Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 7
Jól 1997
7
Ógnarsmár er ég, í Þróttarbúningnum, undir 2700 milljón ára gamalli sandöldunni.Það var auðvelt að
fá þá tilfmningu að hún vœri að brotna yfir mig.
þriggja tíma flug eftir til Perth.
Ég hlakkaði mikið til að hitta
pabba sem ég hafði ekki séð í 5
ár. Ég átti líka tvö hálf systkini
úti og í huga mér var mikil eftir-
vænting.
Sumarhiti um hávetur
Þau biðu öll á flugvellinum,
pabbi: Gyða konan hans og
systir mín og bróðir. Það var
ekki líkast því að það væri há-
vetur í Astralíu þegar ég steig á
land. Hitinn var eins og best
gerist hér heima í júlí um 25° og
þó var hávetur þarna núna. í
Astralíu ætlaði ég að vera næstu
tvo mánuði og mér leist vel á
allt sem ég sá. Pabbi sagði mér
að langtíma veðurspá gerði ráð
fyrir miklum rigningum næstu
tvo mánuði, en sem betur fer
rættist spáin ekki og þessa tvo
mánuði sem ég var úti rigndi að-
eins í þrjá daga. Við vorum 45
mínútur frá flugvellinum og
heim. Ég fann ekki til mikillar
þreytu fyrr en um kvöldið þá var
ég alveg búinn.
Næstu dagar fóru svo í að
venjast umhverfinu, kynnast
fjölskyldunni og mestum tíma
mínum eyddi ég heima fyrir. Ég
kynntist þó fljótlega íslenskum
strák sem bjó stutt frá en ein-
hvern veginn var það nú svo að
mestum tíma mínum eyddi ég
með 7 ára bróður mínum - og
við lékum okkur á mótorhjól-
um. Við höfðum nefnilega báðir
mótorhjól, hann lítið og ég bara
venjulegt sem pabbi gaf mér, og
á mótorhjólinu eyddi ég mest-
um tíma mínum. Það gilda hins
vegar sams konar lög í Ástralíu
og hér, ég var auðvitað kolólög-
legur á hjólinu og var tekinn á
því eftir aðeins tvo daga af stað-
ar- eða hverfislöggunni. Hann
sagði mér þó bara að fara heim
og ekki var gert rneira úr málinu
og ég hélt áfram að leika mér á
hjólinu.
Á heimilinu var töluð ísl-
enska meðan ég var og þegar
einhverjir Islendingar voru í
heimsókn en annars er töluð
enska. Bróðir nrinn og systir tala
bara ensku. Pabbi ræktar pálma-
tré sem hann selur og vinnur líka
í annarri gróðurstöð.
Ég fór tvisvar á ströndina
sem var stutt frá. Ekki er hægt
að segja að þar hafi verið mikið
líf, enda hávetur eins og ég var
búinn að segja en sjórinn var
samt volgur. Ég fór hins vegar
nokkrum sinnum á sjóskíði á
allstóru vatni skammt frá Perth.
Þar var lyfta sem dró fólk á sjós-
kíðum hring eftir hring um-
hverfis litla eyju sem var í miðju
vatninu. Einhvern veginn fannst
mér vanta báta til að draga skíð-
in en þetta var samt allt í lagi.
í gullnámu
Við fórum öll saman í hálfs
mánaðar ferðalag um 350 kíló-
metra inn í landið. Mér fannst
það vera mjög langt en þegar ég
skoðaði kortið seinna var þetta
smáspölur miðað við stærð lands-
ins. Pabbi leigði húsbíl og á
ferðalaginu gisturn við líka hjá
vinafólki og í tjaldi. Það kom
mér á óvart hvað gróðurinn var
mikill en einhvern veginn hafði
ég ímyndað mér landslagið eins
og ég hafi séð það í bíómynd-
um, þurrt og skrælnað, en það
var nú öðru nær. Fyrst lá leið
okkar til Kalgoorlie sem er
námabær. Þar var mikið gull
grafið úr jörðu en námunni,
allavega þeirri sem við fórum
niður í, hefur nú verið lokað þar
sem allt gull í henni er búið.
Bærinn lifir samt á fomi frægð,
gullinu, og pabbi keypti þar
gullmola, óslípaðan, sem hann
sendi mig með heim sem gjöf til
systur sinnar hér heima. Við
pabbi fórunt niður í námuna í
lyftu en ég man ekki hvað það var
langt niður.
Wave rock
Frá Kalgoorlie lá leið okkar
til Wave rock sem er klettur
nákvæmlega eins og alda sem er
að brotna. Þetta er alveg stór-
inu. Vélin var full, mest fjöl-
skyldufólk sýndist mér og ég
drap tímann við að lesa, horfa á
myndband eða hlusta á útvarpið
eða lét mér einfaldlega leiðast.
Sjálfsagt hef ég sofnað eitthvað
þó ég muni ekki eftir því en
flugfreyjumar voru alltaf að
koma til mín og spyrja hvort
mig vantaði eitthvað, hvort ég
væri svangur, hvort ég væri
þyrstur og þar fram eftir götu-
num og eina fólkið sem ég
talaði við í vélinni vom flug-
freyjurnar. Þær gættu mín svo
sannarlega vel. Við lentum á
flugvellinum í Singapore eftir
tilskilinn tíma og tilkynnt var að
það yrði klukkustundar bið
þangað til ferðinni yrði haldið
áfram og ég beið í flugvélinni,
samkvæmt fyrirmælum að heim-
an og ekki síður vegna þess að
ein flugfreyjan sagði við mig:
„Ef þú ætlar til Ástralíu þá
verður þú kyrr í vélinni“. Hún
meinti að ég myndi týnast ef ég
væri inni í flugstöðinni.
Klukkustundin leið og aftur
var farið í lofið og nú var aðeins
ísak Fannar Sigurðsson er 14 ára gamall Norðfirðingur sem
ferðaðist eins síns liðs til Astralíu s.l. sumar. Aldrei hafði verið
áœtlað að Isakfœri þessaferð einn en það varð þó ofan á þar sem
allar áœtlanir um fylgdar- eða samferðamann brugðust. En hvað var
þessi ungi maður að gera einn alla leið til Astralíu? Hér á eftirfer
ferðasagan í stuttu máli.
Tildrög ferðarinnar voru þau
að mér hafði verið lofað að heim-
sækja pabba minn, sem býr í
Ástralíu, fermingarárið mitt. Um
tíma leit nú út fyrir að ég færi
hvorki lönd né strönd því
mamma sagði blákalt að ég færi
ekki einn. Við höfðum mikið
fyrir því að útvega mér sam-
ferðamann, auglýstum í blöðum
og útvarpi og það var meira að
segja spurst fyrir á Netinu. Það
virtist bara vera sem enginn
væri að fara á sama tíma og ég
eða þá að enginn hafði áhuga á
að hafa strákhvolp í afturdragi.
Þessi lyktaði svo að ég fékk að
fara einn að því tilskyldu að vin-
kona fjölskyldu pabba tæki á
móti mér á Heathrow, en í
London þurfti ég að gista eina
nótt. Ég fékk með mér allavega
leiðbeiningar um ferðatilhög-
unina og orðið passaðu þig á
þessu og passaðu þig á hinu
voru líka í veganestinu.
30 tíma flug
Ég lagði af stað frá Keflavík
áleiðis til London klukkan tvö
að degi, þann 5. júní. Framund-
an var stutt flug miðað við ann-
an áfanga, eða fjórir tímar og
mér fannst ég kominn til Lund-
úna eftir örskammt flug en þó
var klukkan átta að kveldi að
staðartíma. Á flugvellinum stóðst
allt, vinkona fjölskyldu pabba í
Ástralíu tók á móti mér á Heath-
row og við ókum saman inn í
borgina. Viðdvölin í London var
þó aðeins blánóttin því klukkan
tíu næsta morgun var lagt upp í
annan áfanga leiðarinnar til
Ástralíu - til Singapore og var
það flug áætlað 22 klukkustund-
ir og gekk það eftir.
Það bar lítið til tíðinda í flug-
Slangan sú ama var ekki beint geðsleg en ég lét mig hafa það að
bregða henni um hálsinn, eins ogferðamanna er siður.
Einn til Ástralíu