Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 10

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 10
10 Jól 1997 Aðalbjörn Sigurðsson Upphaf sögu austfirskra fjölmiðla A þessu ári eru 120 ár síðan fyrsta blað Austfirðinga, „Skuld" hóf göngu sína. Það er í rauninni ótrúlegt að þessara tímamóta hafi ekki verið minnst hérfyrir austan á einhvern hátt; minni tímamótum hafa verið gerð mjög vegleg skil, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er ekki annað hœgt en að dást að einstaklingum sem fyrir rúmlega öld síðan fóru út í það þrekvirki að hefja útgáfu vikublaðs á Austurlandi. Aðstœðurnar hafa verið etfiðar og sú tœkni sem notuð var að okkar tíma mœlikvarða vœgast sagt frumstœð. En þrátt fyrir margskonar etfiðleika í útgáfustarfsemi á Austurlandi í gegnum tíðina hefur oft verið stunduð blómleg blaðaútgáfa af ýmsu tagi. Hér áður fyrr voru það yfirleitt hugsjónamenn sem voru drijfjaðrir í þessari útgáfu. Of voru vinnudagarnir langir og þóknunin engin, en samt var haldið áfram. Skuld, stærsta blaðið á íslandi Sumardaginn fyrsta, hinn 19. apríl árið 1877, kom skonnortan Sophie til Eskifjarðar. Sophie var hlaðin ýmsum algengum vamingi en eitt flutti hún sérstætt og merkilegt - hún kom færandi fyrstu prentsmiðjuna á Austur- landi, Skuldarprentsmiðju. Með skipinu kom einnig Jón Olafsson ritstjóri, sem keypt hafði prent- smiðjuna erlendis. Jón þessi Ólafsson var út- gáfustarfsemi ekki ókunnur því hann hafði gefið út blöðin „Bald- ur“ og „Göngu-Hrólf ‘ í Reykja- vík. Aðdraganda þess að Jón kemur austur er að finna í útgáfu þessara blaða. I fjórða tölublaði, þriðja árg. „Baldurs" sem kom út 19. mars 1870 kom Islendinga- p Skuld. „SKI'I.li” M .... C' S|S£S^S |!§i| JÍgjfss a®iSgís35 Fyrsta tölublað „Skuldar" í ritstjórn Jóns Olafssonar kom út 8 maí 1877. A forsíðu blaðsins stendur „Skuld, stœrsta blað á Islandi“ þannig að Ijóst er að ekki var minnimáttarkenndinni fyrir aðfara hjá Jóni. Skuld átti þó ekki eftir að vera lífseigt blað og síðasta tbl. Skuldar á Eskifirði kom út aðeins þremur árum seinna. bragur með söngnótum við. Þar var víða kveðið fast að orði og var blaðið gert upptækt. I framhaldi þessa flýði Jón til Noregs á meðan málsókn stóð yfir en hann var síðan sýknaður. Þegar Jón kom heim fór hann að gefa út nýtt blað í Reykjavík er hann nefndi „Göngu-Hrólf’. Vorið 1873 birtist í blaðinu grein um landshöfðingjann Hilmar Finsen og var Jón fyrir hana dæmdur í 1200 ríkisdala sekt. Þar sem hann hafði engan vegin efni á að borga sektina hjálpaði Páll Ólafsson, alþingismaður og bróðir Jóns, honum að flýja til Vesturheims. Sektin var síðar lækkuð niður í 400 ríkisdali og í kjölfarið greiddi Páll sektina. I framhaldi þess kom Jón aftur til íslands árið 1875 og settist þá að á Eskifirði. Árið eftir (1876 - 1877) var hann í Kaupmanna- höfn en þaðan kom hann með prentsmiðju, sem hann setti nið- ur á Eskifirði á útmánuðum 1877 og hóf útgáfu á blaðinu Skuld Fyrsta blað Skuldar kom út 8. maí 1877. Ekki fer mikið fyrir hógværð ritstjóra blaðsins við upphaf göngu þess því að á forsíðunni stendur skýrum stöf- um: “Skuld, stærsta blað á Islandi”. Skuld kom út í 3 ár á Eskifirði, árin 1877 - ’80. Blaðið var all fjölbreytt að efni, en ekki að sama skapi vinsælt. Ritstjór- inn var deilugjam og óvæginn og lenti fljótt í ýmsum ritdeilum. Þó má ótvírætt fullyrða að blaðið hafði margvísleg menningarleg áhrif á Austurlandi. Að vísu varð blaðið, eins og áður kom fram. aldrei vinsælt en Skuld flutti lesendum sínum margvíslegt fræðandi efni. Það má einnig full- yrða að Skuld átti mikinn þátt í því að vekja Austfirðinga tíl umhugsunar um landsmál”. Glögglega má ráða af ýmsum orðsendingum til lesenda, sem birtar voru í Skuld, að margvís- legir erfiðleikar hafa steðjað að útgáfu blaðsins. Kom þar fyrst og fremst tvennt til: Óvissir póst- flutningar og vandræði við að innheimta áskriftargjöld en það var yfirleitt gert með innskrift í verslunum. Þegar komið var fram á árið 1880 var hagur blaðs- ins orðinn slæmur og svo komið fyrir Jóni Ólafssyni að hann fékk ekki lengur úttekt í verslunum á Eskifirði. I þessum fjárhags- kröggum tók Jón þá ákvörðun að hætta útgáfu Skuldar á Eskifirði. Á árinu 1881 voru prentuð 14 tölublöð af Skuld í Kaupmanna- höfn og eftir nokkurt hlé á útgáf- unni hófst prentun á blaðinu í Reykjavík. Síðasta tölublað Skuld- ar kom út 28. febrúar 1883 og þar tilkynnt að Skuld, fyrsta blað Austfirðinga, verði sameinað Þjóðólfi, fyrsta blaði Islendinga, undir ritstjóm Jóns Ólafssonar. AUSTRI elsti Fljótlega eftir að Skuldar- prentsmiðja tók til starfa á Eski- firði hóf Sigurður Gunnarsson prestur á Hallormsstað að vinna að útvegun heimildar til reksturs prentsmiðju á Seyðisfirði. Mun Sigurður hafa verið í forsvari fyrir hóp Austfirðinga sem voru óánægðir með skömmótt skrif Jóns Ólafssonar í Skuld og töldu fulla ástæðu til að hefja útgáfu annars blaðs í landshlutanum. Hinn 31. júlí 1878 var Sigurði veitt prentsmiðjuleyfi fyrir hönd Prentfélags Austfirðinga, Jóni Ólafssyni til mikillar gremju. Ritaði Jón grein í Skuld um mál þetta og getur þess að fimm prentsmiðjur séu í landinu og fráleitt að fjölga þeim. í grein- inni segir hann meðal annars: “...Sigurðr exprófastr Gunn- arsson... uppgjafa-prófasti; upp- gjafa-ritstjóri uppgjafa-árritsins “Iðunnar", uppgjafa-þingmaður og uppgjafa-pólitíkus, væri nú einnig orðinn uppgjafa-maðr á vitinu, er hann gœti eigi sjáandi séð, að sér vœri ofaukið á Austr- landi með nýja prentsmiðju. ” (Skuld 13. nóv. 1878) Fyrsta tölublað Austra kom út 22. des. 1883. Ritstjóri var Páll Vigfússon og í fyrsta ávarpi sínu til lesenda lagði hann áherslu á að blaðinu væri ætlað að verða fjórð- ungsblað, málgagn Austfirðinga. Blaðið varð fyrir þungum áföllum og kom aðeins út í stutt- an tíma. Árið 1885 létustu bæði prentari blaðsins, Guðmundur Sigurðsson og ritstjórinn, Páll Vigfússon. Fenginn var prentari frá Akureyri tímabundið. Nýr prentari var síðan ráðinn, Baldvin M. Stefánsson. Hann veiktist í árslok 1887 og andaðist í apríl 1888. Þessi áföll ásamt öðrum erfiðleikum urðu til þess að blaðið varð ekki langlíft og síðasta blað Austra kom út í desember 1887. AUSTRI næst elsti í rauninni var það ekki í samræmi við þá uppgangstíma, sem voru á Seyðisfirði og reynd- ar Austfjörðum öllum í lok síð- ustu aldar, að gefist væri upp á útgáfu eina blaðsins í landshlut- anum og prentsmiðju þess lokað enda undu Seyðfirðingar því ekki lengi að vera blaðlausir en hafa í byggðarlaginu prent- smiðju sem engum gagnaðist. Það var framkvæmdamaðurinn mikli, Ottó Wathne, sem stóð fyrir því að hafin var aftur útgáfa blaðs á Seyðisfirði árið 1891. Ákvörðun var tekin um að nýja blaðið skyldi bera nafnið Austri, sama nafn og prýtt hafði haus blaðs Prentfélags Austfirðinga áður. Fyrsta tölublað Austra hins nýja kom út 10. ágúst 1891 og geri Skapti Jósepsson, ritstjóri þar grein fyrir ástæðum útgáfunnar og stefnu blaðsins í alllangri grein. Þar fjallar hann meðal annars um nauðsyn á útgáfu „dagblaða”. Síðan nefnir hann þau blöð sem leggja kapp á að flytja fréttir líðandi stundar og taka til umfjöllunar framfaramál þjóðar og einstakra landshluta. Um þetta segir Skapti eftírfarandi: Því fleiri og tíðari sem dagblöðin eru, því betur geta þau talað máli tímans, lýst þörfum þjóðarinnar og stutt að framförum hennar. Þessa nauðsyn hafa menn séð og kannast við og reynt úr að bæta hér á landi, og því eru nú dagblöðin gefin út í öllum landsfjórðungum, nema Aust- urlandsfjórðungi einum, sem þó liggur bezt við samgöngum við útlönd og er einhver hinn jafn efnaðasti hluti landsins og vel mannaður. En það hefir eigi skort, að Austlendingar hafi kannast við, að brýn nauðsýn vœri á dagblaði, sem gefið væri út hér á Austurlandi, og því reis blaðið “Skuld” á fætur, en varð ekki langgætt, og seinna “Austri”, sem Austlendingar stofnuðu í félagi. En báðum þessum blöðum háði mjög samgönguleysi á sjó og landi, og blaðið “Skuld” illa sett á Eskifirði, en ritstjórn “Austra" jafnan höfð meira eða minna í hjáverkum, og stundum sat ritstjórinn í marga mílna fjar- lægð frá útkomustað blaðsins. Ur þessum síðara annmarka er nú vonandi bætt með því að vér önnumst alveg ritstjórn og útsendingu blaðs þessa, og ætti það að geta farið í bœrilegu lagi, Góðir Austfirðingar Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vélar hf. Vatnagörðum 16 Reykjavík Oskum Rorðíirðingum og ftusfíirðingum öllum gleðilegra jóla og íarsasls komandi árs Þöhhum írába2rar viðtöhur Föndurhús Jennýjar nTiðslrazfi 4 Reshaupsfað s. 477 1017

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.