Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 105
103
Það rignir þágufalli á íslandi
merkingu, nánar tiltekið bæði því sem kalla má viðtakanda (e. recipient) og njótanda
(e. beneficiary), auk reynanda (eða skynjanda, e. experiencer). En ef litið er til ann-
arra mála verður þó ennþá athyglisverðara að þágufall er einnig notað á andlög sem
gegna því merkingarhlutverki sem kallað er þema (e. theme) og táknar m.a. það sem
hreyfist fyrir tilverknað sagnar (t.d. boltann sem er kastað, kúluna sem er varpað),
eins og áður hefur verið lýst (sjá Maling 2001). Þá kemur þágufall einnig fram á fylli-
liðum sagna sem eru í eðli sínu áhrifslausar (þ.e. sagnir sem taka oftast aðeins einn
röklið eða jafnvel engan), t.d. sagnir sem tengjast líkamlegum úrgangi eða úrkomu af
himnum ofan (e. verbs of bodily and heavenly emissions), sbr. kúka, pissa, rigna,
snjóa. Ennfremur má benda á notkun þágufalls á fylliliðum sem eru af sömu rót og
sögn sem er í eðli sínu (eða merkingarlega) áhrifslaus (e. cognate objects). Slíkir
fylliliðir innihalda gjama einhvers konar lýsingarorð sem ákvæði, sbr. sofa djúpum
svefni, hlœja innilegum hlátri, brosa tindrandi brosi. Sumar slíkar sagnir taka þó
fylliliði í þolfalli, enda eru fæstar af þessum reglum undantekningarlausar og fremur
um tilhneigingu að ræða en fastar reglur.
Þrátt fyrir það að þágufallið sé ekki algjörlega fyrirsegjanlegt er það þó að breiðast
út á sumum sviðum, bæði á þann hátt að sagnir sem áður tóku þolfall fá nú þágufall
(keyra e-n heim > keyra e-m heim) og nýjar sagnir og tökusagnir fylgja „reglunni"
(sbr. spreða e-u). Þetta á ekki síst við um þemu í þágufalli, en það bendir til þess að
þar liggi einhver merkingarleg regla eða alhæfing að baki. Það liggur ekki í augum
uPPí að það sé samrýmanlegt þeirri hugmynd Jóhannesar Gísla Jónssonar (1997-98)
að þágufall á þema sé furðufall fremur en reglufall og þess vegna á undanhaldi, en
teglufall sé einkum þágufall á reynanda (skynjanda) og marki og það sé það fall sem
sækir á.
SUMMARY
Verbs with Dative Objects in Icelandic
keywords: case marking, morphological case, dative, grammatical object, thematic
role
This paper reports the results of an extensive compilation of Icelandic verbs which
govern dative case on their complements (Maling 1996). The goal of this paper is to
provide a largely atheoretical summary of the various subclasses of Icelandic verbs
which govem dative case on their complements. It is my hope that the descriptive
generalizations stated here about the distribution of dative as opposed to accusative
case will provide the empirical basis for attempts to discover the rules that govem the
choice among the various morphological cases in Icelandic in particular (see e.g.
Svenonius 2001, 2002), and to theorize about the nature of case-marking cross-lin-
guistically. This paper is intended to summarize and complement the extensive list of
verbs provided in Maling (1996), as well as various papers by Jóhanna Barðdal (1993,
2000, 2001b). It also complements the list of predicates goveming dative subjects
compiled by Jóhannes G. Jónsson (1997) and reported in Jóhannes G. Jónsson