Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 250
248
Ritdómar
Liðir 5 (sekvens'. I. + dat. A. (loc. mobil. j; ONP 1:55 (stað af stað)) og 4 (kontinuitet:
I. + dat. B. (loc. stat.) ONP 1:57; (ár af ári)) eru hliðstæðir að því leyti að fram kem-
ur sama ferli, annars vegar vísar það til rúms en hins vegar til tíma. Hér er því um
álitamál að ræða og það kann að auðvelda notendum leit í verkinu ef hugtökin tími
og rúm eru aðskilin þótt ferlið sé eitt og sama. Sama má segja um merkingarflokkun-
ina; það er alltaf álitamál hversu langt skuli ganga við flokkun á grundvelli merking-
ar en mér finnist full langt gengið í þessa átt í ONP. Þannig er ekki allur munur á I. +
dat. A 4 (fara af klœðum) og I. dat. B 3 (váru af klœðunum) sbr. einnig I. + dat. A 5
(gieck ... hveria af annare [< at]) og I. dat. B 7 (tók þá at brenna hvert hús af öðru).
— Merkingarleg flokkun kann einnig að orka tvímælis af öðrum ástæðum. T. d. virð-
ast dæmin undir I. dat. D 4 (betegnende oprindelse) naumast sambærileg, t. d. af ill-
um rótum (orsök ‘hvaðan?’) og lýsa af degi (resp.).
1.2.2 Lýsing undir forsetningu eða stofnorði?
í ONP eru dæmi af gerðinni lo.+a/ tilgreind undir lið I. + dat. D. (div.) 12 (ONP
1:60): mildr af fé\ sbr. einnig lið 8 (ONP 1:60): auð af monnum. Þetta er rétt svo langt
sem það nær en nauðsynlegt er að fram komi að í slíkum tilvikum er einnig notuð fs.
at (nút. að). Slík notkun er reyndar eldri og algengari en a/-dæmin, en þess er ekki
getið í ONP né heldur er slík dæmi að finna undir at. I sögulegri orðabók er nauðsyn-
legt að gera breytingum (eða tilbrigðum) skil, t. d. með millivísunum eða með því að
tilgreina hliðstæð dæmi, þar sem ýmist er notað a/eða at. Auðvelt er að tilgreina fjöl-
mörg fommálsdæmi um hvora tveggja notkunina. Fyrst skal litið á forsetningarliðinn
að+ þgf.:
(19) a. auðgar að ölmusum en snauðar að aurum (Leif, 46 (um 1200))
b. en þú Einar ert frægur maður og kunnigur að mörgum góðum hlutum (Mork, 18)
c. auðigur að lausafé (Fris, 23 (f.hl. 14. aldar))
d. er svo öruggir væri að manviti eða að réttlæti eða sannsýni (Kgs, 71)
e. og var Hákon enn afrendari maður að afli (ÓTOdd, 161)
Hliðstæð dæmi um forsetningarliðinn af+ þgf. eru einnig fjölmörg í fornu máli og við
fyrstu sýn virðast þau notuð í svipaðri merkingu:
(20) a. fórum ... í þá staði er auðir vom af mönnum (Alex, 161 (síðari hl. 14. aldar))
b. konungur var óhnöggur af fégjöfum við menn (Mork, 295)
c. hann var hraustur höfðingi og stjómsamur, ör af peningum (ÓTII, 176; sbr. 215)
d. Hákon jarl var örlyndur af fé við sína menn
(ÓTI, 238; sbr. I, 109 (síðari hl. 14. aldar)
Þegar a/-dæmin em skoðuð nánar kemur þó í ljós að flest þeirra em ólík að-dæmun-
um að ýmsu leyti. í fyrsta lagi virðast að-dæmin vísa til kyrrstöðu (‘að e-u leyti, hvað
varðar’) en a/-dæmin til hreyfingar. Þetta sést m.a. af því að mörg a/-dæmanna ma
umorða með fsl. á+ þf., sbr.: Hann var mildur áfé (Þiðr I, 33 (vl) (um 1300)), sbr.
enn fremur afbrigðin vera óspar á lofiðlpeningana, vera nískur á e-ð o.s.frv. I öðru