Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 27

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 27
Jól 1997 27 félagið og víðar. Þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl sem merkt voru félagi framsóknar- kvenna. Þetta skjal hékk nokkuð lengi upp á töflu í eldhúsinu hjá mér og fannst ekki öllum við hæfi að ég, alþýðubandalags- manneskjan, væri að flagga slíku. María Guðjónsdóttir hárgreiðslu- meistari og Unnur Stefánsdóttir formaður tilbúnar í skemmtana- bransann á Akureyri. Á 9. áratugnum var stofnuð fræðslu- og skemmtinefnd sem átti fyrst og fremst að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt fyrir félagskon- urnar sjálfar. Hún starfaði vel fyrstu árin og skilaði það sér inn í félagsstarfið. Síðustu árin hefur það orðið fastur liður að skipuleggja skemmtiferðir ýmiss konar ásamt slysavamarkonum. Slíkar ferðir eru alltaf mjög skemmtilegar, þar blandast sam- an konur á öllum aldri og skemmta sér allar jafn vel. Ein slík ferð var farin til Akureyrar árið 1990 í rútu frá Hlífari. Sig- rún Guðjónsdóttir hefur sett ferðasöguna á blað og hér kemur stuttur útdráttur. “Upp í blóðbrekkum upp- götvaði ein að hún hafði gleymt leðurjakkanum og var sent eftir honum. Einhverjar voru með brjóstbirtu með sér, ekki á pela heldur á piparglösum. Á Akur- eyri var auðvitað farið í versl- anir, út að borða og í leikhús. Þegar konur snurfusa sig gengur oft mikið á, þama fengu ýmsar ákveðin hlutverk, ein greiddi, ein málaði og jafnvel voru saumuð föt á hárgreiðsludömuna meðan hún greiddi mannskapnum. Það vom fínar og vel uppáklæddar konur sem fóru út að borða á Akureyri þetta kvöld. Síðar um kvöldið fóru sumar á árshátið hestamanna í Víkurröst á Dalvík en aðrar heim. Það fylgir ekki sögunni hverjar fóm á árshá- tíðina. Hér á eftir fylgja þrjár vísur úr tveim vísnabálkum sem urðu til: Ýmislegt er hér að geyma gott að hafa ekki um það hátt, leðurjakkinn varð eftir heima. Við stoppum ferð og höfum hátt. Þrír formenn í rúm- lega hálfa öld Á þessum 90 ámm hafa verið 18 formenn en tvo síðustu ára- tugina hafa flestir fomienn setið í 2-4 ár. Þrjár konur langar mig að nefna sem gengdu störfum formanns nokkuð lengi. Guðný Þorsteinsdóttir fyrsti formaður félagsins sat í 22 ár, Kristrún Helgadóttir var einnig formaður 22 ár og Guðrún Sigurjónsdótttir var formaður í 9 ár. Félagskonum fækkar Piparinn á pelum pantar pínulítið ljósbláan. Viltu rauðan eða vantar nei svartan eða einn gráan. Bílstjórinn var Bjami Há- varðsson og fékk hann og þær konur sem heima sátu eina vísu: Bjarni besti bílstjóri er ekur út og austur. Aðrir sitja heima hjá sér og því er ekkert flaustur. Konur fóru líka í ferðalög fyrr á ámm þegar bílar og ferðalög voru ekki orðin svona algeng eins og nú. Kristrún Helgadóttir var mikill skörungur eins og þeir vita sem muna eftir henni. Eg heyrði af henni eina sögu úr ferðalagi á Homafirði. Áður en lagt var af stað heim var haldið í kirkju og hún skoð- uð. Þegar rútan nálgast Almanna- skarð uppgötvast að það vantar tvær konur og var önnur, for- maðurinn Kristrún. Það er snúið við og ekið til baka. Þegar komið er að kirkjunni standa þær stöllur utan dyra frekar æstar, þá voru þær nýkomnar út. Þær höfðu læst inn í kirkjunni og ætluðu aldrei að finna leið út en fundu ein- hverja útgönguleið að lokum. Kristrún lýsti því yfir að hún var farin að íhuga það alvarlega að hringja kirkjuklukkunum til að láta vita af þeim. Það hefði trú- lega orðið upplit á Hafnarbúum ef kirkjuklukkumar hefðu farið að hringja. Þetta sýnir okkur að alltaf skeður eitthvað eftirminni- legt í kvenfélagsferðum. Síðustu 10 árin hefur orðið erfiðara og erfiðara að halda uppi öflugri félagsstarfsemi jafnt í kvenfélögum sem og öðmm félögum. Félagskonum fækkar sífellt, engin endurnýjun á sér stað. Allt starf félagsins er borið uppi af 15 - 20 konum. Kven- félög eru auðvitað börn síns tíma og ef til vill eru þau að líða undir lok. Það þjóðfélag sem við búum við í dag hvetur ekki fólk til að leggja eitthvað af mörkum í þágu þjóðfélagsins. Nú er það einstak- lingshyggjan sem ræður ríkjum og hver og einn hvattur til að rækta sjálfan sig, sem er auð- vitað gott ef fleiri fá að njóta þess. Flestir vilja vera neytendur en ekki þátttakendur, en það er efni í aðra grein að velta fyrir sér framtíðinni. Eg vil hvetja konur til að kynna sér starfsemi fél- agsins, ef áhugi er fyrir því að taka þátt í einhverju félagsstarfi. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Unnur Stefánsdótt- ir, formaður, Heiðbrá Guðmunds- dóttir, varaformaður, Sólveig Ein- arsdóttir, gjaldkeri, Sigrún Guðj- ónsdóttir, ritari og meðstjóm- endur eru Kristrún Arnfinns- dóttir og Sigrún Jóhannsdóttir. Upphaf míns félagsmála- vafsturs var hjá kvenfélaginu og hefur sú reynsla nýst mér vel. Með þessum punktum vil ég þakka fyrir það og óska félaginu alls hins besta. Þar sem nú nálgst jólahátíðin vil ég enda þetta með vísu frá ónefndri kvenfélagskonu sem ort var í jólaglöggi félagsins fyrir nokkmm ámm. ileg jól og farsælt ár a dni^ FLUGLEIÐIR OG FLUGFÉLAG ÍSLANDS Umboðið Neskaupstað Heiðursfélagar á 70 ára afmœlinu. Sitjandi f.v. Magnea Guðmundsdóttir, Sigríður Tómasdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Hallbera Hallsdóttir og Hallbera Sigurðardóttir. Standandi f.v. Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Guttormsson, Lilja Víglunds- dóttir, Olöf Gísladóttir og Guðrún Eiríksdóttir. Ef friður um heimsins byggðu ból Til hamingju með afmælið bjargað gæti mönnum kvenfélagskonur. þá æðstu gjöf urn gleðileg jól við gefum af hjörtum sönnum. / Oskum Austfirðingum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða 9'lg Oddi hf. Reykjavík Umboðsmaður Austurlandi: Guðmundur Haraldson Nesprent Neskaupstað T?ársherastofa Svcinlaugar rniðstrasfi 6. Rcshaupstað, ( 477 1775 Óskar viðskiptavinum sínum Gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs LMeð þakklœtijyrir viðskiptin I á árinu sem er að líða

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.