Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 19
17
Það í fornu máli — og síðar
Ég hef kannað nokkuð vandlega dæmi um það í textasafni mínu
sem tekur til Islendinga sagna, Sturlungu, Heimskringlu og Land-
námu. Þar eru alls 16.583 dæmi um orðið, en ekkert þeirra er úr setn-
ingagerðum sambærilegum við þær sem sýndar eru í (3)—(9) hér að
framan (náttúrufarssetningar, þolmyndarsetningar, tilvistarsetningar
o.fl.). Spumingin er þá hversu miklar ályktanir megi draga af þögn
textanna. Er óhætt að túlka þessar niðurstöður svo að leppurinn það
hafi ekki verið til (a. m. k. ekki í þessum setningagerðum) í fomu máli
(sjá Eirík Rögnvaldsson 1998:330-331)? Faarlund (1990:17) lítur
a. m. k. svo á, og tínir til nokkrar það-lmszr setningar í fomíslensku
þar sem det væri notað (og nánast skyldubundið) í samsvarandi setn-
ingum í „afkomandanum“ (descendent language) nýnorsku.15 Meðal
þeirra dæma sem hann tekur em setningamar í (16a-b). (16a) er úr
Hrafnkels sögu Freysgoða, en (16b) er úr nýnorskri þýðingu sög-
unnar:
(16) a. Bjami hét maður. (Hrafnkels saga Freysgoða, s. 1398)
b. Det var ein mann som heitte Bjame.
Faarlund heldur því fram að þama komi fram mikilvægur munur og
vísar til „lögmáls ónýttra tækifæra" (The principle of „missed oppor-
tunities“), sem hann orðar svo (1990:17):16
(17) Ef tiltekin setningafræðileg eind eða formgerð, F, er notuð reglu-
lega í tilteknu hlutverki eða samhengi, S, í lifandi tungumáli, T,
og F kemur ekki fyrir í S á eldra stigi tungumálsins, ET, þá em
ríkar ástæður til að ætla að F hafi ekki verið til í ET.
sbr. 9. nmgr. hér að framan); vísi til (ósögðu) yrðingarinnar Hún spillir okkru vinfengi,
sem liggur á bak við orð Gunnars, og hann neitar. Merkingarleg staða það sé því hin
sama og í eftirfarandi fráfærslusetningu:
(ii) Það mun svo nær leggja [að hún spilli okkru vinfengi]
15 „The fact that the expletive subject is absent even in those contexts where it is
more or less obligatory in the descendent language provides rather strong evidence
against its existence in Old Norse“ (Faarlund 1990:17).
16 „If a certain syntactic form F is used regularly in a given function or type of
context C in a living language L, and if F is absent in C at an earlier stage of the langu-
age, OL, then there is good reason to assume that F does not exist in OL.“