Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 9

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 9
Jól 1997 9 „Mamma ert það þú sem setur í skóinn?" Stefanía ásamt börnum sínum, Zoe, Tanya og Dagbjarti. Hugleiðingar um jól vekja ljúfar endurminningar hjá þorra fólks. Oftast tengjast þessar end- urminningar bamæskunni sem eru endurvaktar einu sinni á ári og skynjar hver og einn jólin á sinn hátt. Samt er það svo að viss þjóðartilfinning tengist jólunum í þeim löndum sem eiga sér foma sögu þar með jól em haldin. Hér í Astralíu búa svo mörg þjóðarbrot að það á áreiðanlega eftir að taka nokkur hundmð ár þar til að úr verður heilsteypt þjóðarmenning. Kannski er mest áberandi arfleifð frá enskri menningu sem er eðlileg afleið- ing af valdasetu Englendinga og þó að Astralía sé nú orðin að mestu sjálfstæð heimsálfa þá þarf hver stjórnmálamaður og þeir sem sækja um ástralskan ríkisborgararétt að sverja Eng- landsdrottningu hollustueið. Raddir um full sambandsslit era að verða æ háværari og er málið í sífelldri skoðun. Það er með mig eins og flesta Islendinga að jólin eru í mínum huga mikil hátíð. Eg fer því eigin leiðir með jólahald og reyni að skapa hughrif á mínu heimili svipuð því sem gerðist heima. Þannig heimsækja rslensku jólasveinarnir okkur skil- merkilega. Bömin kvörtuðu mikið yfrr því til að byrja með að fá ástralskt sælgæti í skóinn. Fannst að þeir gætu haft það íslenskt fyrst á annað borð þeir kæmu alla leið frá íslandi og vakti þetta vissa tortryggni. Reyndar á ég aðeins eitt bam eftir sem trúir á jólasveininn. Svo vel hef ég leikið þennan leik að sonur minn sem er 11 ára uppgötvaði það ekki fyrr en um síðustu jól að jólasveinninn væri plat. Hann er kvöldhani með eindæmum og oft þurfti ég að leggja á mig vökur til að koma í skóinn. Eitt kvöldið var ég búin að bíða lengi. Var komin inn í rúm og læddist fram og gægðist inn í herbergið og sá að hann var vakandi. Eg fór þá fram í eldhús og fór þar eitthvað að dunda mér og lít inn nokkru seinna. Sé ég þá að hann liggur hreyfmgarlaus með lokuð augun og læðist inn. Þar sem ég er að setja í skóinn sest hann upp og segir: „Mamma, ert það þú setur í skóinn?" Ég leit við og sá andlit sem lýsti þvílíkum vonbrigðum að hjartað í mér féll saman. Mér leið eins og versta svikara. Svo sagði hann: „Ég er nú pínulítið feginn líka því ég var svoh'tið hræddur. Ég heyrði eitthvert þrusk frammi í eldhúsi og hélt að það væri Pottasleikir að glamra í pottunum". Síðan kom reiðin yfir því að hafa verið plataður öll þessi ár ásamt sjokkinu yfir því að ævintýraheimurinn hrundi til granna á einu augnabliki. Hann hótaði mér að segja yngri systur sinni að þetta væri allt plat en ég gaf honum þá þann valkost að gera það og enginn skór færi framar upp. Ef enginn í húsinu tryði á jólasveininn væri ekki ástæða til að gefa þeim í skóinn. Hann þagði því þunnu hljóði. Ég velti því fyrir mér á þessari stundu hvort að bömin gætu haft af því andlegan skaða að vera göbbuð á þennan hátt, en komst svo að þeirri niðurstöðu eftir nokkrar vangaveltur að allur spenningurinn og gleðin sem fylgdi jólasveininum væri þyngri á metunum og held því ótrauð áfram að skrökva að yngstu dóttur minni og kyrja með henni Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í takt við komu hvers og eins. Ég hef þann sið á jólaföstunni að lesa fyrir bömin sögur sem tengjast íslensku jólunum og eins er mikið spilað og sungið af jólalögum. Jólapósturinn að heiman er daglegt gleðiefni í desember. Þannig læðast jólin inn í huga okkar þrátt fyrir sól og sumarhita. Við höldum líka þeirri venju að baka laufabrauð og flatbrauð til að hafa með jólahangikjötinu. Islendingar, búsettir hér, hitt- ast árlega 1. desember í stóram almenningsgarði, Kings Park, í miðborg Perth og grilla saman. Stundum er slegið upp hring og sungið. Af annarri Islendinga- starfsemi hér má nefna spila- vistimar sem haldnar era til skiptis heima hjá okkur yftr vetramánuðina þ.e. frá apríl og fram í október. Einnig er 17. júní alltaf haldinn hátíðlegur, oftast með kvöldverði og dansleik. Þegar þetta er skrifað er komið fram í miðjan nóvember og jólaauglýsingar eru famar að birtast á skjánum. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Með augum útlendings fylgist ég með jóla- haldi hér og finnst sérstaklega að undirbúningur jólanna beri keim af andlegri fátækt. Þeir eru jú með jólasveininn Santa sem fyll- ir sokka bamanna á jóladags- morgun, en er að öðra leyti frekar litlaus persóna. Vel get ég samt ímyndað mér að hjá öllum þeim þjóðarbrotum sem hér búa þrífist litrík jólamenning þar sem hver heldur sínum siðum rétt eins og ég. Hún kemur einfald- lega ekki fram í fjölmiðlum sem heilsteypt áströlsk menning vegna margbreytileika. Um miðjan desember fara bæði trúarfélög og eins bæjarstjórnir ýmissa hverfa af stað með samkomur þar sem komið er saman með kerti og sungin jóla- lög. Bæjarstjóm Armandale þar sem ég bý stendur fyrir þess konar uppákomu árlega. Safnast er saman niðri í almenningsgarði snemma kvölds. Þegar dimma fer er kveikt á kertunum og sungið ásamt öðram skemmti- atriðum. Yfir þessu er viss hátíðablær. A mínu heimili er jólunum tvískipti. Við höldum aðfanga- dagskvöld með pompi og prakt. Klukknahringing og Útvaip Reykjavík, gleðileg jól berst okkur til eyrna frá upptekinni útvarpsmessu frá því í hittið fyrra, bara svona upp á stemmn- inguna. Opnaðir eru pakkar sem berast frá Islandi. A jóladags- morgun fjörum við til fjölskyldu eiginmanns míns og þar era aftur opnaðir pakkar og börnin fá sinn jólasokk. Það er siður að stór- fjölskyldan komi saman þennan morgun, þ.e. foreldrar, börn og bamaböm og síðan er snæddur hádegisverður. Seinnipart dags er haldin önnur fjölskylduveisla þar sem ömmu og afasystur era tekin með í reikninginn ásamt afkomendum. Svo kemur annar í jólum eða Boxing day eins og hann er kallaður hér. Er þá oftast farið í jólaboð til vina og kunn- ingja. Jólin eru þessir tveir dagar og búið. Það er mikið haft við í mat og eftirréttum. Köku og tertuveislur þekkjast ekki hér. Gamlárskvöld er flugelda- laust sökum þurrka og eldhættu. Tvisvar á ári eru þó haldnar flugeldasýningar: A þjóðhátíðar- degi Astrala þann 26. janúar og eins er komin hefð fyrir því að vera með landbúnaðarsýningar í október á hverju ári, bæði í miðborginni og hinum ýmsu hverfum og enda þær allar með flugeldasýningu. Þar sem ég sit hér við tölvuna er mér efst í huga þakklæti fyrir mína arfleifð varðandi jólin. Ég vona að í þessari setningu leynist ekki hinn margfrægi íslenski hroki heldur jákvætt gildismat á litríkri þjóðarmenningu þar sem álfar og hrekkjóttir jólasveinar lýsa upp skammdegið og allt lífið tekur á sig ævintýrablæ í heimi barnanna. Þar sem fjöl- miðlar leggjast á eitt með að byggja upp stemmningu fyrir jólunum. Þar sem kirkjuklukkur landsins sameina þjóðina í helgi jólanna kl. 6 á aðfangadags- kvöld. Kannski leynist hjá mér sá vonameisti að einhvern tímann í framtíðinni fái ég aftur að vera þátttakandi í jólunum heima. Ég ætla að ljúka þessu með því að óska öllum Norðfirðingum gleði- legra jóla og velfarnaðar á nýju ári hvort sem það verður í sameinuðu eða ósameinuðu sveitarfélagi. Perth, 12. nóv. 1997. Stefanía Gísladóttir og farsœls komandi árs Með þökk fyrír viðskíptin á árínu Mraðfrystíhús Sskífjarðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.