Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 28

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 28
28 Jól 1997 Helgi Hallgrimsson Af otrum á Austurlandi Lengi hefur sá grunur legið á, að spendýrið otur (Lutra lutra) héldi til við strendur landsins. Aðallega voru það leikmenn, sem höfðu þessa skoðun, bœndur og sjómenn, sem töldu sig verða vara við óþekkt dýr í fjörum, sem gátu að stœrð og háttarlagi svarað til þeirra hugmynda sem menn hafa frá fornufari gert sér um oturinn. Hins vegar hefurþessi tilgáta aldrei hlotið staðfestingu hinna lœrðu, því að dýrið hefur aldrei veiðst svo vitað sé, og ekki hafafundist bein eða aðrar minjar um það sem órœkar má kalla. Bjami Sœmundsson taldi því útilokað að otrar hittust hér á landi, og aðrir náttúrufrœðingar hafa fylgt fordœmi meistarans. Þessi furðudýr hafa gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem otur, sœotur, sœhundur, sœúlfur, fjöru- lalli, fjörulabbi, fjörudýr. Geta má þess að örnefnið Otra(r)dalur er þekkt bœði á Snæfellsnesi og í Arnarfirði, og er það einnig bœjamafn á síðarnefnda staðnum. 1 seinni tíð hefur verið hljótt um þessa dýrategund, þó að af og til hafi borist fregnir af svipuðum dýrum. Af Austurlandi eru margar sagnir um slík furðudýr, bœði frá ströndum sjávar og vatna. Flestar eru sögurnar skráðar af Sigfúsi Sigfússyni þjóðsagnaritara, og birtar í þjóðsögusafni hans. Lœtur hann þess stundum getið, að þetta muni vera otrar. Virðist það vera skoðun hans sjálfs, og einnig ber hann aðra fyrir því. Þessar sagnir blandast oft við skrímslasögur, og er þá ekki gott að sjá hvers eðlis furðudýrin eru. Hér verða nokkrar sögur teknar sem dœmi um dýr sem gæti verið af oturtagi. Verða þœr raktar norðanfrá og suður eftir. Höfundur þiggur allar frekari upplýsingar um oturinn á Aust- urlandi með þökkum. Smávegis um otur Til eru nokkrar tegundir otra, en í „gamla heiminum“ er aðeins ein tegund verulega útbreidd, sem vanalega er bara kölluð otur eða Evrópu-otur, og ber fræð- inafnið Lutra lutra. í Ameríku er náskyld tegund, Lutra canadens- is, aðeins við ferskvatn. Hafsotur (Enhydra lutris) á heima við norðanvert Kyrrahaf, og dvelur mest úti á sjó. Hérlendis er otur- inn oft nefndur „sæotur“, en ekki má rugla honum saman við hafs- oturinn, sem er alveg óþekktur við Atlantshaf. Oturinn er 1-1,4 m að lengd, og 30-40 sm á hæð, og þyngdin er 10-15 kg. Karlkynið er vana- lega stærra en kvenkynið. Hann er kryppulaga þegar hann geng- ur, og ber afturhluta bolsins þá hæst. Tilsýndar er hann mjög dökkur að lit, sótbrúnn á baki, rófu og fótum, en vanalega grár eða ljósbrúnn á kviði og brjósti, og stundum með ljósum flekkj- um á hálsi og höfði. Gömul dýr eru oft ljósari. Bolurinn er síval- ur, höfuðið breitt, með stuttu trýni, og lítt skilið frá bolnum. Eyrun eru stutt, augun fremur smá og framstæð, og á snjáldrinu eru löng og stíf veiðihár. Skottið er sterklegt og mjókkar jafnt til enda, dálítið flatvaxið. Fætur eru stuttir og sverir, með fimm tám, sem eru tengdar saman með sundfitum líkt og á selshreifum, og bera stuttar og sverar klær. Ysta hárið er broddkennd, stíft og glansandi, og liggur aftur með bolnum, en innar er fínt þelhár, fituborið og vatnsþétt. Oturinn getur auðveldlega staðið eða „setið“ uppréttur á afturfótum með stuðningi af skottinu. Hann lifir bæði við sjó og ferskvatn, ár og vötn, gerir sér bæli í bakkanum eða í urðum og skútum við sjóinn, og nærist aðallega á fiski. Hann er mikill sundmeistari, og syndir ýmist á kviði eða baki, í yfirborðinu eða í kafi. Hann en líka vel göngufær og kemst býsna hratt yfir á landi. Hann er ilfeti; sporin kringlu- laga, með aðskildum klóförum, um 6-7 sm löng, en breiddin aðeins minni. Göngulagið er dálítið vaggandi, en þegar hann þarf að flýta sér getur hann tekið löng stökk. I snjó og á ís getur hann rennt sér á baki eða hliðum. Oturinn er næturdýr, er aðallega á ferli í myrkri eða dimmviðri. Hann sést því sjaldan og hefur alltaf þótt dularfullt dýr. Hann hefur ætíð verið eftirsótt veiði- bráð vegna feldsins, og er aðal- lega veiddur í gildrur. Heimkynni otursins eru um alla Evrópu og norðanverða Asíu. I Evrópu hefur honum víðast hvar fækkað mikið á seinni árum, og er sums staðar horfinn með öllu. Hann er samt enn nokkuð tíður í Noregi, Hjaltlandi og á Bretlandseyjum, en í Fær- eyjum er ekki vitað að hann haldi til. Ef hann kemur fyrir hér á landi, hlýtur hann að vera slæð- ingur eins og hvítabjöminn, og þá líklega helst karldýr. I Noregi kemur fyrir að oturinn drepi lömb og kiðlinga, sem eru nálægt heimkynnum hans, en ekki er vitað til að hann getir verið mannskæður. Á íslandi ganga hins vegar sögur af því að hann drepi selkópa, og eigi það til að ráðast á menn, jafnvel þótt ríðandi séu á hesti. Ef það er rétt, kann það að stafa af því að hann sé langsoltinn eða í einhverju uppnámi, í þessum ókunnu heimkynnum. Úr Vopnafírði Á Sandfellsheiði: „Gísli bóndi Gíslason á Vindfelli í Vopnafirði, skynsamur og sann- orður maður, sá í vatni einu á Sandfellsheiði, með mörgu fólki, dýr synda aftur og fram. Það hafði haus sem selur, nema kolsvartan að lit. Þar, í Hunds- vatni, hafa og skrímsli sést.“ Þjóðsögur Sigf. Sigf., IV, bls. 112. Sæhundur í Vopnafirði: „Maður fór snemma dags úr Vopnafjarðarkaupstað og ætlaði sandleið suður yfir Hofsá úti við ósinn. Er hann vildi ganga ofan á sandinn í Sandvík, sýndist honum hann krökkur af dýrum á stærð við hunda. En hundar gátu það eigi verið, vom öðru vísi að sjá. Snýr hann þar frá og fór veginn inn í Vatnsdalsgerði, og komst suður yfir og í Syðrivík. Þar sagði hann frá þessu. „Þú hefur séð sjóhunda,“ sagði Jóhannes bóndi, „og mun illviðri og hafrót í vændum. Hefir slíkt oft borið hér áður við“. Lausasagnir í Vopnafirði. Þjóðsög- ur Sigf. Sigfússonar, 2. útg., 4. bindi, bls. 113. Af Héraði Urriðavatn: í Urriðavatni á Fljótsdalshéraði hafa menn þóst verða varir við furðudýr nokkurt, er sumir kalla Tusku, eftir vökum sem jafnan vom á miðju vatni þegar það lá undir ísi, og kallaðar voru Tuskuvakir. Þær reyndust stafa af jarðhita í botni vatnsins, og em þar nú borholur þær sem Hitaveita Egilsstaða og Fella fær vatn sitt frá. Eftir að borað var þama hurfu vakirnar. Til em margar sagnir af furðudýri þessu, frá 19. öld og fyrstu áratugum þeirrar tuttug- ustu, sem raktar eru í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar (IV, bls. 103-106), en þó er engin glögg lýsing til á því. Það sást bæði sumar og vetur, og við ýmsar aðstæður, en þótti þó vita á veðrabrigði eða rosa ef það birtist. Ef það sást á ísum hvarf það vanalega ofan í Tuskuvakir eða útfall vatnsins sem oftast er autt. Ólafur Þórðarson og Oddný Bene- diktsdóttirfluttu í Urriðavatn 1894. „Haustið 1895, um göngur, fóru þau hjón að vitja um net undir Hádegishöfða, skammt inn frá affallinu að austanverðu. Þegar þau áttu fáa faðma að net- inu segir Oddný. „Hvaða skepna er þetta þama í lendingunni?" Ólafur sá þá það sama, og brá þá þessi skepna við út í vatnið, og synti í yfirborðinu nærri þvert yfir það, og er það þar þó ærið breitt, og stakk sér við norður- landið. Þeim hjónum hefir borið saman um það, að þetta dýr hefði verið svipað að stærð og stór kind eða lítill vetrungur, með hnöttóttan haus og lítil eym, gráskjöldótt á baki og hliðum, ljósara neðan, ferfætt. Eigi þóttust þau sjá hvort það hafði klaufir eða klær.“ Næsta haust á eftir sáu þau þetta sama dýr heiman af hlaðinu, á Urriðavatni, vera að synda í yfirborðinu, og um sama leyti sá Ólöf Helgadóttir hús- freyja í Skógargerði dýrið, á strönd vatnsins, skammt frá Há- degishöfða, ásamt Indriða syni sínum, er þau voru þar á ferð ríðandi að kvöldi dags. „Hún hrökk lítinn spöl undan þeim, fram með vatninu, og hvarf þar í það.“ Þeim sýndist það á stærð við vetrung. Síðast sáu menn Tusku árið 1905, samkvæmt þessari heimild. Ýmislegt bendir til að þetta furðudýr í Urriðavatni hafi verið otur, sem hafi haldið þar til í nokkra áratugi. Hann gat lifað góðu lífi á silungnum í vatninu og útfalli þess. Aldrei sást nema eitt dýr í einu, og bendir það til að það hafi ekki átt maka og því ekki orðið framhald á þessu landnámi. Af Borgarfirði Bakkagerði: Haustið 1897 í rosaveðri að kvöldi dags var Egill Pétur Einarsson, síðar bóndi á Sævarbakka í Borgar- firði, fenginn til að festa hlera fyrir glugga á íbúðarhúsi Eiríks Sigfússonar, verslunarmanns í Bakkagerði, Borgarfirði. „Þegar Egill kom út fyrir húsið, að gluggunum, er voru sævarmegin sýnist honum hund- ur verða fyrir sér í auðri gjót fast við húshliðina.Var þar auð jörðin, en snjóhryggur nær sjónum.“ Egill þóttist þekkja hundinn og fer að reyna að kjassa hann, en hundurinn sýndi engin við- brögð við því og víkst undan honum upp á snjóhrygginn. „Bar hann þá í sjóinn, svo Egill sá glöggt sköpulag hans. Sér hann nú að þetta er ekki hundur, heldur er það allt öðru vísi í sköpulagi. Hausinn vareins og álka fram úr skrokknum, eða eintómur háls. Hryggurinn var sem á ketti, þegar hann kreppir sig saman. Dýr þetta stansaði þarna lítið eitt, heldur hélt ofan að sjónum og hvarf þar, og sýndist Agli það eigi ganga sem flestir aðrir ferfætlingar, heldur tók það stökk eftir stökk, eins og köttur í snjó, áður það hvarf.“ „För sýndust að morgni sem eftir tryppishófa, en vatnað hafði í þau. Það hefir því verið álit manna, að hér væri að ræða um dýr það, er sumir kalla fjörudýr eða fjörulabba, er menn þykjast víða hafa séð, einkum á Vestur- landi, og halda nokkrir menn að það sé otrategund, er lærðir menn neita þó að hér sé til við land.“ Sögn Egils sjálfs. Þjóðsögur Sigf. Sigf., 2. útg., 4. bindi, bls. 110-111. Herjólfsvík: Þann 15. febrúar 1963 birtist í Morgunblaðinu frásögn Hávarðar Bergþórssonar, sjómanns á Reyðarfirði, þar sem sagt er frá óþekktu dýri, er hann og fleiri skipverjar á Birgi VE- 74 sáu í Herjólfsvík í Borgar- fjarðarhreppi, þann 27. júlí 1952. Þeir sigldu bátnum inn undir fjöru í víkinni, og létu akkerið falla. Þar er malarfjara framund- an, og hár klettur um 45 m lfá sjó, og fellur lækur fram af honum í fossi. Sáu þeir þá að dýr nokkurt reis upp í fjörunni við fossinn og gekk á snið við bátinn, og í sjóinn við stjómborðskinnung- inn. „Það labbaði í sjóinn, en synti ekki“. „Okkur bar öllum saman um þessa lýsingu á dýrinu: Dýrið var álíka langt og fullorðin kind, en þó aðeins lengra. Það var lágfætt og frammjór hausinn á því, svart á kviðnum en steingrátt á baki. Enginn okkar tók eftir því hvort það hafði rófu. Við gátum ekki

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.