Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 248
246
Ritdómar
f. mælti á margar tungur (Pst, 222)
g. Þá mælti Valerianus við hann á girxku en hann svaraði á þá tungu svo sem
hann hefði þar alinn verið ... mælti hann við hann á sína tungu (Leif, 137)
Við lýsingu forsetninga er vitaskuld aðeins unnt að tilgreina örlítið sýnishom
þeirra notkunardæma sem til greina koma en þeim mun mikilvægara er að dæmin séu
rétt valin, sýni sem allra flesta möguleika. Dæmin í ONP em vissulega fjölbreytileg
og ættu að gefa nokkuð rétta mynd af notkuninni en þó sakna ég ýmissa dæma. Það
er auðvitað vandalítið að telja upp einstök dæmi sem ákjósanlegt væri að finna í verki
sem ONP og efalaust vandaminna en það verkefni sem ritstjóramir standa frammi
fyrir, þ. e. að þurfa að vega og meta fjölmörg vandamál af þessum toga. Gagnrýni á
það sem vantar í ONP er því ekki alls kostar sanngjöm en þó finnst mér að þar ætti að
mega finna allar frjóar orðskipanir, t. d. á sumrilvori... komanda, og enn fremur al-
geng orðsambönd sem þarfnast skýringa, t.d. hafa e-ð (fé) á sér (Grg II, 9; Þiðr II,
181; Þiðr 1,107; > I. A. 4; gœta sín álfyrir e-u (sbr. þeir gœttv sin vel a skipom (Fris,
469); ok gœt þín vel fyrir konungi ok hans mönnum (Egla 25. k.); kunna á skíðum
(Hkr I, 32.k.o.v.) og á ungum/unga aidri (sbr. á ungum aldri (ÓHLeg, 47; Pst, 680;
Egla, 32.k., 40.k. o.v.); á unga aldri (fslhóm, 16; Mar, 175, 326, 469; Egla, l.k.; Hkr
II, 176 o.v.).
1.2 Forsetningin af
1.2.0 Almenn atriði
í ONP er jafnan gefið yfirlit yfir flokkun/greiningu forsetninga og er það tvímælalaust
til þess fallið að auðvelda notendum leit í verkinu. Gallinn við þessa aðferð er hins
vegar sá að af slíkum yfirlitum mætti ætla að allir flokkar séu jafnmikilvægir, hvort
sem þeir em stórir (frjóir) eða takmarkaðir. Þannig em undir a/(ONP 1:54) tilgreind-
ir flokkamir II. + acc. A. (loc.mobil.) og II. + acc. B. (loc.stat.) og III. i forb. m.gen.
og þeim því gert jafn hátt undir höfði og flokkum I. + dat. A.-D. þótt draga megi í
efa réttmæti þess að gera yfir höfuð ráð fyrir flokkum II.—III með af. Notkun þolfalls
með af er afar takmörkuð og dæmin ung og það er villandi eða beinlínis rangt að
tengja a/eignarfalli (sbr. einnig það sem sagt var hér að framan um notkun eignarfalls
með á (1.1.3). Hér má benda á eftirfarandi dæmi til skýringar á því hvað hér er átt við:
(17) Nu æigu aller menn hengat i norðr lond mikla til sio at vænta ser af guðs dyr-
lings Olafs konongs (ÓHLeg, 92; III. 2 í ONP 1:62).
Hér virðist nokkuð Ijóst að undan er skilin nafnorðsmyndin komu (þ. e. vœnta sér af
[komu] guðs dýrlings ...) og um annað dæmi (undir lið III. 3 í ONP 1:62) segir: iforb.
med ellipt. gen., þar sem væntanlega er átt við brottfellt þágufall. Það er því villandi
að segja að forsetningin a/tengist hér á nokkum hátt eignarfallinu.
I. 2.1 Flokkun eftir hlutverki eða merkingu?
Eins og áður gat byggist lýsing forsetninga í ONP einkum á formi (fallstjóm, sbr. I.
II, ...), merkingu forsetningarliðanna (sbr. A, B.(staður, tími, hreyfing, kyrrstaða