Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 23

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 23
Jól 1997 23 Bókmenntagetraun Sigurðar Oskars Pálssonar Spurningaleikir ýmis konar hafa ávallt verið vinsæl dægradvöl. Það þótti því við hæfi að fá Sigurð Óskar Pálsson til að setja saman litla bókmenntagetraun til að stytta lesendum blaðsins stundir yfir hátíðirnar. Sigurður er lesendum blaðsins að góðu kunnur meðal annars hefur hann skrifað reglulega Þokuþras þar sem hann veltir hinum ýmsu flötum mannlísfins fyrir sér. Bókaverðlaun verða dregin úr réttum lausnum. Skilafrestur er til 10. janúar. Góða skemmtun. Til þess að enginn haldi, að órannsökuðu máli, að spurningaleikur þessi sé flókinn fram úr hófi skal þetta tekiðfram: Brot þau úr prentuðu máli, sem hér eru sett á blað eru öll Austfirðingum nákomin. Annað hvort eru þau tekin úr ritum, sem þeir hafa skrifað eða ritum þar sem um þá er fjallað. I. Ur lausu máli Við skulum hefja leikinn á nokkrum hressilegum lýsingum: 1. Eins og Tékkóslóvakía er Jökuldalshreppur umsetinn sveitarfélögum, sem öll hafa reynt að hafa af honum lönd og lausafé með nokkrum árangri sum, hafandi þó ekkert í höndunum nema ágimdina eina. Hver skrifaði ritgerð þá, sem hefst á þessari gagnorðu málsgrein? Þá skulum við líta á eina mannlýsingu: 2. „Hafði hann unnið sig burt úr þrældómi og var áður þræll fastur á fótum. Hann var... lítill maður og kviklegur, orðmargur og illorður, heimskur og illgjarn, og ef hann heyrði nokkurn mann vel látinn, þæstist hann í móti og mátti eigi heyra...“ Hvaða manni er hér lýst? I hvaða sögu greinir þannig frá honum? Lítum þá á lýsingu á hesti og manni: 3. Það var á leiðinni inn göngin, að ég ákvað að geyma mér prestinn, líta fyrst á hestinn. Hann var svartskjóttur, ótótlegur í háralagi, breiður um múlann, glaseygður, hófsiginn, liðimir strýloðnir og í ofanálag makkarotinn, hnakkbmnninn, hryggbólginn og skáld- aður á síðum. Traustvekjandi var hann síður en svo. Hamingjan mátti vita, hvort þetta var í raun og veru hestur. Sóknarprestur sat á stóli í herbergi sínu og hafðist ekki að. Glaseygður var hann ekki, en svipaði að öðm leyti glettilega til gangvara síns: svartskjóttur, skáldaður, másandi af mæði og sennilega með hryggsæri. Af og til stútaði hann sig úr svartri pontu, látúnsbúinni, á stærð við púðurhom. Skvapholda og skruggublesalegur sat hann sem fastast, ranghvolfdi seyrnum glymum og skotraði þeim sitt á hvað, sem ætti hann von á púkum í hverju einasta skúmaskoti, og másaði án afláts: I munn hvaða sögumanni eru þessar lýsingar lagðar? 4. Ein mannlýsingin enn: „...Hann var ætíð vel skeggjaður og sást eigi munnbragð hans, og varir nokkuð samanbitnar í skegginu. Engin kona kunni að lýsa þeim af persónulegri reynslu. Öll framganga hans lýsti viljafestu og ábyrgðartilfinningu, en jafnframt lýsti hún einhverjum fjarrænum kindarlegheitum, sárri, viðkvæmnislegri minnimáttarkennd og utanviðgöngu á fólksins forlagagötu... Maðurinn var ekki margslunginn, hvorki að eðli eða veraldarviti. En ég fann að þetta var óvenju auðugur maður af Islands sál. íslands harmi, eins og hann hefur látið gegnum aldimar. íslands sögu eins og hún birtist í niðurlægingu og umkomuleysi einstakra Islendinga um langan tíma. ...“ Hverjum er hér lýst? Hver segir svo frá? 5. „Hér hafa orðið harðir atburðir í mannalátum og málasóknum. Mun ég nú sýna það, er ég er lítilmenni. Eg vil biðja Asgrím og þá menn aðra, er fyrir málum þessum em, að þeir unni oss jafnsættis." Hver flutti þessa ræðu? Hvar var ræða þessi flutt? 6. „Nær páskum var látinn síga niður til bóndans maður einn af Austurlandi, sem dæmdur hafði verið á Brimarhólm fyrir einn svívirðilegasta glæp sem framninn var á íslandi: hann hafði farið útí hollenska duggu og keypt tvinna.... Hann hafi verið sendur frá einum sýlsumanninum til annars landið á enda um veturinn uns komið var í áfanga hér“. Hvað hét þessi maður af Austurlandi? Hvað nefnist vistarveran sem hann var látinn síga niður í? 7. “Kerling var þar ein, að nafni Opía, hverja hann kallaði konuna sína og himneskan blessaðan sálarlóm, bað og séra Grím að copulera (þ.e. að gifta) þau.... Hver var hér í kvonbænahug? * II. Ur bundnu máli: 9. Hver er oft búinn „óðara en ég andann dreg“? 10. gildur var hann og hár / af hærunum orðinn grár, kampasnúinn, kinnastór: / kollur og augnabrár loðnar líkt sem kiður: / langt tók skeggið niður. Hverjum er hér lýst? Hver orti? 11. Vinnumaður vildi / vakta eitt sinn fé. Allt fór ei sem skyldi / A einni leirmýre Láfi datt í dý. / Djöfullinn var í því. Kappinn að sér kippti fót / en karlinn hélt neðan í. Hátt tók Láfi að hrína / og hrópa á guðina sína. Hver orti þannig um vinnumann sinn? ________að garði ber gesti fagni_______ mér var orðið mál á þér ________í varpa. Þetta er upphafserindi að aillöngu kvæði. Fyllið í eyðurnar. Hver orti kvæðið? 12. Hver „rís í runnastóði"..“bjargi frá“? 13. Hver orti um stúlku sem „var seljan ofnis palla siðug í máta rétt.“? 8. Ég blessa þig systir, brýni ljáinn og byrja að slá Hver yrkir svo? Hver er systirin, sem skáldið blessar? Lausnir: 1. _______ 2. _______ 3. _______ 4. _______ 5. _______ 6. _______ 7. _______ 8. _______ 9. _______ 10. ______ 11._______ 12._______ 13._______ Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Klifhf. Grandagarði 13 Reykjavík

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.