Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 286
284
Ritfregnir
Fornt lagamál
Bo Ruthström. 2002. Land och fæ. Strukturellt-rattsfilosofiska studier i fomnor-
diskt lagsprák över beteckningar för egendom i allmánhet med underkategorier.
Institutionen för nordiska sprák, Lundi. 255 bls.
Þetta er doktorsritgerð Ruthströms sem hann varði í júní 2002. Eins og nafnið bendir
til fjallar hún um orðafar um eignir í fomu lagamáli. Ruthström skoðar þar bæði
dönsk, íslensk, norsk og sænsk lög. Að því er varðar íslensk lög skoðar Ruthström
einkum Grágás (skv. Konungsbók og Staðarhólsbók) og til að gefa hugmynd um við-
fangsefnið má nefna að Ruthström er þama að skoða merkingu og notkun orða á borð
við eyrir, fé, land, lausir aurar, lausafé, munir o.s.frv. Markmiðið með athuguninni
er m. a. að átta sig á sögulegri þróun orðafarsins og einnig er vikið að latneskum (eða
rómverskum) rótum hugtakakerfisins. Þessi athugun leiðir hugann að því hvort ekki
gæti verið gagn að því fyrir íslenska málfræðinga og lögfræðinga að vinna saman að
því að skoða íslenska lagamálið.
Ritstjóri
Grundvallarrit um málsögu
Hreinn Benediktsson. 2002. Linguistic Studies, Historical and Comparative. Rit-
stjórar Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjart-
an Ottosson. Málvísindastofnun, Háskóla Islands, Reykjavík. lxvii + 585 bls.
Þetta rit er safn greina eftir Hrein Benediktsson prófessor sem var gefið út í tilefni af
starfslokum hans við Háskóla Islands. í bókinni em 27 greinar eftir Hrein sem hann
valdi sjálfur, auk formála eftir ritstjórana og inngangi eftir Kjartan Ottosson. I formál-
anum er gerð nokkur grein fyrir störfum Hreins við Háskóla íslands en í ítarlegum
inngangi fjallar Kjartan um fræðistörf Hreins og setur greinamar í samhengi innbyrð-
is og við þróun fræðanna að öðru leyti. Greinamar em allar á ensku og hafa birst áður
í tímaritum eða safnritum að tveim undanskildum, þ.e. grein um lýsingarorðið lypur
(eða lipur) og grein um sagnimar kjósa og frjósa í fomu máli. Þær hafa allar verið
settar að nýju, frágangur samræmdur og tekin saman heildarskrá yfir rit sem vitnað er
til í greinunum (það munu alls vera um 1000 rit). Auk þess er í ritinu skrá yfir hand-
rit og rúnaáletranir sem vitnað er til, nafnaskrá, tungumálaskrá og atriðisorðaskrá. —
Bókin skiptist í þrjá hluta. f fyrsta hlutanum er ein grein um sögu málvísinda, en hún
fjallar um Fyrstu málfræðiritgerðina. I öðmm hlutanum em 13 greinar um hljóðkerf-
isfræði, samtímalega og sögulega, og í þriðja hlutanum em 13 greinar um sögulega
orðhlutafræði (beygingafræði og orðmyndunarfræði) og setningafræði. Málfræðing-
um mun væntanlega þykja mikill fengur að því að fá þama á einum stað allar helstu
greinar Hreins, ekki síst vegna þess að mun auðveldara er að nýta sér þær með hjálp
þess viðbótarefnis sem er í bókinni, þ.e. inngangi Kjartans, ritaskrá og öðmm skrám.
Ritstjóri