Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 149
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 147
4.1 Ástæður hvarfsins
Bandle (1956:349) nefnir sem hugsanlega skýringu á hvarfi eignarfor-
nafnanna að þau hafi orðið fyrir áhrifum frá eignarfallsmyndunum
hans, hennar og þeirra, en þessar myndir gegna sama hlutverki og
eignarfornöfn.53 Niðurstaðan eftir breytinguna er sú að eignarfalls-
myndimar okkar, ykkar og yð(v)ar hafa tekið við af eignarfomöfnun-
um. Þessi skýring er án efa helsta skýringin á hvarfi okkarr, ykkarr og
yð(v)arr. Búast hefði mátt við sömu áhrifum á önnur eignarfomöfn,
minn, þinn, sinn og várr.54 Þau héldu hins vegar velli.55
Þó nokkuð mörg lýsingarorð hafa samhljóða myndir í nf.et.kk. og
kvk. eins og stór, Ijós og vitur. Slík orð kunna að hafa haft áhrif á
nf.kvk.et. eignarfomafnanna svo að það fékk sömu mynd og karlkyn-
53 Bandle nefnir ekki myndina þess en hún á einnig heima í hópi áhrifavaldanna.
54 f beygingu minn, þinn, sinn og várr voru alla tíð til myndir sem voru samhljóða
eignarfallsmyndum samsvarandi persónufomafna og afturbeygða fornafnsins: mín,
þín, sín og vár í nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft. Hjá þessum eignarfomöfnum voru því
avallt fyrir hendi forsendur fyrir breytingum.
55 Stundum virðast þó hafa verið notaðar eignarfallsmyndir persónufomafna í stað
minn,þinn og sinn. Bjöm K. Þórólfsson (1925:44) segir að myndirnar mín,þín og sín
séu oft notaðar í stað beygðra mynda eignarfomafna í skáldskap frá því seint á 14. öld
°g þær komi nánast alltaf næst á eftir nafnorðinu sem þær standa með. Um notkunina
gefur hann m.a. þetta dæmi:
(i) Því næst höfðu þemur þín
stutthalaklæði sem sveinar mín
Þessar myndir segir Bjöm hins vegar aldrei koma fyrir í óbundnu máli, og á þá við
N. og 15. öld. Þetta þykir honum benda til þess að slíkar myndir hafi ekki verið til í
daglegu tali og hann telur þær hafa komist inn í skáldskaparmálið með þýddum kvæð-
ým. Bjöm (1925:98) segir að á 16. öld sé a.m.k. myndin mín oft notuð á þennan hátt
1 óbundnu máli. Hann gefur dæmi úr Nýja testamenti Odds (Matt. 20,23; Mark. 10,40)
en myndunum segir hann haldið í Guðbrandsbiblíu:
(ii) Þat at sitia til minnar hægri og vinstri handar er ecki min at gefa ydr
Jón Helgason (1929:78) nefnir einnig þessi dæmi úr Nýja testamenti Odds en bendir
a að mm komi aðeins í stað eignarfomafns ef orðið er notað sem umsagnarorð
(predikatíft). Bandle (1956:351) nefnir þessi dæmi og nokkur fleiri úr Guðbrandsbibl-
lu- Hann endurtekur ummæli Jóns og bætir við að þessi notkun komi aðeins fyrir „wo
das Subjekt keinen starken formalen Zwang ausubt". Þessi notkun er miklu sérhæfð-
ar> en notkun eignarfallsmynda í stað okkan, ykkarr og yð(v)arr. í nútímamáli em
nunn, þinn< sjnn 0g vo/. asvinlega beygð. Þessi sérstaka notkun á mín, þín og sín get-
Ur ÞV1 yarla tengst þróun okkarr, ykkarr og yð(v)arr.