Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 5
Jól 1997
5
Undarlegt atvik
Veturinn 1974-5 var ég kennari við Barnaskólann í Nes-
kaupstað, Nesskóla. Það er í sjálfu sér ekki frásagnarvert en
óvænt atvik átti eftir að ráða ntiklu um líf mitt og framtíð. Sá
atburður fer hér á eftir.
Desembermánuður var að
mig minnir ágætur hvað veður-
far snerti og lítill snjór framan
af mánuðinum. Af og til kom
smá ofandrífa og safnaðist nokk-
ur snjór á láglendi og í fjallið
fyrir ofan bæinn. Enginn gaf því
þó sérstaklega gaum, enda slfkt
veðurfar næsta algengt á þess-
um árstíma. Nokkur snjór var á
láglendi og víða ýturuðningar á
götum en ekkert sem hafði áhrif
á færðina að neinu leyti.
Aðaltilhlökkunarefnið var að
nú styttist í jólafríið og þá skyldi
nú ýmislegt verða gert, sem
hafði verið látið bíða fram að
þessu. Ég hafði hestana mína
inn í Vindheimi talsvert fyrir
innan bæinn og einu eða tveim-
ur kvöldum áður en fríið hófst
var ég búinn að snyrta vel og
hreinsa undan hestunum og
hlakkaði til að fara að jáma þá
sem ekki voru enn komnir á
skeifur og nota tímann til tamn-
inga og útreiða.
Að ýmsu þurfti nú að hyggja
er næði gæfist til viðhalds og
endurnýjunar. Vatnskrani við
brynningartækin hafði spmngið
í frosti og ég ætlaði nú að skipta
um hann og dytta að ýmsu öðru
sem þurfti lagfæringa við. Ég
hafði alveg skipulagt það í smá-
atriðum hvemig ég ætlaði að
heija jólaíríið og nýta hverja stund
til að koma sem mestu í verk.
Það var því engu minni tilhlökk-
un í mér en börnunum sem ég
kenndi þessa daga og vorum við
öll full af eftirvæntingu að fá að
njóta komandi frídaga og jólanna.
Fyrsti dagurinn í jólaleyfinu
rann upp. Ég hafði ráðgert að
vakna snemma og hefjast handa
við tiltektir í hesthúsinu og ein-
hver önnur verk sem biðu
heima. Ég svaf hinsvegar yfir
mig og vaknaði ekki fyrr en um
hádegi. Mamma sagði að best
hefði verið leyfa mér að sofa
svona lengi fyrsta frídaginn. Ég
var nú annars duglegur að vakna.
En nú mátti ég engan tíma
missa, ekkert mátti slóra. Ekkert
var annað að gera en að drífa í
sig hádegismatinn. Ég bað pabba
að lána mér Broncóinn og eitt-
hvað nefndi mamma að það
þyrfti nú að setja upp betri fest-
ingu á jólaseríuna á svölunum.
En nú var hugurinn kominn inn
í Vindheim og ekkert gat stöðv-
að þá hugsun. Að loknum há-
degismatnum var farið að huga
að verkefnum dagsins, sem þegar
voru komin úr skorðum. Að
sofa svona lengi, það þýddi að
nú yrði að vinna á enn meiri
afköstum. Dagurinn var stuttur
og birtan naum. Svo leit nú ekki
allt of vel út með veðrið. Það
voru smá hryðjur eða svona
fjúk, sem var ekkert alvarlegt en
gerði smá prufutúr á hestunum
ekki spennandi. Eftir hádegis-
matinn var stefnan sett á Kaup-
félagið. Þar ætlaði ég að kaupa
mér nagla, hóffjaðrir og fóður-
bæti. Nú var um að gera að
hefjast handa.
Leið mín lá því fyrst niður í
Kaupfélag. Þar reyndi ég að
reka með mesta flýti erindi mitt.
í versluninni hitti ég Guðröð
kaupfélagsstjóra og ræddi við
hann um möguleikana á að fá
annan fóðurbæti fyrir hross, en
aðallega var kúafóðurblanda
höfð til sölu, sem mér fannst
ekki heppileg. Þegar ég rankaði
við mér sá ég að tíminn varð
alltaf styttri og styttri til verk-
anna. Aldrei þessu vant hafði ég
gleymt mér á tali við Guðröð
frænda minn, sem var annars
ekki sérstaklega hrifinn af
hestamönnum. Hann virtist hafa
nægan tíma núna. Jæja, nú varð
ég að hafa hraðan á. Ég hentist
inn í jeppann og ók sem leið lá
inn Ströndina. Næsti viðkomu-
staður skyldi verða Lagerinn í
Sfldarbræðslunni. Það var mögu-
leiki á að fá þar brúklegan krana
hjá Geir Bjama og ég sá í hug-
anum hvemig ég ætlaði að
standa að viðgerðinni. Ég yrði
hinsvegar að staldra stutt við á
Lagernum að þessu sinni. Nú
mátti ekki eyða tímanum í neitt
kjaftæði. Allir virtust samt vera
svo afslappaðir og engum virtist
liggja á nema mér. Það voru nú
að komajól og menn í jólaskapi
auðvitað. Ferlega er ég stress-
aður hugsaði ég með mér er ég
ók í áttina að gamla Lifra-
bræðslutankinum við frystihús-
ið. Þar gerði mikið hríðarkóf og
ég varð að bíða meðan Jói Tóta
ýtumaður kæmi ýtunni í gegn
um ruðninginn fyrir ofan bræðsl-
una og síðasta haftið á veginum
væri opnað. Hann kom með
ýtuna út að tankinum. Farið var
að skafa allverulega í slóðina
sem ýtan var að ryðja. Þegar
ýtan stoppaði og smá hlé varð á
kófinu, kom Jói út á beltið á
ýtunni og hrópaði til mín:
„Blessaður farðu bara í gegn
núna því ég veit ekki hve lengi
ég get haldið þessu opnu!“. Að
aka frá þessum stað og inn í
Vindheim eru aðeins nokkrar
mínútur. I gegn um hugann fór
sú hugsun að réttast væri að láta
út hestana og sækja síðan kran-
ann ef færðin væri eitthvað erfið.
Ég renndi jeppanum á fullu í
slóðina og brenndi inn eftir
ýtugöngunum og jeppinn stöð-
vaðist ekki fyrr en við Vind-
heim. Ég fer út og kveiki ljós í
hesthúsinu. Andartaki eftir að
ég kveikti ljósið, fer rafmagnið
af. Hestarnir fóru að mögla um
leið og ég kom inn og vildu fá
tugguna sína eins og þeir voru
vanir. Æ nú varð ég að fara inn í
Vindheimshúsið og slá inn ör-
ygginu sem oft þurfti að gera
við þessar aðstæður. En þar
kom í ljós að ekkert rafmagn var
á húsinu. Togaramir voru bundn-
ir við bryggjuna og fengu raf-
magn úr landi. Mér datt í huga
að athuga með þá hvort þar
hefði farið af rafmagn. Engin
lifandi sála var þar til staðar á
þessu augnabliki og erfitt að
meta aðstæður en ekki sá út úr
augum vegna ofankomu og lítils
skyggnis. Mér var þó strax ljóst
að ekkert rafmagn var á svæð-
inu. Ég kallaði því f talstöðina
sem var í bílnum og reyndi að
ná sambandi við Nes-radío.
Enginn svaraði en eftir stutta
stund kom rödd sem sagði:
Brúarfoss hér, Brúarfoss svar-
ar“. Mér brá nú við en sagði
þeim sem ég talaði við að mér
fyndist undarlegt að hér væri
enginn maður og togaramir væm
rafmagnslausir.
Eitthvað fleira hef ég eflaust
sagt manninum sem ekki skiptir
máli. Maðurinn svarar mér aftur
og skýrir frá því að eitthvað
alvarlegt hljóti að hafa gerst í
bænum, því allir séu í uppnámi
og jafnvel fólk farið að koma
um borð í skipið og krefjast þess
að þeir leysi landfestar og flytji
fólk í burtu. Greinilegt væri að
eitthvað hefði sett daglegt líf úr
jafnvægi. Samtalinu lauk með
því að ég sagðist myndu fara á
bílnum út eftir ströndinni og
kanna málið. Ég ók sem leið
liggur alveg út að Bjargi. Það
gamla hús stóð eins og klettur,
rismikið og hvarf stundum í
hríðina en vel mátti sjá það á
milli. Mér fannst líka eins og
litlir ísjakar væru á sjónum.
Varla var kominn hafís núna.
En annað var furðulegra. Við
lækinn sem rann við Bjarg varð
ekki lengra farið á bfl. Gríðar-
legur snjóveggur hafði hlaðist
upp á lækjarbarminum og
skyggði á Bræðsluna. Þetta var
undarlegt. Ég fór út úr bflnum
og upp á skaflinn. Enn und-
arlegra var um að litast af hon-
um. Ég kom hvergi auga á
bræðsluna, en gríðarleg snjó-
hengja var yfir öllu svæðinu.
Það var engin Bræðsla lengur til.
Mér fannst ég vera á alger-
lega ókunnum stað og reyndi að
átta mig á samhenginu. „Olíu-
tankamir" hugsaði ég „þeir ættu
þó að sjást“ og reyndi að miða
út stefnuna á þá. Ég sá aðeins
nokkrar beyglaðar og saman-
kuðlaðar leifar þeirra og alls
ekki alla. Mér var einmitt
minnistætt frá árinu áður er ég
var að vinna í Bræðslunni hve
tankamir settu mikinn svip á
umhverfið og oft þurftum við að
fara upp á þá og mæla ýmist olíu
eða lýsi. En nú var svæðið
gersamlega í rúst og erfitt að
ímynda sér hvernig þetta hafði
gerst. Er ég leit úteftir í áttina að
frystihúsinu sem grillti í öðru
hverju var mér ljóst að umhverfi
þess var líka gjörbreytt. Erfitt
var að sjá hús sem þar áttu að
vera og allt var einhvemveginn
jafnflatt og fullt af menguðum
snjó. Brátt var mér ljóst að hér
hafði fallið snjóflóð. Veturinn
áður hafði ég einmitt séð spýjur
koma úr fjallinu niður að
tönkurn en það var í hlákutíð og
allt öðruvísi flóð. Hér var
einhver ógnarkraftur á ferð sem
ég gat ekki almennilega fengið
neinn botn í. Allt var gjörsam-
lega lagt í rúst og þar sem áður
var afkastamikil verksmiðja, var
nú ein samfelld snjódyngja og
járnarusl og olíumengun um allt
svæðið.
Ég rankaði einhvernveginn
við mér þegar ég stóð uppi á
snjóhengjunni þar sem ég taldi
að þak Bræðslunnar væri undir.
En gríðarlegt járnabrak var út í
sjó og greinilegt að hluti af
Bræðsluhúsinu var þar. Óttinn
sem greip mig við það að vita af
mönnum undir þessu fargi greip
mig heljartökum. Hverjir vom
að vinna í dag? Hugsunin um að
Silli frændi minn hefði verið á
vakt þennan dag og afdrif gam-
alla vinnufélaga urðu mér angist
og umhugsun. Það sem gerði
mig þó algerlega agndofa var sú
hugsun að ég ætlaði í bræðsluna
rétt um sama leyti og atvikið
varð, en fyrir undarleg atvik ók
ég framhjá, með það í huga að
koma síðar. Ég hefði getað orð-
ið eitt af fórnarlömbum flóðsins
til viðbótar. Mér var hinsvegar
ekki ætlað að kveðja lífið að því
er virðist, en varð hinsvegar sá
fyrsti er kom að rústum húsanna
Kaupfélag Héraðsbúa
Starfsfólki okkar,
viðskiptavinum og il
ölluiii félagsmönnum <|
óskum við
gleðilegni jóla
og farsæls komandi árs
1
i
Egilsstöðum - Seyðisfirði - Eskifirði
Reyðaifirði - Borgarfirði