Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 146
144
Katrín Axelsdóttir
að á ferðinni því að munurinn á t.d. yðrum og yð(v)ar er mikill. Stig
4, 5 og 6 eru ekki sýnd í (5) en um það verður rætt hér á eftir. Stig 10
er ekki heldur með en það er lokastig breytingarinnar, þ.e. þegar ný-
myndir eru einráðar. Talan 10 er hér afstæð, ég veit ekki hvort loka-
stigið er í raun tíunda stigið. Það er alveg óvíst að stigin hafi verið svo
mörg en ég gef mér hér að svo sé. Tölur 7, 8 og 9 eru afstæðar á sama
hátt og tákna fjórða síðasta, þriðja síðasta og næstsíðasta stig þróunar-
innar.
Stig 1, 2, 3, 7, 8 og 9 þóttist ég öll geta greint að á grundvelli tafln-
anna sem settar voru upp. Þó var ekki alveg ljóst hvort ætti að koma á
undan, stig 7 eða 8. Hafa ber í huga að stigin skarast öll að einhverju
leyti. Stig 4, 5 og 6 gat ég ekki greint, en hér er e. t. v. við skort á heim-
ildum frá miðbiki 16. aldar að sakast. Stig 4, 5 og 6 eru e. t. v. bara eitt
stig eða tvö, eða jafnvel fleiri en þrjú. Það sem hverfur milli stiga 3 og
7 er þetta: þgf.kk.et. (yðrum), þf.kvk.et. (yðra), þgf.kvk.et. (yð(v)arri),
ef.kvk.et. (yð(v)arrar), þgf.hk.et. (yðru), nf.kk.ft. (yðrir), þf.kk.ft.
(yðra), nf. og þf.kvk.ft. (yðrar) og ef.ft. (yð(v)arra). Hugsanlega
mætti greina þama einhver stig ef viðamiklar heimildir fyndust. Það
má t.d. ímynda sér að þgf.kvk.et. (yð(v)arri), ef.kvk.et. (yð(v)arrar)
og ef.ft. (yð(v)arra) hafi byrjað að hverfa á sama tíma. Sterk tengsl eru
þama á milli í beygingu ákvæðisorða en myndir þessara falla em lík-
ar og verða fyrir sömu breytingum.50
Oft er gripið til skýringamynda til að varpa ljósi á gang málbreyt-
inga. Ein þekktasta myndin er S-kúrfan svokallaða, sem hér er sýnd á
mynd l.51
50 í töflu 10 (Nýja testamenti Odds) má sjá að nýmyndir hafa stungið upp kollin-
um á nokkrum stöðum en þó ekki á þessum þremur stöðum. Það er e.t.v. ekki tilvilj-
un. í töflu 11 (Bréf Gissurar Einarssonar) eru nýmyndir á fleiri stöðum en í töflu 10,
þar á meðal á öllum þessum þremur stöðum. Það er e.t.v. ekki tilviljun heldur, en
dæmin eru svo fá að varasamt er að draga af þeim ályktanir. í töflu 9 (Reykjahólabók)
var lítið um nýmyndir utan nf.kk.et. og nf.kvk.et. Þar voru þó reyndar tvær nýmynd-
ir í ef.kvk.et., en í 3.2.5 var talið líklegt að þetta væru ritvillur.
51 Þeim gangi málbreytinga sem S-kúrfan lýsir er gjama líkt við það hvemig sjúk-
dómsfaraldur breiðist út, sjá t.d. Lass (1984:327-328). Fyrst veikjast fáir, veikin
breiðist síðan hratt út en rennur að lokum sitt skeið. Um S-kúrfuna og samanburð við
aðrar kúrfur, sjá t.d. Wang og Cheng (1977:148-158). Um S-kúrfuna í tengslum við
íslenskt efni, sjá Eirík Rögnvaldsson (1994-1995:59-61).