Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 151
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 149
þar með samhljóða nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft., og samhljóða eignar-
fallsmynd persónufornafnsins vér.
í 3.1 var nefnt að hugsanlega hefði í tilteknum samböndum verið
valfrjálst hvort notað var beygt eignarfomafn eða eignarfallsmynd per-
sónufomafns. Um er að ræða sambönd þar sem óákveðin fomöfn stóðu
með eignarfornafni (eða eignarfalli?), eins og annarr ykkarr (ykkarl),
allir yðrir (yð(v)arl). Ef þama hefur í raun verið valfrelsi kann það að
hafa veikt stöðu eignarfomafnanna þótt tilvikin hafi án efa verið fá; ef
nota mátti eignarfallsmyndir í stað eignarfomafna við tilteknar aðstæð-
ur hlaut að vera hætta á að eignarfallsmyndir færðu út kvíamar.57
En forsendna gæti verið víðar að leita. Hér verður sjónum beint að
tvennu, annars vegar tíðni og hins vegar veikleikum í beygingakerfinu.
Erfitt er að segja til um tíðni einstakra orða og orðmynda fyrr á
tímum en um sumt má geta sér til og einhverjar vísbendingar gefur nú-
tímamál. Tvítala hefur verið miklu fátíðari en eintala og fleirtala enda
er tvítalan mörkuðust af þessu þrennu.58 Okkarr og ykkarr hafa þá
verið sjaldgæfari en önnur eignarfornöfn. Fá dæmi em um þau í töfl-
unum í 3, þótt þau hafi vísast verið algengari í talmáli en töflurnar
benda til. Sjaldgæfum orðum er hættara við breytingum en algengum.
Yð(v)arr hefur kannski ekki verið sérlega algengt eignarfomafn held-
ur; fleirtala er a.m.k. miklu sjaldgæfari en eintala.59 í viðamikilli orð-
tíðniathugun á nútímaritmáli em hlutföll eintölu og fleirtölu 75,1% á
móti 24,9% í nafnorðum og lýsingarorðum og 81,6% á móti 18,4% í
fomöfnum (Jörgen Pind o.fl. 1991:1155, 1169, 1177).
Þá er að líta á tíðni orðflokka. Hlutur eignarfomafna í nútímamáli
er samkvæmt fyrmefndri athugun frekar lítill í samanburði við ýmsa
aðra flokka fomafna eins og sjá má á eftirfarandi töflu:60
57 í flestum þessara sambanda gátu af merkingarlegum ástæðum aðeins staðið
eignarfornöfnin okkarr, ykkarr, yð(v)arr og várr, en ekki minn, þinn og sinn. Þetta
kann að varpa ljósi á það af hverju okkarr, ykkarr og yð(v)arr hurfu en ekki minn,
þinn og sinn. En auðvitað er eftir sem áður óljóst af hverju várr hvarf ekki.
5S Hún er sjaldgæf í málum heims og henni hættir til að hverfa. Um tvítölu í ís-
lensku, sjá Helga Guðmundsson 1972.
59 Yð(v)arr var að vísu einnig notað um einn í kurteisismerkingu.
60 Sjá Jörgen Pind o.fl. 1991:1175. Hlutur eignarfornafna fyrir hvarf okkarr, ykk-
orr og yð(v)arr hefur að sjálfsögðu verið meiri en í nútímamáli og hlutur persónufor-