Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 245
Ritdómar
243
ar misalgeng og hins vegar að notkun þeirra er mismunandi eftir merkingu og setn-
ingagerð.
Rétt og skylt er að geta þess að sumir kjósa að líta dæmi af gerð (7c) sem stytt
framburðarafbrigði dæma af gerð (7b), uppi á landinu > upp á landinu. Þessi skýring
hrekkur hins vegar ekki til og má færa að því þrenns konar rök.
Fyrst er þá að nefna brottfallskenninguna, en hún felst í því að sumir telja það
liggja beint við að styttri mynd atviksorðsins sé framburðarmynd lengri myndarinnar,
t.d. inni verði inn sökum áhersluleysis eða vegna brottfalls bakstöðusérhljóðs á und-
an framstöðusérhljóði eftirfarandi orðs, inni á > inn á. Undir þessa skýringu má renna
málsögulegum rökum í ýmsum tilvikum. Eg hef t. d. kannað fjórar gerðir Sverris sögu
(Sverris saga hin sérstaka; Flateyjarbók; Skálholtsbók yngri; Eirspennill) sérstaklega
með tilliti til þessa og þar er vissulega að finna einstök dæmi af þeim toga að styttri
myndir (sem ég kalla bendimyndir) og lengri myndir (dvalarmyndir) atviksorða skipt-
ast á í ‘sömu’ eða hliðstæðum dæmum:
(8) a. með þremur skipum inn í Sogni (Sv, 126) : inni í Sogni (Flat III, 262);
b. kastali upp við brú (Flat III, 215) : uppi við brú (Sv, 77; Eirsp, 323;
AM81a, 92)
Þessi skýring kann því að eiga við í sumum tilvikum, en dæmin um hreyfimynd at-
viksorðs með þgf./dvalartáknun eru svo mörg og traust að óviðunandi er að telja þau
öll brottfelld, auk þess sem önnur rök má færa að því að svo sé ekki. Brottfallsskýr-
ingin getur þannig vitaskuld ekki átt við atviksorðapörin niður - niðri, t. d. setjast nið-
11 r í eldhúsinu - setjast niðri í eldhúsinir, standa niðurlniðri við sjóinn (mismunandi
eftir setningagerð). Hún hrekkur því ekki til.
I öðru lagi má benda á merkingarlegan og setningafræðilegan mun þessara
mynda og annarra af svipuðum toga. Það getur verið merkingarlega aðgreinandi hvort
ao. myndar eina heild með forsetningunni, á við sagnliðinn eða myndar merkingar-
lega heild með sögninni (er sagnarögn (e. particle) eins og það er stundum kallað:
(9) a. Hann gekk aftur fyrir kónginn. (stefna)
b. Hann gekk aftur fyrir kónginn. (= öðru sinni, sbr. gekk fyrir kónginn aftur og
aftur)
c. Glámur gekk aftur. (aftur = sagnarögn, sbr. afturganga)
(10) a. Hann gekk fram í bardagann. (stefna)
b. Hann gekk vel fram í bardaganum. (fram = sagnarögn, sbr. framganga)
I (9c) myndar ganga aftur merkingalega heild og sú heild hefur aðra setningafræði-
lega eiginleika en sögnin ganga ein sé. Svipað er að segja um ganga fram í (lOb). I
(9a) og (lOa) mynda afturfyrir ogfrani í eina heild og tákna stefnu. í (9b) er aftur at-
viksorð sem á við sagnliðinn, segir að þetta hafi gerst öðru sinni. Hér má einnig nefna
dæmi eins og standa upp í stafni og standa uppi á borðinu þar sem lýsa má venslun-
um líkt og gert er í (11):