbblamir. Um haustið 1980 fóru þeir Guðjón, Sigurður og Daníel í skóla til Reykjarvíkur. Jóhann Geir varð eftir í Neskaupstað, og spilaði með skólahjómsveitum þar eins og Súersæt og Straff, áður en hann byrjaði í hljóm- sveitinni Súellen. Það stóð til að halda hljómsveitinni gangandi og réðu þeir til sín trommara. “Hann var einn af þeim sem lifði hraðar en við, svo hratt að hann vissi ekki hvað sneri upp og hvað niður á trommuskinnun- um“, sagði Daníel. Hljómsveitin spilaði á tveim- ur Atlavíkurhátíðum. Árið 1982 var Jóhann Geir í Ameríku og Siggi var ekki með í Atlavík það ár. I staðinn voru Pjetur Sævar Hallgrímsson og Sigurður Hr. Sigurðsson fengnir til að spila með hljómsveitinni. Pjetur á trommur og Siggi var hljóm- borðsleikari. Annað lagið sem hljómsveitin spilaði var eftir Danna. “Það var samsuða úr stfl- tegundum. Hugmyndin var sú að enginn spilaði í sömu takt- tegund." Hitt lagið sem þeir spiluðu hét “Water Closet" og var textinn eftir ma. Áma Þorsteinsson, bróður Danna, en textinn í millikaflanum eftir Þórð Júlíusson frá Skorrastað. Hljóm- sveitin komst í úrslit hljóm- sveitakeppninnar þetta ár. Árið eftir spilaði hljómsveitin einnig í hljómsveitakeppni í Atlavík. Þá var Haukur með og þeir Jói og Siggi voru komnir. Það ár gekk hljómsveitinni ekki eins vel í keppninni. Þó em þeir með skemmtilegar tilraunir. Haukur söng lag sem hét „I bakgarðin- um“. Æfðu hver í sínu lagi Það eru minnisstæðir dans- leikir sem hljómsveitin spilaði á um jól og áramót árið 1982. Þá var Guðjón með ælupest og fór ælandi út af sviðinu en hélt þó út ballið. „Fyrir þessa tónleika æfð- um við hver í sínu lagi. Við ákváðum hvaða lög við ætluðum að spila og dreifðum þeim á kas- ettum og svo lærði hver heima hjá sér og æfði sig. Þegar við komum austur æfðum við svo saman. Þetta gekk allt saman mjög snöggt fyrir sig“. Meðan að hljómsveitin starf- aði vakti hún athygli fyrir vand- aðan flutning og tilbreytingu í hljóðfæraskipan. Þeir era starf- andi tónlistarmenn í dag. Um þetta segir Guðjón: „Maður sat með hljóðfærið í höndunum tím- unum saman. Ég segi við krakk- ana sem ég er að kenna, hlustið á lögin og reynið að “pikka“ þau upp sjálf. Það er mjög hollt. Margir sem ekki fara í tónlistar- skóla gera þetta. Spila eftir eyr- anu. Með pönkinu þá var þetta bannorð. Þá áttu menn að gera allt sjálfir. Menn áttu ekki að verða fyrir áhrifum frá einu eða neinu. Málið er bara að maður lærir svo mikið af því að hlusta á tónlist og reyna að spila eftir eyranu". Þeir Sigurður og Daníel tóku undir þetta. Sigurður sagði að þetta hafi reynst sér vel í klassík- inni að kunna að spila eftir eyr- anu. „Maður lærir hljómfræði á þessu, Jafnvel margir mjög frægir klassískir hljóðfæraleik- arar spila eftir eyranu. Þetta fer þó allt eftir því hvernig tónlistar- uppeldi fólk hefur fengið. Margir í Simfóníunni hafa mjög svipaðan bakgrunn og ég, þeir hafa verið í poppinu." Kvöldverður fyrir bæjar- stjórn nýs sveitarfélags Daníel líkti poppinu við frunsu: “Þetta er eins og Herpes Simplex, brýst fram undir álagi.“ Guðjón sagði það gæti komið til greina að hljómsveitin kæmi saman á ný. „Sumir þurfa alltaf að vera að velta sér uppúr þessu gamla. Það gæti verið gaman ef hljómsveitin kæmi saman á ný að spila þá einhver ný lög. Það er ekki með okkur eins og suma af þeim sem hafa verið í hjóm- sveitum að þeir gerast síðan pípulagningamenn eða skrif- Sigurður og Guðjón. Ljósm. Pjasta Björn Vilhjálmsson, Breiðdœl- ingur í sveiflu. Ljósm. KL Greinarhöfundur á sviðinu í Atlavík ‘82. Ljósm. KL Guðjón einbeittur með bassann. Ljósm. KL stofustjórar. Við höfum allir verið eitthvað í músík, og við erum allir góðir félagar í dag.“ Nú er búið að sameina sveitarfél- ögin á miðfjörðum Austurlands. Það væri sniðugt ef hljómsveitin kæmi saman og spilaði fyrir fyrstu bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. Höfðu ágætt uppúr því að spila pönk Hljómsveitin SKLF (Samkór lögreglufélagsins) var stofnuð í júlímánuði árið 1982. Markmið- ið var að taka þátt í hljómsveita-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.