Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 179
Upptök íslensks ritmáls
177
og áttað sig á skyldleika við mál á Þýskalandi og Englandi. Þessi af-
staða til tungunnar var raunar sérstök meðal germanskra þjóða á fyrri
tíð, en að einhverju leyti lík því hvemig frar tóku á málum allmörgum
öldum fyrr (sbr. Kusmenko 1993:86).
4.2 Dönsk tunga
I einkar fróðlegri grein fjallar Allan Karker (1977) um hugtakið dönsk
tunga.5 Heimildimar sem Karker skoðar virðast eindregið benda til
þess að Norðurlöndin hafi, um það bil sem ritaðar heimildir koma til
sögunnar, verið það sem kalla mætti eitt málsamfélag. Þetta þarf ekki
að merkja að allir hafi talað nákvæmlega eins, heldur hafa Norður-
löndin verið eitt málsvæði í þeim skilningi að menn höfðu einhver
sameiginleg viðmið og gildismat á málafbrigðum (sbr. Mesthrie o.fl.
2000:37-8), og líklega hafa menn skilið hverjir aðra, a.m.k. milli ná-
grannabyggða. Algengasta orðalagið um þetta framan af er dönsk
tunga, en einnig er talað um norræna tungu. Segja má að þama sé ver-
ið að vísa til hins norræna málsamfélags. Þannig segir Snorri í prolo-
gus Heimskringlu að hann hafi látið rita ,,[á] bók þessi ... fomar frá-
sagnir um hpfðingja þá er ríki hafa haft á Norðrlpndum ok á danska
tungu hafa mælt“ (íslenzk fornrit XXVI, bls. 3).
Þetta má túlka svo að norrænir menn hafi haft sjálfsmynd sem
tengdi þá saman og byggðist á tungunni og menningarlegum skyld-
leika, og þetta samfélag virðist hafa verið orðið til áður en ritöld hófst.
En breytileiki var þekktur innan þessa hugarheims. Saxo Grammat-
icus, sem ritaði um 1200, gerir t. d. ráð fyrir mun á norsku og dönsku
utáli. Hann segir frá því að norskur skipstjóri hafi sent menn, sem
voru góðir í dönsku (Danicœ facundos), á land í Danmörku. Þetta
sýnir að þótt ekki sé ólíklegt að Danir og Norðmenn hafi skilið hverj-
lr aðra, þá hafi verið auðsær munur á máli þeirra. Og Saxo gerir raun-
ar ráð fyrir miklum skyldleika. Hann segir t. d. að Norðmenn og Sví-
ar tali líkt, enda búi þeir nálægt hvorir öðrum: regio hœc Suetiam Nor-
5 Nafngiftin dönsk tunga, fremur en t. d. norrœn tunga, er talin eiga rætur að rekja
M útlendinga, Evrópumanna, sem vegna landfræðlegra aðstæðna höfðu mest sam-
skipti við Dani (sbr. Karker 1977:481). Einnig má gera ráð fyrir að danskir konungar
°g höfðingjar hafi verið einna voldugastir norrænna manna á þessari tíð.