Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 26
26
Jól 1997
^ícinunn X. fiéalslcinséóltiÝ
Tíl heíHa og framfara í 90 ár
bvcl áv 90 áva scgti /Cocnfiélaqsíns /Vcnnu
Þetta er eina myndin sem vitað er til að hafi verið tekin á Ijósmynda-
stofu af stjórn félagsins. Sitjandi fv. Sigríður Sigurðardóttir,
Kristrún Helgadóttir, og Olöf Gísladóttir. Standandi f.v. Gíslína
Haraldsdóttir, Jófríður Kristjánsdóttir og Helga Magnúsdóttir.
Kvenfélagið Nanna
Kvenfélagið Nanna var
stofnað að Nesi í Norðfirði 27.
janúar 1907. Kvenfélagið er
elsta starfandi félagið hér í bæ.
Hér hafði verið starfandi lestrar-
félag, en starfsemi þess lá niðri
og tók kvenfélagið við eignum
þess. I fyrstu lögum félagsins
segir að tilgangurinn sé fyrst og
fremst sá að styðja við það sem
horfir til heilla og framfara og
þar næst að leitast við að gjöra
fundi félagsins svo skemmtilega
og uppbyggilega sem tök eru á.
Fyrsta stjórn félagsins var þann-
ig skipuð:
Guðný Þorsteinsdóttir, for-
stöðukona, Nikólína Bjamadóttir
varaformaður, Bjarney Stefáns-
sdóttir, gjaldkeri, Ólöf Stef-
ánsdóttir, ritari og Sigríður Hall-
dórsdóttir vararitari.
Konurnar funduðu vikulega í
byrjun og strax á öðrum fundi
var rætt um að fá lánað orgel og
fá einhvern færan mann til að
kenna félagskonum söng. A
fundi 10. febrúar kemur síðan
fram að Jón Arnason hefur lofast
til að kenna félagskonum söng
fyrir 50 aura á tímann.
Líknar- og mannúðarmál
Aðalinntakið í starfsemi fél-
agsins hefur alla tíð verið að
vinna að líknar- og mannúðar-
málum eins og fram kemur í
fyrstu lögum félagsins. Segja má
að félaginu hafi nánast ekkert
verið óviðkomandi í framfara-
málum hér í bæ, ýmist sem þátt-
takendur eða brautryðjendur. Af
þeim fjölda verkefna sem félagið
hefur komið að í gegnum árin ,
má nefna barnaskólann, kirkjuna
og safnaðarheimilið, sundlaugina,
félagsheimilið Egilsbúð, Fjórð-
ungssjúkrahúsið og dagheimilið.
Þá var félagið frumkvöðull að
eldriborgarastarfi hér í bæ fyrir
10 árum síðan.
Fjáraflanir fóru fram með
ýmsum hætti s.s. bögglauppboð-
um, hlutaveltum „lotteríi” og dans-
leikjum. I dag er helsta fjáröfl-
unarleið félagsins sala á ferming-
arskeytum og sala á jólakortum.
Eitt aðalmál félagsins í
upphafi var að hlúa að fræðslu-
málum hér í bæ. Arið 1910 byrja
konurnar ókeypis handavinnu-
kennslu í barnaskólanum og
höfðu félagskonur tilsögnina á
hendi sjálfar.
Félagið styrkir tvær fyrstu
skólabyggingarnar. Keypt voru
húsgögn í fyrsta skólann. Þegar
hafíst var handa við gömlu bama-
skólabygginguna árið 1931
leggur félagið fram kr. 8.700.- úr
samkomuhússsjóði sínum. I stað-
inn hafði félagið ókeypis afnot af
skólanum fyrir fundi og jafn-
framt 5 samkomur á ári í 30 ár.
Barnaböll í 90 ár
Bamaskólinn, sem byggður
var 1931, þjónaði sem
samkomuhús fyrir meiri háttar
samkomur allt þar til að
félagsheimilið Egilsbúð var
vígt. Kvenfélagið stóð fyrir
ýmsum samkomum s.s l.des.
skemmtunum og bamaballi
milli jóla og nýárs. Aðstaðan til
skemmtanahalds í barnaskólan-
um var ekki þægileg. Barna-
skólinn var á þremur hæðum.
Samkomusalurinn var leikfimi-
salurinn á efstu hæðinni (3.hæð),
eldhúsið niðri í kjallara eða á
jarðhæð, þar sem nú er
handmenntastofan. Þar fór allur
undirbúningur fram og síðan var
allt borið upp. A böllum var
gosið selt í „bláasalnum” við
hliðina á íþróttasalnum og þurftu
konurnar að bera þunga gos-
drykkjakassana, úr tré, þangað
upp. Aðalmálið var þó að flytja
áhöldin úr íþróttasalnum niður.
Stóla og borð þurfti síðan að
flytja á milli hæða. Oft náðu
konurnar í stæðilega stráka til að
hjálpa sér en mikið af þessum
burði sáu þær um sjálfar. Þegar
um matar- eða kaffiveislur var
að ræða, þá var allt eldað í
eldhúsinu niðri í kjallara og
síðan borið upp á loft. Daginn
eftir tók síðan við annar eins
burður og þar að auki var skólinn
þrifinn hátt og lágt. Á 50 ára
afmæli félagsins var haldin þrí-
réttuð matarveisla. Forrétturinn
var súpa, sem elduð var í stórum
þvottapottum uppi á gangi, aðal-
rétturinn, kótelettunar voru eld-
aðar niðri í eldhúsi, ísinn var
einnig lagaður í eldhúsinu dag-
inn áður. Isinn var settur í hvítar
emeljeraðar fötur, þær grafnar í
snjóinn, síðan var salt sett í snjó-
inn til að flýta fyrir frystingunni.
Að þessum undirbúningi hafa
flest allar félagskonur komið,
því að það þurfti margar hendur.
Árið 1909 heldur félagið sína
fyrstu jólatrésskemmtun milli
jóla og nýárs og hefur haldið
hana því nær óslitið síðan. I dag
er tilgangurinn fyrst og fremst að
gefa fólki kost á því að ganga í
kringum jólatré með bömum
sínum og bamabörnum, jóla-
sveinar koma oftast í heimsókn
og börnin fá eitthvað smálegt
með sér heim. Þeir sem komnir
eru á miðjan aldur muna hvernig
jólaböllin vom úti í Barnaskóla.
Þá var verið með kakó og kökur í
skólastofunum og dansað mikið
og lengi í kringum jólatréð uppi í
sal.
Skemmtunin var í tvennu lagi
fyrir yngri og eldri böm. Það var
gengið í kringum jólatréð á
báðum skemmtununum en eldri
krakkarnir fengu síðan að dansa
einhverja stund. Félagskonur
stjórnuðu skemmtuninni sjálfar
en fengu hljóðfæraleikara og
jólasvein sér til aðstoðar. Það var
gengið í kringum jólatréð í leik-
fimisalnum. Þær kvenfélagskon-
ur sem áttu íslenskan búning
mættu alltaf í honum. Þær gengu
í kringum jólatréð og leiddu
sönginn og engir komust upp
með að vera ekki með. Veitingar
voru bornar fram í skólastofum á
miðhæðinni. Kakóið var borið
neðan úr eldhúsi í stórum pott-
um. Þess var vandlega gætt að
enginn fengi að fara nema einu
sinni í veitingamar.
Félagið gekkst í mörg ár fyrir
barnaskemmtun á sumardaginn
fyrsta allt fram til ársins 1982 og
rann allur ágóðinn til dagheim-
ilisins. Þeir sem eru milli þrítugs
og fertugs muna eflaust vel eftir
þeim skemmtunum
Fermingarkyrtlar
Konurnar voru alltaf duglegar
að taka að sér saumaskap ýmiss
konar. Ásamt með slysavamar-
konum saumuðu þær glugga-
tjöld, rúmfatnað, föt og fleira
áður en sjúkrahúsið var tekið í
notkun. Árið 1955 tóku þær sig
til og saumuðu kyrtla handa
fermingarbömum. Fram að þeim
tíma fermdust stúlkur í sérstök-
um fermingarkjólum, hvítum og
síðum. Mikill metnaður var um
það hver ætti fallegasta kjólinn.
Elsta systir mín fermdist í einum
slíkum og var hann að mig minn-
ir í 13 stykkjum. Það urðu marg-
ar konur fegnar að sleppa við að
sauma fermingarkjóla á dætur
sínar (móðir mín var ein af þeim,
hún átti tvær dætur það árið).
Námskeiðahald
og ferðalög
Eitt málefni sem félagskonur
beittu sér fyrir var skrúðgarður-
inn í miðjum bænum. Þær fengu
úthlutað svæði hjá bænum og
réðu Eyþór Þórðarson til að sjá
um hann. Félagið sá síðan um
skrúðgarðinn í 10 ár.
Starfsemi félagsins hefur ekki
eingöngu verið erfiði og puð til
að safna peningum. Til margra
ára voru föst vinnukvöld vegna
basars, sem félagið hélt til styrkt-
ar sjúkrahúsinu. Þar var oft
glaumur og gleði, eins og oftast
er þegar konur koma saman. Það
hefur alltaf verið stór þáttur í
starfi félagsins að halda ýmiss
konar námskeið fyrir félags-
konur. Þau námskeið, sem fél-
agið hefur haldið á þessum 90
árum, eru orðin fjölmörg og má
nefna sauma- og föndurnám-
skeið alls konar, matreiðslunám-
skeið, félagsmálanámskeið o.fl.
Fyrir 11 árum var haldið mjög
skemmtilegt félagsmálanám-
skeið. Leiðbendur þar voru tvær
merkar framsóknarkonur, Unnur
Stefánsdóttir og Þórdís Bergs-
dóttir. Þetta var nokkuð nýstár-
legt námskeið, þar sem meðal
annars var tekinn upp sjónvarps-
þáttur. Þetta námskeið skilaði
virkum konum til baka inn í
Barnaböllin í leikfimissal barnaskólans voru miklar skemmtanir.
Þar komst enginn upp með að taka ekki þátt í dansinum og hlaup og
köll voru ekki leyfð. Þó kom það fyrir að þegar ekki var kven-
félagskona í nánd að klifrað var upp í leikfimirimlana, svona rétt til
að fá útsýni yfir salinn, sem var œgistór í augum bamanna.
fOþýöusamband
* * ffusfurlands
*
Sendir fíusffirðingum öllum-
besíu óshir uml
gleðileg jól
og gotf og
farsælf homandi ár