Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 207
205
Á tjá og tundri
Eðlilegt væri að geta sér þess til að um sjálfa athöfn þessa undir-
búnings mundi hafa verið til þolfallssamband: að setja/bera/láta á tjá
og (á) tundur (sbr. og láta í té yfirleitt), en þágufallssamband hafi átt
við að því verki loknu, þegar hin eiginlega hátíð samneyslu guða og
manna mátti hefjast með því að blótshöldurinn eða goðinn hefur þá
slegið eldi í tundrið undir kjötinu, blætinu, hvort heldur til að elda það
(steikja, glóða o.s.frv.) eða hita það upp (hafi það áður verið matbúið
að nokkru eða öllu, ef til vill soðið í ,,katli“) eða og til þess sem ekki
var minnst um vert, að slá upp eldi (sem einnig bar stundum í sér eig-
indir sólar) til þess að laða guðin og bjóða velkomin (um leið og
brenna það sem brenna skyldi: brennifóm).
Enda þótt ekki verði öllum spumingum svarað þegar, verður nú
ekki betur séð en orðasambandið á tjá og tundri veiti okkur afar fá-
gæta og því dýrmæta sýn inn að kjama hins heiðna helgihalds, þar sem
hlutverksuppnefni (atvinnuheiti) goðans hefði vel getað orðið ketill
eða Ketill, sem draga hefði mátt með sér viðumefninguna hœngur
(þ.e. eiginlega um þann hó-ing, sem er nákominn þeim króki er kall-
ast hór og var notaður til að hengja á pott yfir hlóðum).2
Merkingarfærslan til óreiðu, sem orðtakið hefur orðið fyrir, er
sjálfsagt ekki til komin sakir flutnings umhugsunarinnar til loka veisl-
unnar, með þeirri óreiðu sem þá væri líkleg til að einkenna svið henn-
ur. Þess háttar raunsæishugsun á hér naumast við. En sé það réttur
skilningur sem hér hefur verið bent á, er augljóst að þessi tilfærsla
uterkingar frá góðu til verra muni hafa verið hluti af hinu mikla átaki
kristins siðar í landi við að vísa forkristnu trúarlífi út fyrir endimörk
að slík undirbreiðsla gæti verið tundur, nema af því að hér virðist elduninni lokið og
yerið að raða bitunum eftir samsvörunum sköpunarsögunnar. En víst gæti það verið
táknlegt tundur eigi að síður. í þessu blóti voru blótaðir guðimir sól, máni, jörð, eld-
Ur< vatn og vindar. í sambandi við guðinn eld minnir Lincoln á (1986:55 og nmgr. 48)
að eldinum virðist á Indlandi og í íran hafa ‘sérlega tengst omentum, hinn feitasti hluti
'Hnyflavefjanna, sem brann björtustum loga og gæti af þeim sökum hafa álitist vera
Úkamningur eldsins í litlheimi (microcosmos).’
Eitt mikilvægasta hlutverk fræðimanns, og oft hið fyrsta, er að ráða og greina
lexta á fortakslausan hátt. Mannsnafn þetta með viðumefni, Ketill hœngur, er texti
sem segir sitt. Merkileg ætt Hrafnistumanna í annarri sögu breytir því ekki neitt,
hvorki hlutverki fræðimannsins né því sem örtexti nafnsins segir.