Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 243
Ritdómar
241
unandi er að afgreiða þau sem styttingar af einhverju tagi, ekld síst þar sem slík notk-
un tíðkast enn í nútíma íslensku, sbr. út við ströndina, inn við beinið, (sitja) fram í
bílnum, (standa) fram á skipinu, (smala) fram á heiðum o.s.frv. Við þetta bætist að
mörg dæmi eru um eftirsetta hreyfimynd ao. með dvalarforsetningum þar sem bendi-
vísunin kemur glöggt fram:
(4) a. skal það [lík] grafa við kirkjugarð út (Grg I, 7; 10-11)
b. hann stóð á knjánum við borðið út því að ... (ÓTI, 199; s.hl. 14. aldar)
c. það er á Hálsum út (Heiðv, 265)
d. Baglar lágu með skútumar á váginum út (Sv, 157; Eirsp, 406; Flat III, 300;
AM81a, 208)
Fommálsdæmi og íslenskt nútímamál sýna svo að ekki verður um villst að til er sam-
bandið eða ferlið (eins og ég vil kalla það) stefna+dvöl (loc.dir.) og því verður það að
koma fram í orðabókarlýsingu.5
Merkingarflokkun (þ.e. 1, 2, 3 ...) er undirskipuð skiptingu eftir hlutverki (A, B,
C ...; loc., temp. ...). Þannig eru tilgreindir níu undirflokkar undir I. (+ dat.) A
(loc.stat.). Það er vitaskuld matsatriði hversu langt skuli ganga við slíka merkingar-
greiningu en mér virðist stundum gengið of langt í ONP. Þannig er ekki allur munur
á því um forsetninguna á að vera á þingum/þingi (merkingarflokkur 6) eða á skipi
(flokkur 1). Sumir flokkamir em auk þess svo fáliðaðir að þeir rísa vart undir nafni,
t d. 3 og 7. Ég held að til greina hefði komið að greina aðeins fjóra merkingarflokka
innan hvers hlutverks, t.d. á þessa leið:
(5) I (+ dat.), A (loc. stat.)
1. bein merking 2. óbein merking 3. yfirfærð merking 4. annað
(en gagnsæ) (fig.)
Undir 1. kæmu þá dæmi sem nú eru flokkuð undir 6 í ONP (á þingum, á mótinu) og
undir 3 töflu dæmi merkt 7 (á höfðinu) og 8 (á brjóstunum) í ONP. Hinir flokkamir
falla líka allir beint eða óbeint undir flokkun af þessu tagi.
Við lýsingu forsetninga skiptir að mínu mati mestu að gerð sé grein fyrir helstu
dráttum, mikilvægustu þættimir séu dregnir fram, en það er best gert með því að gera
grein fyrir ferlunum á kerfisbundinn hátt fremur en skipta dæmunum í fjölmarga
merkingarflokka eins og gert er í ONP og reyndar víðar. Þannig vísar ferlið (samband-
ið) á + þgf. til dvalar í tíma og rúmi. Með skiptingunni staðarlegt samband (loc.) og
tímalegt (temp.) em því í raun búnir til undirflokkar á gmndvelli orðfræðilegrar merk-
mgar stofnorðs. Slík skipting kann að eiga rétt á sér í sumum tilvikum en hún má ekki
5 Við þetta bætist að stefnumerking er enn lifandi í íslensku, sbr. annars vegar
þgf.: vera á sama aldri og e-r og hins vegar þf.: vera á aldur (hœð, stœrð, þyngd ...)
við e-n (Þá var hann á sjöunda vetur (Egla 40. k.)). — Dæmi sem virðast sýna ann-
að, t.d. vera á reki við e-n, era ung og því ekki marktæk um regluna í fornu máli.