Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 273
Ritdómar
271
Athugun á FO leiðir í ljós að hún ber keim af þýðingaorðabókum þótt það sé ekki í
sama mæli og ÍO, því að mörg orð eru aðeins skýrð með einu skýringarorði án
nokkurra notkunardæma eða málkerfislegra þátta. Sem dæmi má nefna keypferð (=
‘handilsferð’), langstivli (= ‘klovstivli’) og meinlíki (= ‘tvífari’). Fyrirmyndir bók-
arinnar eru líka fleiri en ÍO, m.a. norskar og sænskar orðabækur sem ég þekki lítið
til og Nudansk Ordbog (bls. 8-9) en hún er dæmi um góða skýringaorðabók skv.
skilgreiningu Jóns, auk þess sem í henni eru orðsifjar raktar. Þess má geta að Michael
Bames (1999:36) telur að orðsifjar (í sumum tilvikum a.m.k.) hefðu aukið gildi FO
mikið.
3. Efni og skipulag
FO fylgja margar skrár til að auðvelda notendum notkun bókarinnar. Auk formála
(bls. 7-12) em framan við orðabókina sjálfa notkunarleiðbeiningar (bls. 13-18),
skammstafanaskrá flokkuð eftir eðli skammstafananna (bls. 19-21), skammstafana-
skrá yfir byggða- og eyjanöfn (bls. 22-23) og heimildaskrá (bls. 24-26). Aftan við eru
svo sýndar beygingar nafnorða, sagnorða og lýsingarorða (bls. 1427-1442), stafsetn-
ingarreglur (bls. 1443-1452), mannanafnaskrá þar sem sýnd er beyging nafnanna og
áhersla, þ. e. a. s. ef hún er ekki á fyrsta atkvæði (bls. 1453-1480) og skrá yfir færeysk-
ar orðabækur og orðaskrár (bls. 1481-1483). Fyrmefndar skammstafanir em einnig
innan á fremra kápuspjaldi en að þessu sinni í stafrófsröð og útskýringar á uppbygg-
ingu orðbálka em framan á fremsta saurblaði í harðspjaldaútgáfunni en innan á aftara
kápuspjaldi í kiljuútgáfunni. Þar að auki er bakstöðuorðalisti allra flettnanna í harð-
spjaldaútgáfunni (bls. 1485-1596).
í skránni yfir beygingar em sýnd 116 beygingardæmi nafnorða, 82 sagnorða (þar
af 9 miðmyndarsagna) og 39 lýsingarorða og lýsingarháttar þátíðar. Lýsingarorðin eru
aðeins sýnd í sterkri beygingu en í öllum föllum og kynjum og báðum tölum. Aðeins
eru sýndar eftirtaldar myndir sagnorða: nafnháttur, 3. persóna eintölu í nútíð og þátíð,
fleirtala í þátíð, lýsingarháttur þátíðar (sagnbót) og lýsingarháttur þátíðar í karlkyni
(nefnifalli einölu). Síðastnefnda beygingarmyndin er þó ekki til af öllum lýsingar-
háttum. Þess skal og getið að eignarfall lýsingarorðanna er haft innan sviga.
Sumar þessara skráa em nauðsynlegar og em í hverri orðabók en aðrar er sjald-
gæft að sjá í skýringaorðabókum, t.d. beygingardæmi, stafsetningarreglur og manna-
nafnaskrá. Höfundar hafa eflaust viljað með þessu auka notagildi bókarinnar fyrir
færeyskan almenning (og kannski útlendinga) og er ekki nema gott eitt um það að
segja. Enn fremur er mikill fengur að bakstöðuorðaskránni.
Mikill kostur er að stafrófsröð flettnanna er færeysk en ekki miðuð við erlenda
notendur eins og gert hefur verið í flestum öðrum færeyskum orðabókum (bls. 9) og
mörgum íslenskum til skamms tíma. Stafrófsröðin er sú sama og í íslensku (þó em é,
x og þ ekki í færeyska stafrófinu, ekki frekar en c, q, w og z, en sumir þessara stafa
koma þó fyrir í færeysku ritmáli í tökuorðum og nöfnum (sbr. celcius, Jacobsen,
Winther, Zakaris)). Hér er ég algjörlega ósammála Michael Bames (1999:37), sem
kvartar sáran undan þessu fyrirkomulagi.