Austurland


Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 14

Austurland - 23.12.1997, Blaðsíða 14
14 Jól 1997 Guðrún Kristinsdóttir minjavörður Austurlands Fornleifar í Norðfirði Frá Búlandinu. Meðfram sjónum eru naust af ólíkum gerðum og sjóbúðatóttir. Þar áttu bœndur í Norðfjarðarsveit verbúðir í sameiningu. Ofan við brekkur eru tóttir Búlandsborgar, sem áður fyrr var afbýli frá Skorrastað, en í seinni tíð sjálfstœð jörð þar sem búskapur byggði mjög á sjósókn. Á Búlandsborg er varðveitt sannkallað mannvistarlandslag með miklum fjölda gamalla tótta, og svœðið er ákjósanlegt til gönguferða. Undanfarin sumur hefur stað- ið yfir skráning á fomum mann- vistarleifum og sögu- og þjóð- trúarstöðum víða á landinu. Verkefnið er einu nafni kallað fomleifaskráning og er forgangs- verkefni á vegum þjóðminja- vörslunnar. Tilgangur með fom- leifaskráningu er að safna saman heimildum um alla minjastaði og gera úr þeim aðgengilegar upp- lýsingar sem nýtast við skipu- lagsgerð hvers konar. Megin- hugmyndin er sú að auðvelda vernd fomleifa, sem stafar hætta af vegalagningu, húsbyggingum, skógrækt og margs konar fram- kvæmdum. Annar tilgangur er að afla yfirlits yfir minjastaði, gerð þeirra og ástand og mikil- vægi í samanburði við aðra, að svo miklu leyti sem hægt er að ákvarða slíkt með skráningu einni saman. Að fengnu slfku yfirliti er hægt að gera ráðstaf- anir til bjargar merkilegum minj- um sem liggja undir skemmdum. Einnig er hægt að velja úr minjastaði til að merkja og vekja sérstaka athygli á. Það geta verið staðir sem tengjast elstu sögum, eða varpa sérstöku ljósi á sögu og sérkenni byggðarlaganna. Loks auðveldar gott yfirlit val á minjastöðum sem henta til fom- leifarannsókna. Með fornleifaskráningu er átt við heildarskráningu allra forn- leifa sem vitneskja fæst um. Við undirbúning skráningar er leitað vísbendinga um fom mannvirki í ýmsum ritum eldri og yngri, í örnefnaskrám, og með viðtölum við staðkunnuga á viðkomandi svæðum. Haldið er til haga upp- lýsingum um alla slíka staði, jafnvel þótt þeir falli ekki undir skilgreiningu þjóðminjalaga á fornleifum, sem er 100 ára ald- ursmark, eða þótt minjamar séu nú horfnar af yfirborði einhverra hluta vegna svo sem vegna túna- sléttunar eða framræslu. Fornleifaskráning í einhverri mynd er annars ekki nýtt fyrir- bæri, og var fyrst safnað saman upplýsingum um helstu minjar hér á landi á fyrri hluta 19. aldar. Fomleifaskráning í Norðfirði fór fram sumrin 1993 - 1995 og var það fyrsta sveitarfélagið á I Sandvík. Lœkurinn á miðri mynd skiptir túnum Parts og Miðsandvíkur og var kallaður Bœjarlœkur báðum megin. Til vinstri við miðja mynd er tótt sumarjjóss í Parti og áþekk tótt er Miðsandvíkurmegin. Gata til Barðsnesbœja lá um Sandvíkurskarð upp afbæjunum. Margar sögur eru af draugnum Sandvíkur-Glœsi, framliðnum kaptéini sem rak á land í Sandvík. Ein sagan segir frá því að Glœsir dundaði sér stundum við að safna saman snjó í Fláunum fyrir ofan bœina. Eitt sinn steypti hann dyngjunni yfir bœinn í Miðsandvík, og varð húsfreyjan í Dammi vör við það þegar snjóflóðið féll. Dammur var utan við Miðsandvík og mjög stutt á milli. Talið er að Dammur hafi eyðst í skriðuföllum, og kann þessi saga um Glœsi að geyma minningu um það.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.