Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 21

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 21
Jól 1997 21 UOKKSAGA - FRAKHALD keppni í Atlavík um verslunar- mannahelgina, til að fá frítt inn á svæðið. Hljóðfæraskipanin var frumleg, þeir voru með tvo trommuleikara, einn bassaleik- ara auk söngvara. A trommur spiluðu Magnús Bjarkason og Kristinn Harðarson (Kiddi í Freyju), bassaleikarinn var Jón Skuggi og Tryggvi Þór Herberts- son söng. Hljómsveitin vakti athygli fyrir kraftmikla spila- mennsku. Þeir voru frjóir og beitt- ir í sinni tónsköpun og textagerð. “Við syngjum hér saman í kór...“ Vegna velgengninnar í Atla- vík, þar sem þeir voru í úrslitum hljómsveitakeppninnar, var ákveð- ið að halda áfram um haustið. Hljómsveitin fékk aðstöðu til æfinga í bræðslunni. “Við byrj- uðum af krafti um áramótin, þá fórum við að vinna markvisst." sagði Kiddi. Ingvar Jónsson, hljómborðsleikari, bættist í hóp- inn og hljómsveitin fór að halda tónleika. Fyrstu tónleikamir voru um páskana 1983, á þeim kom hljómsveitin Súellen fram í fyrsta skipti, en auk þeirra voru þarna Bjami Tryggva, og kvenna- hljómsveitin Broadcrest Lydro Band. Einnig vom frægir tón- leikar um sjómannadagshelgina í Neskaupstað og á Seyðisfirði. “Tónleikamir byrjuðu á ein- hverju kórdæmi. Jón Skuggi tók það upp. Hann söng sama stefið aftur og aftur, ofan í sömu hljóð- rásina. Þannig fékk hann út marg- radda kór sem söng: “Við syngjum hér saman í kór, samkór lögreglunnar.“ Um sumarið gekk Eðvarð Lámsson, Tíbrármaður af Skaganum, gítarleikari, í hópinn. Hann hafði komið austur um vorið til þess að vinna, stofnað hljómsveitina Berlínar- bollurnar með Þresti Rafnssyni og Pjetri Hallgrímssyni. Eðvarð fór svo að spila með SKLF. Talið í vals í Færeyjum Þetta sama sumar fer hljóm- sveitin til Færeyja. “Það var Tryggvi sem náði í þennan díl“, sagði Kiddi, “þetta er í kringum vinabæjarheimsókn Þróttaranna." Hljómsveitin spilaði fimm kvöld í Klubben í Þórshöfn. Fyrir ferðina keyptum við langferða- bíl, appelsínugulan Benskálf. Rútan dugði túrinn. A bakaleið- inni, bræddi hún úr sér á Fjarðar- heiðinni. Henni var því skilað til fyrri eiganda. Svissinn á rútunni var bilaður, til að starta henni varð að nota skrúfjám. Um borð í ferjunni var rúta full af gamalmennum í eldriborgaraferð til Færeyja. „Þeir voru alltaf að gera grín að þessari rútu okkar sem var start- að með skrúfjámi. Við spiluðum í Havnarklubben í Þórshöfn. Eitt kvöldið kom hópurinn á tónleik- ana. Ein gömul kona steytti framan í okkur skrúfjám. Við Ingvar Jónsson, hljómborðsleik- arí, var í SKLF en hér er hann á sviðimi með hljómsveitinni Sú Ellen. Armann Einarsson er í baksýn. Ljósm. KL vomm að spila svona pönk og sungum um „Anarký". Stoltið var samt ekki meira en svo að talið var í vals, “einn, tveir, þrír, einn, tveir, þrír.“ Eddi hafði verið í danshljómsveit áður. Hann kunni því fullt af svona lögum. Hann kallaði til okkar hljómana og við spiluðum valsa allt kvöldið. Þama voru pönkararnir með sína tvo tromm- ara að spila gömlu dansana", sagði Ingvar. Eg spurði Kidda, hvemig Færeyingar hefðu tekið þeim? “Þeir fíluðu þetta ekki neitt. Stærsta kvöldið spilaði með okkur frægasta grúppan í Fær- eyjum, sem var þá. Hún hét 05hum öllum ftusffiröingum öleöilegra jóla og farsæls homandi árs Þöhhum viöshipiin á árinu sem er aö líöa Hljómsveitin SKLF á sviðinu íAtlavík. Blackbirds, dansgólfið var tómt þegar við spiluðum en fullt hjá þeim. Þeir spiluðu svona „Anna í Hlíð“, prógramm.“ Hljómsveitin lenti í fangelsi í Færeyjum. Rótarinn þeirra hafði hnuplað ódýrri myndavél. Ingvar sagði söguna svona: „Við sátum fyrir utan klúbbinn og vorum að bíða. Þá sjáum við allt í einu hvar lögreglan kemur og leggur í grenndinni. Tryggvi stendur keikur og segir: “Þeir hljóta að vera með rassíu héma í hverfinu.“ Það skiptir hins vegar engum togum að þeir rjúka beint á okk- ur og draga okkur inní bíl. Lög- reglan talar eitthvað í talstöðina, og Tryggvi þýddi þetta. “Þetta er allt í lagi, málið snýst bara um einhverja myndavél, sem var stolið.“ Þeir Tryggvi og Eddi vom báðir með myndavéladellu og voru með flottar myndavélar hangandi framan á sér, miklu flottari en þessi vél sem var stolið. Löggubíllinn ekur með okkur á stöðina. Þeir eru allan tímann eitthvað að blaðra í stöð- ina. “Við emm hérna með þá,“ og eitthvað svoleiðis. A stöðinni bíður okkar her manns. Okkur er skellt beint í fangelsi og fáum að vita um hvað málið snýst. Við náttúmlega vitum ekki neitt og sitjum þama fram eftir degi alveg á tauginni því við erum að missa af ferjunni. Síðar kemur á daginn að rótarinn, sem var með okkur hafði hnuplað einhverri “imbamatik-vél“, og hann skilaði henni. Við áttum að borga ein- hverja sekt en höfðum ekkert handbært fé, og þar sem við vor- um alveg að missa af feijunni losn- uðum við við það. Þegar við kom- um niður á bryggju er Jón þar með rútuna alveg ein taugahrúga búinn að bíða eftir okkur í lengri tíma. Þannig að við náðurn ferj- unni, en fyrsta sem við heyrum þegar við komum um borð er lfétt í útvarpinu um myndavélarránið“. Ingólfur Guðbrandsson fyrstur á svæðið Ingvar sagði mér að þeir hefðu haft ágætt uppúr því að vera pönkhljóinsveit og spila aðal- lega á tónleikum, “við keyptum okkur hljóðkerfi og höfðum fullt af peningum.“ Haustið 1983 spilaði hljómsveitin á tónleikum í Atlavík, og síðan héldu þeir suður á bóginn. Hljómsveitin SKLF spilaði á tvennum tónleik- um í Reykjavík. Þeir fyrri voru á Hótel Borg, sem á þessum árum var Mekka rokktónlistar á íslandi. Þeir fengu frekar slæma gagn- rýni fyrir þá tónleika. I dagblað- inu Tímanum birtist klausa eftir Bra, undir nafninu “Fáránleg samkoma". Nokkru seinna var ákveðið að halda tónleika á skemmtistaðnum Safarí. Félag- Ljósm. KH arnir í hljómsveitinni voru eitt- hvað niðurdregnir fyrir tónleik- ana og héldu að enginn myndi koma á þá, vegna greinarinnar úr Tímanum. Þegar tónleikamir áttu að hefjast, er Ingólfur Guð- brandsson fyrsti maðurinn sem mætti á svæðið, ásamt einhverju fólki sem fylgdi honum að mál- urn. Það var eitthvað fleira lið þarna á staðnum. Svo fór segul- bandið í gang með rödd Jóns Skugga: “Við syngjum hér saman í kór, samkór lögregl- unnar.“ Það fóru nú að renna einhverjar grímur á viðstadda. Svo þegar hljómsveitin kom fram datt andlitið af gestunum. Hljómsveitin leystist upp í kjölfarið. Nokkrir af þeim sent voru í Samkómum eru ennþá í rokkinu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.