Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 247
Ritdómar
245
(15) a. skal það [lík] grafa við kirkjugarð út (Grg I, 7; 10-11)
b. út í Hómi (Fris 344; Eirsp 204); í Hólmi út (Hkr III, 390).
Slík dæmi eru til þess fallin að renna enn frekari stoðum undir dæmi af gerðinni
hreyfimynd + forsetningarliður í þágufalli, auk þess sem vísa má til nútímamáls í
þessu sambandi.
Niðurstaðan er því sú að fyrmefnd fjögur ferli (eða sambönd) séu í stórum drátt-
um notuð með kerfisbundnum hætti í íslensku og að það verði að koma fram í orða-
bókarlýsingu eigi sú mynd sem upp er dregin að vera rétt og trúverðug.
1.1.3 Formið ræður ferðinni
Eins og áður gat lýtur fyrsta greinimarkið við lýsingu forsetninga í ONP að formi eða
fallstjóm (rómverskir tölustafir I., II., III., IV, sbr. (1)). í samræmi við það er forsetn-
ingin á talin stýra I. þágufalli, II. þolfalli og III. standa með eignarfalli. Það kom mér
spánskt fyrir sjónir að sjá að í ONP er gert ráð fyrir að forsetningin á standi með ef.
(ONP 1:9) og sama á við um forsetninguna af sem talin er standa með þgf., þf. og ef.
(ONP 1:54). Færa má rök að því að hvorki forsetningin á né af hafi nokkm sinni stýrt
eða staðið með eignarfalli í íslensku. Dæmin sem um ræðir em m.a. af gerðinni á
vegna og af vegna. Elstu dæmi sem ég þekki af þessu tagi hafa einungis vegna
(IslDipl 15, 16, 46, 50, 113, 114, 191 o.v.) en dæmi um á ... vegna em yngri (IslDipl
129, 202, 203, 227, 234, 241, 284 o.v.). Vegna er hér augljóslega hlutverksorð, þ.e.
orð sem gegnir tilteknu málfræðilegu hlutverki eins og forsetning, en ekki inntaksorð
(fallorð í eignarfalli) og viðbótin á er hliðstæð við á milli, á móti, á meðal, sbr. (Jón
G. Friðjónsson 1999:47). Með sama hætti er villandi að segja að af standi með ef. í
sambandinu af vegna. Eðlilegast virðist að fjalla um öll slík sambönd undir vegna, t.d.
á vegna (dæmi til frá s.hl. 14. aldar), af vegna (dæmi til frá miðri 14. öld), í vegna
(mið 15. öld) og fyrir vegna (fyrri hluti 15. aldar). í öðram tilvikum virðast meint
dæmi um eignarfall með forsetningum einnig á misskilningi byggð, sbr. það sem seg-
tr um fs. af með eignarfalli í kafla 1.2 hér á eftir.
1-1.4 Einstök atriði um forsetninguna á
Dæmin um meinta þágufallsstjómun forsetningarinnar á undir lið 5,1 + dat. C. (div.)
(ONP 1:5) eru að mínu viti þf.-dæmi en ekki dæmi um þgf. Það sést að vísu ekki af
formi fallorðanna (formsins vegna gætu þau hvort sem er verið þolfall eða þágufall)
en af hliðstæðum má draga þá ályktun að um þf. sé að ræða, auk þess sem vísa má til
síðari alda máls og nútíma íslensku. í tilvikum sem þessum skiptir höfuðmáli að val-
m séu að minnsta kosti einhver dæmi þar sem fallmörkun kemur fram með óyggjandi
hætti. Slík dæmi er auðvelt að finna, t.d. þessi:
(16) a. vér leitim við á alla vega (íslhóm, 36r22, (36v37))
b. Jesús es hjálpari á óra tungu (íslhóm, 68rl9)
c. er fyrstur var konungr kallaður á danska tungu (Hkr I, 34)
d. gerði þar sitt guðspjall á þá tungu er ebreska er kölluð (Pst, 845)
e. hann kunni á allar tungur mæla (Leif, 137)