Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 254
252
Ritdómar
flokkunin bendir til); 3 e-ð gengur at solo (fðlge solen I/ follow the suri) (?) — ‘sam-
kvæmt’ og 4 riðr ut at borgar liði (gennem/through) (?) — sbr. hvar reið hann úfi).
Sama er að segja um flokk I. + dat B. (loc. stat.) (ONP 1:658); 1 sauma að e-m (hreyf-
ing, sbr. sauma á e-nl?e-m). I öðrum tilvikum leiðir merkingarflokkun til þess að dæmi
sem saman eiga lenda í mismunandi flokkum, t.d.: I. + dat. D (div.) 3: kona ... hafandi
at barni (ONP 1:662), en I. +dat. D (div.) 19): faðir ... at barni (ONP 1:666).
Þótt deila megi um merkingarflokkun í ONP er það mikill kostur við verkið hve
mörg lesbrigði eru tilgreind í dæmabálkinum en þau sýna vel fjölbreytileika og sveigj-
anleika við notkun forsetninga. Lesbrigðin eru tilgreind nánast undir hverjum merk-
ingarflokki, sbr. t.d. I. + dat A. (loc. stat.) 1, og að þessu leyti tekur ONP öðrum upp-
flettiritum langt fram.
1.3.1 Þolfall með at
í ONP er gert ráð fyrir að forsetningin at stýri þolfalli í þremur tilvikum: II. + acc.
A. (loc. mobil.), II. + acc. B. (temp.) og II. + acc. C. (div.). Hér verður því haldið
fram að í tveimur ofangreindra tilvika gefi tilgreind dæmi ekki tilefni til slíkrar túlk-
unar en í því þriðja liggi sérstakar ástæður til notkunar þolfalls og þær beri að til-
greina.
Dæmi um II. + acc. A. (loc. mobil.) eru tvö. Fyrra dæmið er eftirfarandi:
(24) gaungum nú að þá því diarfligarr (Rómv, 102; ONP 1:667)
Hér virðist þá hafa verið túlkað sem þolfall af persónufomafninu þeir, en hér stendur
þá augljóslega sem atviksorð, þ.e. göngum þá nú að ... og undanskilið er þeim. Hér
er því ekki um það að ræða að að stýri þolfalli. Síðara dæmið hljóðar svo:
(25) oc sœcte atta tigum manna niðr at diup (BlasApp, 270; ONP 1:667).
Hér virðist einfaldast að gera ráð fyrir því að djúp sé óregluleg þgf.-mynd fyrir djúpi
fremur en þf.-mynd. Mér finnst sá kostur fýsilegri en sá að byggja tilvist merkingar-
flokks/fallstjómar á einu dæmi.
Dæmi um II. + acc. C. (div.) era einnig tvö. Fyrra dæmið er eftirfarandi:
(26) Hljóðr ok athugall var hann dagliga, þýðr ok þekkr í máli, öllum mjúkr ok mildr,
er at hann lutu í nökkumm hlut (GBpD, 14; ONP 1:667).
Þetta dæmi er gmnsamlegt, enda stakt. Ekki vil eg þó halda því fram að því hefði átt
að sleppa en mér finnst hæpið að reisa tilvist merkingarflokks á einu dæmi. Eðlileg-
ast væri að tilgreina dæmið undir sögninni lúta og taka þá fram að sögnin geti einnig
tekið með sér þolfall, líkt og Fritzner gerir oft í tilvikum sem þessum. Síðara dæmið
er eftirfarandi:
(27) calla ec þann yðamn ekki at mann [var. manna „alle undtagen Tóm., Bæjarb.“;
manni GKS 1008 fol „Tóm.“, etc.] vera er nackvat tjðraz i þvi at ver takim hann
af lifdaugum (ÓH, 150; ONP 1:667)